Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2025 09:00 Sjálfstæðisflokkurinn stendur á nú tímamótum. Að nýloknum kosningum þar sem fylgi flokksins galt fyrir ríkisstjórnarsamstarf síðustu sjö ára (sem oft á tíðum kallaði á erfiðar málamiðlanir), kjósa Sjálfstæðismenn sér nú nýjan formann. Flokkurinn þarf leiðtoga sem býr yfir skýrri sýn, öflugri leiðtogahæfni og getu til að ná til breiðra hópa. Ekki síst og einna helst þeirra kjósenda sem snúið hafa baki við flokknum á undanförnum árum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er rétti einstaklingurinn til að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja tíma og styrkja stöðu hans sem burðarás íslenskra stjórnmála. Hún er ein af þessum manneskjum sem virðist hafa töluvert fleiri klukkustundir í sólarhringnum en aðrir – slík hamhleypa er hún til verka. Áslaug Arna hefur sýnt af sér mikla forystuhæfileika á sviði stjórnmálanna um margra ára skeið, þrátt fyrir ungan aldur. Hún var kosin á þing árið 2016 og hefur síðan þá gegnt mikilvægum embættum, þar á meðal starfi dómsmálaráðherra. Í því embætti sýndi hún festu, fagmennsku og framsýni, meðal annars með umbótum á sviði löggæslumála. Hún hefur einnig sem ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála unnið ötullega að því að efla nýsköpunarumhverfi á Íslandi og með því lagt sín lóð á vogarskálarnar svo samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs verði sem mest. Einn mikilvægra styrkleika Áslaugar Örnu felst í hæfni hennar til að tala til ungra kjósenda og miðla stefnumálum Sjálfstæðisflokksins á nýstárlegan hátt. Það er sífellt verkefni forystumanna Sjálfstæðisflokksins að laða ungt fólk til fylgis við flokkinn. Áslaug Arna hefur skýra sýn um hvernig hægt er að byggja upp nýja kynslóð sjálfstæðismanna. Hún er talskona frjálslyndis, einstaklingsfrelsis, viðskiptafrelsis og framfara; gildi sem eru kjarninn í stefnu flokksins en þarfnast nútímalegrar nálgunar hverju sinni, svo að sem flestir sjái ljósið í sjálfstæðisstefnunni. Formennska í Sjálfstæðisflokknum krefst styrkleika í samskiptum og hæfni til að sameina ólíkar fylkingar innan flokks. Áslaug Arna hefur sýnt að hún getur unnið með breiðum hópi fólks, hlustað á ólík sjónarmið og fundið lausnir sem henta sem flestum. Hún hefur sterka rödd og stendur fast á sínum skoðunum, en er um leið tilbúin að vinna að sáttum svo raunverulegar breytingar nái fram að ganga. Sjálfstæðisflokkurinn þarfnast leiðtoga sem getur endurnýjað traust flokksmanna og fært málflutning og miðlun flokksins í takt við breytta tíma. Sjálfstæðisstefnan hefur staðið fyrir sínu hér eftir sem hingað til og það veit Áslaug Arna. Með reynslu sinni, metnaði og skýrri framtíðarsýn er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir rétti einstaklingurinn til að leiða flokkinn til nýrra sigra. Hún sameinar hugrekki, framkvæmdagleði og skýra stefnu. Nái Áslaug Arna kjöri sem formaður mun Sjálfstæðisflokkurinn styrkjast til framtíðar og verða áfram drifkraftur efnahags- og samfélagslegra framfara á Íslandi, líkt og hann hefur verið síðastliðna tæpa öldina. Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Þórður Gunnarsson Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn stendur á nú tímamótum. Að nýloknum kosningum þar sem fylgi flokksins galt fyrir ríkisstjórnarsamstarf síðustu sjö ára (sem oft á tíðum kallaði á erfiðar málamiðlanir), kjósa Sjálfstæðismenn sér nú nýjan formann. Flokkurinn þarf leiðtoga sem býr yfir skýrri sýn, öflugri leiðtogahæfni og getu til að ná til breiðra hópa. Ekki síst og einna helst þeirra kjósenda sem snúið hafa baki við flokknum á undanförnum árum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er rétti einstaklingurinn til að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja tíma og styrkja stöðu hans sem burðarás íslenskra stjórnmála. Hún er ein af þessum manneskjum sem virðist hafa töluvert fleiri klukkustundir í sólarhringnum en aðrir – slík hamhleypa er hún til verka. Áslaug Arna hefur sýnt af sér mikla forystuhæfileika á sviði stjórnmálanna um margra ára skeið, þrátt fyrir ungan aldur. Hún var kosin á þing árið 2016 og hefur síðan þá gegnt mikilvægum embættum, þar á meðal starfi dómsmálaráðherra. Í því embætti sýndi hún festu, fagmennsku og framsýni, meðal annars með umbótum á sviði löggæslumála. Hún hefur einnig sem ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála unnið ötullega að því að efla nýsköpunarumhverfi á Íslandi og með því lagt sín lóð á vogarskálarnar svo samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs verði sem mest. Einn mikilvægra styrkleika Áslaugar Örnu felst í hæfni hennar til að tala til ungra kjósenda og miðla stefnumálum Sjálfstæðisflokksins á nýstárlegan hátt. Það er sífellt verkefni forystumanna Sjálfstæðisflokksins að laða ungt fólk til fylgis við flokkinn. Áslaug Arna hefur skýra sýn um hvernig hægt er að byggja upp nýja kynslóð sjálfstæðismanna. Hún er talskona frjálslyndis, einstaklingsfrelsis, viðskiptafrelsis og framfara; gildi sem eru kjarninn í stefnu flokksins en þarfnast nútímalegrar nálgunar hverju sinni, svo að sem flestir sjái ljósið í sjálfstæðisstefnunni. Formennska í Sjálfstæðisflokknum krefst styrkleika í samskiptum og hæfni til að sameina ólíkar fylkingar innan flokks. Áslaug Arna hefur sýnt að hún getur unnið með breiðum hópi fólks, hlustað á ólík sjónarmið og fundið lausnir sem henta sem flestum. Hún hefur sterka rödd og stendur fast á sínum skoðunum, en er um leið tilbúin að vinna að sáttum svo raunverulegar breytingar nái fram að ganga. Sjálfstæðisflokkurinn þarfnast leiðtoga sem getur endurnýjað traust flokksmanna og fært málflutning og miðlun flokksins í takt við breytta tíma. Sjálfstæðisstefnan hefur staðið fyrir sínu hér eftir sem hingað til og það veit Áslaug Arna. Með reynslu sinni, metnaði og skýrri framtíðarsýn er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir rétti einstaklingurinn til að leiða flokkinn til nýrra sigra. Hún sameinar hugrekki, framkvæmdagleði og skýra stefnu. Nái Áslaug Arna kjöri sem formaður mun Sjálfstæðisflokkurinn styrkjast til framtíðar og verða áfram drifkraftur efnahags- og samfélagslegra framfara á Íslandi, líkt og hann hefur verið síðastliðna tæpa öldina. Höfundur er hagfræðingur
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun