Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar 7. febrúar 2025 13:31 Ég brá mér í laugina í liðinni viku og datt þar í spjall við áhugasama menntiskælinga sem eru í hópi þess unga fólks sem langar að vita meira um Jesú. Það eykur mér trú á heilagan anda jafnt sem mannsandann að kynslóðin sem fæddist inn í ritskoðað almannarými skuli, líkt og rætt er í fjölmiðlum, rísa upp og ganga sjálf eftir því að fá sín Nýjatestamennti og trúfræðslu eftir allt saman! Annað gleðilegt og ögn fyndið fyrirbrigði í menningu dagsins er líka það, sem ég hygg að margir prestar fleiri en ég þekki af vettvangi, að ítrekað er maður að skíra hjá ungum foreldrum tvö börn í einu. Fyrst eldra barnið sem ekki var látið verða af að skíra strax og svo nýfædda barnið. Ömmur og afar anda léttar, hátíð í loftinu og fólk komið í sparifötin. Þá reynir á prestinn að finna út úr því hvernig eigi að orða með sanngjörnum hætti fyrir fjögurra eða fimm ára rolling hvað sé á döfinni. Í sjálfu sér er það þó mjög einfalt og blasir einmitt svo fallega við hjá unga fólkinu okkar sem nú leitar til kirkjunnar; Það kemur með vinum sínum. Andi Guðs starfar í kærleika og skapar samfélag vináttu. Þess vegna er ekkert flókið að útskýra fyrir málþroska skírnarbarni hvað sé í gangi. Þegar búið er að segja söguna sem alltaf er rifjuð upp við barnsskírn, þegar lærisveinarnir vildu varna börnum aðgöngu að Jesú svo honum sárnaði og sagði „Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi, þeirra er Guðs ríki“, þá er einfalt að spyrja: Vilt þú vera með í vinafélagi Jesú? --- Trúin á Jesú er ekki flókin. Hún er ekki kenning eða aðferð heldur vinátta. Trúin er ekki að vera handviss um eitthvað guðlegt og haga sér samkvæmt reglum heldur er hún, eins og öll sönn vinátta, stöðug uppgötvun. Þegar ég reyni að útskýra trúna fyrir ungu fólki ræði ég ekki síst um þrennt: Ég tala um feginleikann og sálarróna sem fylgir því að uppgötva að maður er samþykktur og elskaður af Guði um alla eilífð.[1] Ég segi frá því sem Biblían miðlar, að vegna Jesú megum við treysta því að Guð sé í öllu og allt sé í Guði sem elskar sköpunarverkið og mun ekki sleppa hendi sinni af því.[2] Ég ræði um nýju lífsmöguleikana sem fylgja því að elska allt fólk sem systkini ásamt öllu sköpuðu, hafna ofbeldi og kúgun en varðveita mannlega reisn eins og Jesús gerði.[3] Þannig skil ég trúna sem vináttu við eigin persónu, sköpunarverkið og Guð. Kristið fólk er ekki betra en annað fólk og kristinn siður ber sig ekki saman við aðra siði nema þá til þess að læra meira. Félags-pólitísk áhrif kristinnar trúar hljóta þó ætíð að vera þau sem Reinhold Niebuhr, höfundur æðruleysisbænarinnar lýsti; að auka félagsauð og draga úr hroka. Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] Jóhannesaguðspjall 1.12-13. [2] Kólossoubréfið 1.15-20. [3] Matteusarguðspjall 26.47-56. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Trúmál Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég brá mér í laugina í liðinni viku og datt þar í spjall við áhugasama menntiskælinga sem eru í hópi þess unga fólks sem langar að vita meira um Jesú. Það eykur mér trú á heilagan anda jafnt sem mannsandann að kynslóðin sem fæddist inn í ritskoðað almannarými skuli, líkt og rætt er í fjölmiðlum, rísa upp og ganga sjálf eftir því að fá sín Nýjatestamennti og trúfræðslu eftir allt saman! Annað gleðilegt og ögn fyndið fyrirbrigði í menningu dagsins er líka það, sem ég hygg að margir prestar fleiri en ég þekki af vettvangi, að ítrekað er maður að skíra hjá ungum foreldrum tvö börn í einu. Fyrst eldra barnið sem ekki var látið verða af að skíra strax og svo nýfædda barnið. Ömmur og afar anda léttar, hátíð í loftinu og fólk komið í sparifötin. Þá reynir á prestinn að finna út úr því hvernig eigi að orða með sanngjörnum hætti fyrir fjögurra eða fimm ára rolling hvað sé á döfinni. Í sjálfu sér er það þó mjög einfalt og blasir einmitt svo fallega við hjá unga fólkinu okkar sem nú leitar til kirkjunnar; Það kemur með vinum sínum. Andi Guðs starfar í kærleika og skapar samfélag vináttu. Þess vegna er ekkert flókið að útskýra fyrir málþroska skírnarbarni hvað sé í gangi. Þegar búið er að segja söguna sem alltaf er rifjuð upp við barnsskírn, þegar lærisveinarnir vildu varna börnum aðgöngu að Jesú svo honum sárnaði og sagði „Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi, þeirra er Guðs ríki“, þá er einfalt að spyrja: Vilt þú vera með í vinafélagi Jesú? --- Trúin á Jesú er ekki flókin. Hún er ekki kenning eða aðferð heldur vinátta. Trúin er ekki að vera handviss um eitthvað guðlegt og haga sér samkvæmt reglum heldur er hún, eins og öll sönn vinátta, stöðug uppgötvun. Þegar ég reyni að útskýra trúna fyrir ungu fólki ræði ég ekki síst um þrennt: Ég tala um feginleikann og sálarróna sem fylgir því að uppgötva að maður er samþykktur og elskaður af Guði um alla eilífð.[1] Ég segi frá því sem Biblían miðlar, að vegna Jesú megum við treysta því að Guð sé í öllu og allt sé í Guði sem elskar sköpunarverkið og mun ekki sleppa hendi sinni af því.[2] Ég ræði um nýju lífsmöguleikana sem fylgja því að elska allt fólk sem systkini ásamt öllu sköpuðu, hafna ofbeldi og kúgun en varðveita mannlega reisn eins og Jesús gerði.[3] Þannig skil ég trúna sem vináttu við eigin persónu, sköpunarverkið og Guð. Kristið fólk er ekki betra en annað fólk og kristinn siður ber sig ekki saman við aðra siði nema þá til þess að læra meira. Félags-pólitísk áhrif kristinnar trúar hljóta þó ætíð að vera þau sem Reinhold Niebuhr, höfundur æðruleysisbænarinnar lýsti; að auka félagsauð og draga úr hroka. Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] Jóhannesaguðspjall 1.12-13. [2] Kólossoubréfið 1.15-20. [3] Matteusarguðspjall 26.47-56.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun