Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar 7. febrúar 2025 18:01 Feilspor fyrri kjarasamninga kennara eru mörg, hin og þessi réttindi seld en einkennilegast hefur mér þótt ákvæðið um teymiskennslu. Teymiskennsla er hugsuð til þess að auðvelda starf kennara og auka gæði náms fyrir nemendur. Því er svo sérstakt að þetta ákvæði sem býður upp hvata fyrir verri laun kennara og verri kennslu nemenda. Þetta lýsir sér í því að ef meðlimir teymis forfallast, er hvati rekstraraðilans, í þessu tilviki skólans til að spara. Því þeir kennarar sem eru á vaktinni má bjóða hálfvirði forfallakennslu fyrir að dekka tvo nemendahópa, í stað þess að greiða fulla yfirvinnu fyrir annan kennara sem kemur inn. Þetta kemur auðvitað fyrst og fremst niður á kennslunni, því kennarinn sinnir nemendum ekki 50% betur þó hann fái auka 50% fyrir tímann sem hann tekur við tveimur hópum. Þar verðum við kennarar líka að passa upp á okkur. Ekki taka sífellt lægri taxta til að redda. Við töpum á því fjárhagslega og nemendur námslega. Þú heldur að þú sért að hlaupa undir bagga og redda hlutunum. En þú verður líklega bara þreyttari, sem gerir þig svo verr í stakk búinn til þess að kenna nemendunum sem þú ert nú þegar með ábyrgð á. Svo ekki sé talað um nemendurna sem koma til þín í tímana eftir tvöfaldan nemendahóp. Dagurinn verður líklega erfiðari og þú kemur þreyttari heim. Og ef þetta er gert þá ertu að búa til fordæmi fyrir vinnuveitandann að þetta sé í boði. Jákvæða styrkingu á því að bjóða þér afslátt á laununum þínum. Sem gerir það að verkum að oftar er spurt og þá getur vítahringurinn byrjaður. Setjum okkur og nemendur okkar í forgang. Gerum sjálfum okkur greiða sem stétt og verum ekki að undirbjóða okkur í launum. Það er nóg að aðrir séu að sjá um það fyrir okkur. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Feilspor fyrri kjarasamninga kennara eru mörg, hin og þessi réttindi seld en einkennilegast hefur mér þótt ákvæðið um teymiskennslu. Teymiskennsla er hugsuð til þess að auðvelda starf kennara og auka gæði náms fyrir nemendur. Því er svo sérstakt að þetta ákvæði sem býður upp hvata fyrir verri laun kennara og verri kennslu nemenda. Þetta lýsir sér í því að ef meðlimir teymis forfallast, er hvati rekstraraðilans, í þessu tilviki skólans til að spara. Því þeir kennarar sem eru á vaktinni má bjóða hálfvirði forfallakennslu fyrir að dekka tvo nemendahópa, í stað þess að greiða fulla yfirvinnu fyrir annan kennara sem kemur inn. Þetta kemur auðvitað fyrst og fremst niður á kennslunni, því kennarinn sinnir nemendum ekki 50% betur þó hann fái auka 50% fyrir tímann sem hann tekur við tveimur hópum. Þar verðum við kennarar líka að passa upp á okkur. Ekki taka sífellt lægri taxta til að redda. Við töpum á því fjárhagslega og nemendur námslega. Þú heldur að þú sért að hlaupa undir bagga og redda hlutunum. En þú verður líklega bara þreyttari, sem gerir þig svo verr í stakk búinn til þess að kenna nemendunum sem þú ert nú þegar með ábyrgð á. Svo ekki sé talað um nemendurna sem koma til þín í tímana eftir tvöfaldan nemendahóp. Dagurinn verður líklega erfiðari og þú kemur þreyttari heim. Og ef þetta er gert þá ertu að búa til fordæmi fyrir vinnuveitandann að þetta sé í boði. Jákvæða styrkingu á því að bjóða þér afslátt á laununum þínum. Sem gerir það að verkum að oftar er spurt og þá getur vítahringurinn byrjaður. Setjum okkur og nemendur okkar í forgang. Gerum sjálfum okkur greiða sem stétt og verum ekki að undirbjóða okkur í launum. Það er nóg að aðrir séu að sjá um það fyrir okkur. Höfundur er kennari.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar