„Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. febrúar 2025 20:59 RC Lens v Panathinaikos - UEFA Europa Conference League - Qualifying round LENS, FRANCE - AUGUST 22: Sverrir Ingason of Panathinaikos FC looks on prior to the UEFA Europa Conference League qualifying round match between Lens and Panathinaikos at Stade Bollaert-Delelis on August 22, 2024 in Lens, France. (Photo by Franco Arland/Getty Images) Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos í 2-1 tapi gegn Víkingi í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili Sambansdeildarinnar. Sverrir segir liðið þurfa að gera betur á öllum sviðum leiksins ef það ætlar ekki að detta úr leik í næstu viku. „Þetta var bara ekki nógu gott hjá okkur í dag. Víkingarnir voru bara betri en við og ég óska þeim til hamingju með sigurinn. Gerðu okkur mjög erfitt fyrir og við virtumst einhvern veginn ekki klárir. Þurfum heldur betur að rífa okkur í gang fyrir seinni leikinn ef við ætlum að fara áfram úr þessu einvígi,“ sagði Sverrir fljótlega eftir leik. „Í fyrra markinu voru þeir ákveðnari en við, unnu bolta eitt, tvö og þrjú, sem gerir það að verkum að þeir skora í autt markið. Í seinni markinu vorum við einhvern veginn í engu jafnvægi, boltinn hafnar af slánni og dettur fyrir framan markið þar sem hann skorar einn og óvaldaður. Mér fannst þetta saga dagsins. Við vörðumst ekki vel og vorum ekki effektívir með boltann heldur, þannig að við áttum ekkert annað skilið en að tapa þessum leik í dag,“ hélt hann svo áfram. Misstu tvo í meiðsli Panathinaikos missti tvo menn í meiðsli í fyrri hálfleik og þurfti að gera breytingar á miðjunni og í miðvarðarstöðunni. „Ekki gott fyrir okkur. Við erum að spila mikið af leikjum, búið að vera erfið verkefni og verða það áfram. Aldrei gott að missa menn í meiðsli en við þurfum bara að nota þá sem eru available, eins og staðan er núna.“ Markið mikilvæga Þrátt fyrir fremur slaka frammistöðu tókst Panathinaikos að skora og minnka muninn í eitt mark fyrir seinni leik liðanna. „Mjög mikilvægt að skora þetta mark í lok leiks, annars hefði þetta verið enn þá erfiðara fyrir okkur í næstu viku þegar við spilum heima, en þetta gefur okkur von um að við séum inni í einvíginu enn þá. Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang fyrir næstu viku.“ „Ég held að við þurfum að spila betur alls staðar, verjast betur, hreyfa boltann betur… Við þurfum að sjá hvað við getum gert betur, sérstaklega sóknarlega,“ sagði Sverrir að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Næsti leikur liðanna fer fram fimmtudaginn 20. febrúar og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Sverrir Ingi eftir tap Panathinaikos gegn Víkingi Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
„Þetta var bara ekki nógu gott hjá okkur í dag. Víkingarnir voru bara betri en við og ég óska þeim til hamingju með sigurinn. Gerðu okkur mjög erfitt fyrir og við virtumst einhvern veginn ekki klárir. Þurfum heldur betur að rífa okkur í gang fyrir seinni leikinn ef við ætlum að fara áfram úr þessu einvígi,“ sagði Sverrir fljótlega eftir leik. „Í fyrra markinu voru þeir ákveðnari en við, unnu bolta eitt, tvö og þrjú, sem gerir það að verkum að þeir skora í autt markið. Í seinni markinu vorum við einhvern veginn í engu jafnvægi, boltinn hafnar af slánni og dettur fyrir framan markið þar sem hann skorar einn og óvaldaður. Mér fannst þetta saga dagsins. Við vörðumst ekki vel og vorum ekki effektívir með boltann heldur, þannig að við áttum ekkert annað skilið en að tapa þessum leik í dag,“ hélt hann svo áfram. Misstu tvo í meiðsli Panathinaikos missti tvo menn í meiðsli í fyrri hálfleik og þurfti að gera breytingar á miðjunni og í miðvarðarstöðunni. „Ekki gott fyrir okkur. Við erum að spila mikið af leikjum, búið að vera erfið verkefni og verða það áfram. Aldrei gott að missa menn í meiðsli en við þurfum bara að nota þá sem eru available, eins og staðan er núna.“ Markið mikilvæga Þrátt fyrir fremur slaka frammistöðu tókst Panathinaikos að skora og minnka muninn í eitt mark fyrir seinni leik liðanna. „Mjög mikilvægt að skora þetta mark í lok leiks, annars hefði þetta verið enn þá erfiðara fyrir okkur í næstu viku þegar við spilum heima, en þetta gefur okkur von um að við séum inni í einvíginu enn þá. Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang fyrir næstu viku.“ „Ég held að við þurfum að spila betur alls staðar, verjast betur, hreyfa boltann betur… Við þurfum að sjá hvað við getum gert betur, sérstaklega sóknarlega,“ sagði Sverrir að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Næsti leikur liðanna fer fram fimmtudaginn 20. febrúar og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Sverrir Ingi eftir tap Panathinaikos gegn Víkingi
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira