Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2025 11:10 Ásthildur Lóa missir þó ekki af þingfundi á morgun vegna málsins. Aðalmeðferðinni á að ljúka um hádegisbil en þing kemur svo saman klukkan 15. Vísir/vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra kemur fyrir Héraðsdóm Reyjavíkur í fyrramálið. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna árið 2017. Ásthildur Lóa hefur tjáð sig um málið í tilkynningum og skoðanagreinum sem þingmaður Flokks fólksins. Þau hjónin segja sýslumannsfulltrúa hafa gert mistök við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017. Mistökin hafi falist í því að fulltrúinn tók ekki tillit til fyrningar vaxta upp á 10,7 milljónir króna. Mistökin hefði hæglega mátt leiðrétta, það hafi ekki verið gert og þau þvert á móti hvött til að höfða mál væru þau ósátt. Þá hafi kerfið farið í vörn, slegið hlífisskildi um sýslumannsfulltrúa og þannig brotið gróflega gegn réttindum þeirra. „Hann hreinlega gaf Arion banka 10,7 milljónir af peningum gerðarþola og það brot hans vörðu dómstólar, „kerfið“, með lygum og undanskotum í gegnum öll réttarúrræði á Íslandi,“ sagði Ásthildur Lóa síðastliðið sumar. „Landsréttur hreinlega laug í dómsorði með því að vísa frá málsástæðunni um fyrningu vaxta með því að segja að hún hefði ekki komið fram nógu snemma, þó að fyrning vaxta hefði verið eina málsástæðan frá upphafi,“ sagði Ásthildur Lóa. „Hæstiréttur tók ekkert efnislega á fyrningu vaxta heldur hafnaði málskotsbeiðninni sem gerði að verkum að það fékkst aldrei úrlausn á æðra stigi til að leiðrétta þá rangfærslu Landsréttar að málsástæðan um fyrningu vaxta hefði komið of seint fram. Þrátt fyrir að samkvæmt lögum eigi Hæstiréttur einmitt að geta veitt kæruleyfi ef dómur Landsréttar er bersýnilega rangur.“ Þá hafi endurupptökunefnd legið á málinu í rúma níu mánuði þó að einn dómarinn í Landsrétti hefði verið „ólöglegur“ sem hefði átt að nægja til tafarlausrar endurupptöku. „Allt þar til Arion banki setti það sem skilyrði að endurupptökukrafan þar væri dregin til baka þegar við náðum (nauðar)samningum við hann um að bjarga því sem bjargað varð. Sá úrskurður kom því aldrei. ALDREI, aldrei nokkurn tímann í þessu ferli, var úrskurðað um einu málsástæðuna, fyrningu vaxta.“ Hún fór hörðum orðum um íslenska dómskerfið. „Ef dómstólar hefðu gert það hefðu þeir bara getað úrskurðað á einn veg, okkur í hag, sem var gegn hagsmunum þeirra sem þeir vinna fyrir, þannig að þeir einfaldlega töluðu bara um eitthvað annað og/eða lugu.“ Ásthildur Lóa var formaður Hagsmunasamtaka heimilanna allt þar til í janúar þegar hún lét af formennsku eftir að hafa verið skipuð mennta- og barnamálaráðherra. Ásthildur Lóa sagði í viðtali við RÚV um helgina að málið hefði engin áhrif á hæfi hennar sem ráðherra. Brotið hefði verið á henni löngu áður en hún settist á þing. Hún hafi fullan rétt til að sækja rétt sinn. Dómsmál Flokkur fólksins Hrunið Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Ásthildur Lóa hefur tjáð sig um málið í tilkynningum og skoðanagreinum sem þingmaður Flokks fólksins. Þau hjónin segja sýslumannsfulltrúa hafa gert mistök við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017. Mistökin hafi falist í því að fulltrúinn tók ekki tillit til fyrningar vaxta upp á 10,7 milljónir króna. Mistökin hefði hæglega mátt leiðrétta, það hafi ekki verið gert og þau þvert á móti hvött til að höfða mál væru þau ósátt. Þá hafi kerfið farið í vörn, slegið hlífisskildi um sýslumannsfulltrúa og þannig brotið gróflega gegn réttindum þeirra. „Hann hreinlega gaf Arion banka 10,7 milljónir af peningum gerðarþola og það brot hans vörðu dómstólar, „kerfið“, með lygum og undanskotum í gegnum öll réttarúrræði á Íslandi,“ sagði Ásthildur Lóa síðastliðið sumar. „Landsréttur hreinlega laug í dómsorði með því að vísa frá málsástæðunni um fyrningu vaxta með því að segja að hún hefði ekki komið fram nógu snemma, þó að fyrning vaxta hefði verið eina málsástæðan frá upphafi,“ sagði Ásthildur Lóa. „Hæstiréttur tók ekkert efnislega á fyrningu vaxta heldur hafnaði málskotsbeiðninni sem gerði að verkum að það fékkst aldrei úrlausn á æðra stigi til að leiðrétta þá rangfærslu Landsréttar að málsástæðan um fyrningu vaxta hefði komið of seint fram. Þrátt fyrir að samkvæmt lögum eigi Hæstiréttur einmitt að geta veitt kæruleyfi ef dómur Landsréttar er bersýnilega rangur.“ Þá hafi endurupptökunefnd legið á málinu í rúma níu mánuði þó að einn dómarinn í Landsrétti hefði verið „ólöglegur“ sem hefði átt að nægja til tafarlausrar endurupptöku. „Allt þar til Arion banki setti það sem skilyrði að endurupptökukrafan þar væri dregin til baka þegar við náðum (nauðar)samningum við hann um að bjarga því sem bjargað varð. Sá úrskurður kom því aldrei. ALDREI, aldrei nokkurn tímann í þessu ferli, var úrskurðað um einu málsástæðuna, fyrningu vaxta.“ Hún fór hörðum orðum um íslenska dómskerfið. „Ef dómstólar hefðu gert það hefðu þeir bara getað úrskurðað á einn veg, okkur í hag, sem var gegn hagsmunum þeirra sem þeir vinna fyrir, þannig að þeir einfaldlega töluðu bara um eitthvað annað og/eða lugu.“ Ásthildur Lóa var formaður Hagsmunasamtaka heimilanna allt þar til í janúar þegar hún lét af formennsku eftir að hafa verið skipuð mennta- og barnamálaráðherra. Ásthildur Lóa sagði í viðtali við RÚV um helgina að málið hefði engin áhrif á hæfi hennar sem ráðherra. Brotið hefði verið á henni löngu áður en hún settist á þing. Hún hafi fullan rétt til að sækja rétt sinn.
Dómsmál Flokkur fólksins Hrunið Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira