Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 10:42 Skógarhögg hefst í Öskjuhlíð í dag. Vísir/Sigurjón Það er ekki aðeins meirihlutinn í Reykjavík sem er fallinn heldur bíða sömu örlög trjáa í Öskjuhlíð í dag. Undirbúningur að skógarhöggi á svæðinu er hafinn og til stendur að hefjast handa við að fella trén í kringum hádegið. Einhver tré virðast þó þegar hafa verið felld á svæðinu líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum. Líkt og kunnugt er var annarri flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli lokað á dögum vegna mikils trjágróður í Öskjuhlíð. Hæð trjánna er sögð hafa áhrif á öryggi flugfarþega um Reykjavíkurflugvöll. Lokunin átti sér langan aðdraganda en málið er meðal þess sem valdið hefur óróleika í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þessi skógarhöggsmaður var byrjaður að fella tré upp úr klukkan ellefu.Vísir/Egill Sjá einnig: Fyrstu trén felld á morgun Og nú er hafinn undirbúningur að skógarhöggi. „Þeir eru úti í skógi núna þarna á þessu svæði fólkið sem sér um borgarskógana og eru að undirbúa. Ætli þau fari ekki að saga um hádegið, upp úr ellefu kannski,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi. Til stendur að fella fleiri tré í Öskjuhlíðinni í dag.Vísir/Sigurjón „Það þarf að merkja þetta upp og það er ýmiss undirbúningur sem þarf að fara fram áður en allt hefst. Verkefnið verður hafið innan fárra klukkustunda,“ segir Hjalti. Nokkuð hefur verið deilt um trén í Öskjuhlíð í tengslum við lokun flugbrautar.Vísir/Sigurjón Tökumaður fréttastofu tók meðfylgjandi myndir af nýfelldum trjám í Öskjuhlíðinni rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Hjalta var ekki kunnugt um nákvæma málavexti vegna þeirra trjáa sem þegar hafa verið felld en gerir ráð fyrir að föllnu trén tengist sama verkefni. „Ef það eru einhver nýfelld tré á þessu svæði þá er það örugglega tengt verkefninu,“ segir Hjalti. Frekari undirbúningur stendur yfir á svæðinu.Vísir/Sigurjón Einar Þorsteinsson borgarstjóri skýrði frá því í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að borgin hygðist byrja á því að fella 23 tré í Öskjuhlíðinni í dag. Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Reykjavíkurflugvöllur Tré Fréttir af flugi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira
Líkt og kunnugt er var annarri flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli lokað á dögum vegna mikils trjágróður í Öskjuhlíð. Hæð trjánna er sögð hafa áhrif á öryggi flugfarþega um Reykjavíkurflugvöll. Lokunin átti sér langan aðdraganda en málið er meðal þess sem valdið hefur óróleika í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þessi skógarhöggsmaður var byrjaður að fella tré upp úr klukkan ellefu.Vísir/Egill Sjá einnig: Fyrstu trén felld á morgun Og nú er hafinn undirbúningur að skógarhöggi. „Þeir eru úti í skógi núna þarna á þessu svæði fólkið sem sér um borgarskógana og eru að undirbúa. Ætli þau fari ekki að saga um hádegið, upp úr ellefu kannski,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi. Til stendur að fella fleiri tré í Öskjuhlíðinni í dag.Vísir/Sigurjón „Það þarf að merkja þetta upp og það er ýmiss undirbúningur sem þarf að fara fram áður en allt hefst. Verkefnið verður hafið innan fárra klukkustunda,“ segir Hjalti. Nokkuð hefur verið deilt um trén í Öskjuhlíð í tengslum við lokun flugbrautar.Vísir/Sigurjón Tökumaður fréttastofu tók meðfylgjandi myndir af nýfelldum trjám í Öskjuhlíðinni rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Hjalta var ekki kunnugt um nákvæma málavexti vegna þeirra trjáa sem þegar hafa verið felld en gerir ráð fyrir að föllnu trén tengist sama verkefni. „Ef það eru einhver nýfelld tré á þessu svæði þá er það örugglega tengt verkefninu,“ segir Hjalti. Frekari undirbúningur stendur yfir á svæðinu.Vísir/Sigurjón Einar Þorsteinsson borgarstjóri skýrði frá því í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að borgin hygðist byrja á því að fella 23 tré í Öskjuhlíðinni í dag.
Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Reykjavíkurflugvöllur Tré Fréttir af flugi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira