Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar 7. febrúar 2025 15:00 Samgöngustofa hefur fyrirskipað Isavia að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar frá miðnætti 8. febrúar. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugvéla. Í samkomulagi milli ríkis og borgar um framtíð og hlutverk Reykjavíkurflugvallar hefur verið ákvæði um að fara þurfi í trjáfellingar í Öskjuhlíð en Reykjavíkurborg hefur aðeins framkvæmt lítinn hluta af því verkefni. Hik hefur verið hjá borgaryfirvöldum að sinna þessari skyldu sinni og þess vegna er fyrrnefndum flugbrautum lokað. Þessi staða hefur valdið miklu umróti og skapað óöryggi hjá þjóðinni. Fólk óttast sérstaklega að ekki verði hægt að sinna sjúkraflugi eins og áður. Það muni hafa áhrif á batahorfur og lífslíkur sjúklinga til hins verra að mati fagaðila. Á ári hverju eru fluttir 950 til 1000 sjúklingar með sjúkraflugi.Í um 45% tilfella er um að ræða sjúklinga sem nauðsynlega þurfa að komast í bráðaþjónustu á Landspítala. Þar er átt við sjúklinga þar sem hver mínúta skiptir máli og á það við um sjúklinga sem fá heilablóðfall, kransæðaþrengingar og alvarlega fjöláverka. Í slíkum tilfellum myndi lengdur flutningstími geta dregið verulega úr lífslíkum og batahorfum viðkomandi sjúklinga. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill minna á að samkvæmt landslögum eiga landmenn jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu. Til að tryggja jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er nauðsynlegt að hafa öruggt sjúkraflug sem hægt er að treysta. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi og ýmis bæjarfélög hafa sent frá sér yfirlýsingar til borgarstjórnar þar sem aðilar lýsa yfir þungum áhyggjum yfir þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin. Borgarfulltrúi Flokks fólksins tekur þessar yfirlýsingar og áhyggjur alvarlega og hvetur borgaryfirvöld að bregðast við með ábyrgð og leysa máli sem fyrst. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Flokkur fólksins Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Samgöngustofa hefur fyrirskipað Isavia að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar frá miðnætti 8. febrúar. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugvéla. Í samkomulagi milli ríkis og borgar um framtíð og hlutverk Reykjavíkurflugvallar hefur verið ákvæði um að fara þurfi í trjáfellingar í Öskjuhlíð en Reykjavíkurborg hefur aðeins framkvæmt lítinn hluta af því verkefni. Hik hefur verið hjá borgaryfirvöldum að sinna þessari skyldu sinni og þess vegna er fyrrnefndum flugbrautum lokað. Þessi staða hefur valdið miklu umróti og skapað óöryggi hjá þjóðinni. Fólk óttast sérstaklega að ekki verði hægt að sinna sjúkraflugi eins og áður. Það muni hafa áhrif á batahorfur og lífslíkur sjúklinga til hins verra að mati fagaðila. Á ári hverju eru fluttir 950 til 1000 sjúklingar með sjúkraflugi.Í um 45% tilfella er um að ræða sjúklinga sem nauðsynlega þurfa að komast í bráðaþjónustu á Landspítala. Þar er átt við sjúklinga þar sem hver mínúta skiptir máli og á það við um sjúklinga sem fá heilablóðfall, kransæðaþrengingar og alvarlega fjöláverka. Í slíkum tilfellum myndi lengdur flutningstími geta dregið verulega úr lífslíkum og batahorfum viðkomandi sjúklinga. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill minna á að samkvæmt landslögum eiga landmenn jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu. Til að tryggja jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er nauðsynlegt að hafa öruggt sjúkraflug sem hægt er að treysta. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi og ýmis bæjarfélög hafa sent frá sér yfirlýsingar til borgarstjórnar þar sem aðilar lýsa yfir þungum áhyggjum yfir þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin. Borgarfulltrúi Flokks fólksins tekur þessar yfirlýsingar og áhyggjur alvarlega og hvetur borgaryfirvöld að bregðast við með ábyrgð og leysa máli sem fyrst. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar