Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 13:01 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að þó margt skilji flokkanna fimm að sem nú eru í meirihlutaviðræðum bendi ekkert til þess að þær nái ekki að mynda nýjan meirihluta. Vísir Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar. Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna hófu formlegar meirihlutaviðræður í Reykjavíkurborg í gær. Fram hefur komið að þær hafi ákveðið að hefja samstarf á félagslegum grunni. Áhersla verði á húsnæðis-, velferðar og skólamál. Næstu dagar undirlagðir vinnu Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í borginni sagði í skeyti til fjölmiðla í morgun að næstu dagar verði undirlagðir vinnu. Oddvitar flokkanna muni halda fólki upplýstum um gang mála. Nefndarfundir borgarfulltrúa hafa að mestu verið blásnir af samkvæmt Alexöndru Briem borgarfulltrúa Pírata. Aðspurð um hvort verið sé að reyna að ná niðurstöðu í viðræðunum fyrir borgarstjórnarfund á þriðjudag segist hún vona það en brýnna sé að vanda allan undirbúning. Þrátt fyrir ágreining sé hægt að ná niðurstöðu Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að ákvörðun um að hefja formlegar viðræður þýða að þær telji sig geta myndað meirihluta en ágreiningsefni flokkanna fimm séu fjölmörg. „Það er auðvitað mikill meiningarmunur milli þessara flokka í ansi mörgum málum en það er stutt eftir af kjörtímabilinu. Þannig að þetta fer allt eftir því hversu stór skammturinn verður sem þær ætla að skenkja sér á diskinn. Það er alveg hægt að gera samning um svona nokkur meginatriði með þá hugsun að það þurfi að vera meirihluti til að klára kjörtímabilið. Þá flytja stór ágreiningsmál í sjálfa kosningabaráttuna. Eiríkur telur meiri líkur en minni að þær nái saman, Það er ekkert sem ég hef séð sem bendir til þess að þetta ætti ekki að takast. Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Píratar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna hófu formlegar meirihlutaviðræður í Reykjavíkurborg í gær. Fram hefur komið að þær hafi ákveðið að hefja samstarf á félagslegum grunni. Áhersla verði á húsnæðis-, velferðar og skólamál. Næstu dagar undirlagðir vinnu Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í borginni sagði í skeyti til fjölmiðla í morgun að næstu dagar verði undirlagðir vinnu. Oddvitar flokkanna muni halda fólki upplýstum um gang mála. Nefndarfundir borgarfulltrúa hafa að mestu verið blásnir af samkvæmt Alexöndru Briem borgarfulltrúa Pírata. Aðspurð um hvort verið sé að reyna að ná niðurstöðu í viðræðunum fyrir borgarstjórnarfund á þriðjudag segist hún vona það en brýnna sé að vanda allan undirbúning. Þrátt fyrir ágreining sé hægt að ná niðurstöðu Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að ákvörðun um að hefja formlegar viðræður þýða að þær telji sig geta myndað meirihluta en ágreiningsefni flokkanna fimm séu fjölmörg. „Það er auðvitað mikill meiningarmunur milli þessara flokka í ansi mörgum málum en það er stutt eftir af kjörtímabilinu. Þannig að þetta fer allt eftir því hversu stór skammturinn verður sem þær ætla að skenkja sér á diskinn. Það er alveg hægt að gera samning um svona nokkur meginatriði með þá hugsun að það þurfi að vera meirihluti til að klára kjörtímabilið. Þá flytja stór ágreiningsmál í sjálfa kosningabaráttuna. Eiríkur telur meiri líkur en minni að þær nái saman, Það er ekkert sem ég hef séð sem bendir til þess að þetta ætti ekki að takast.
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Píratar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira