Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 13:01 Í markaðssamfélagi nútímans borgum við fólki það sem það setur upp fyrir vinnu sína. Við borgum iðnaðarmanninum ekki bara 75% af því sem hann setur upp fyrir vinnu sína og lögsækjum hann svo ef hann neitar að vinna fyrir okkur. Það sér hver maður að það gengur ekki upp, en hvers vegna ætlumst við til að kennarar sinni starfi sínu þó þeir séu sviknir um þau laun sem þeir hafa samið um, í skjóli þess að ekki var búið að útfæra launaliðinn í samningum sem gerður var fyrir 8 árum. Þá var samið um að jafna lífeyrisréttindi og laun miðað við almenna markaðinn. Þá seldu kennarar sérkjör sín í lífeyrisréttindum fyrir hærri laun sem gilda á opinberum markaði. Framkvæmd samningsins var að breyta lífeyrisréttindunum til jafns við almanna markaðinn en ekki laununum. Launagreiðandinn ákveður því einhliða að greiða kennurum 75% (áætluð tala af mér) af umsömdum launum sínum og kemst upp með það hingað til. Vissulega var krafa kennara ekki um að þessi leiðrétting ætti sér stað í einum áfanga 2016, en níu ár eru liðin síðan og ekkert bólar á efndum. Eðlilega eru kennarar ósáttir við að þurfa að vinna á skertum launum, enda myndu ekki margir ganga að þeim afarkostum. Ofan á það hefur hópur foreldra nú stefnt KÍ fyrir að kenna ekki börnum þeirra á skertum launum. Þau krefjast þess að kennarar barna þeirra kenni börnum þeirra þó þeir fái ekki greitt nema hluta af umsömdum launum sínum. Af einhverjum undarlegum ástæðum berst þessi kæra ekki til yfirvalda sem bera ábyrgð á rekstri leikskóla og hafa ekki staðið við kjarasamning frá 2016. Auk þess er vandséð að hægt sé að kæra fyrir þjónustufall á þjónustu sem ekki er lögboðin. Ekki er að sjá að þeir foreldrar sem kæra kennara barna sinna fyrir að vinna ekki á afsláttarkjörum, beri mikla virðingu fyrir þeim. Ætla má að þau sætti sig við að hver sem er passi þau svo þau komist í vinnu. Vissulega er það mismunun að ekki skuli allir skólar fara í verkfall í einu, en í leikskólanum er dagleg mismunun allt árið um kring, á þann veg að sum börn hafa menntaða kennara til að taka með þeim fyrstu skrefin á menntabrautinni á meðan önnur njóta þess ekki. Þó KÍ hefði farið í allsherjarverkfall, hefðu skólar sem mannaðir eru án kennara verið opnir. Myndu foreldrar kæra KÍ fyrir það? Væru foreldrar þeirra barna sem væru opnir þá heppnir? Ég vona að virðing foreldra fyrir kennurum barna sinna sé meiri en svo að svarið sé já. Varðandi laun kennara í grunn- og framhaldsskólum þykir mörgum að eðlilegt sé að þeir séu ekki á jafn háum launum og sérfræðingar á almennum vinnumarkaði vegna þess að þeir vinni styttri vinnutíma en aðrir og séu í lengri fríum en aðrir. Ég ætla ekki að fara út í þá umræðu sem er algert kviksyndi heldur spyrja ykkur sem eruð þeirrar skoðunar eftirfarandi spurninga. Viljið þið lengja kennslu barna ykkar? Finnst ykkur eðlilegt að vinnudagur barna sé jafn langur og vinnudagur fullorðinna? Hvernig sáið þið fyrir ykkur að hægt sér að koma í veg fyrir námsþreytu strax á barnsaldri ef skóladagur er svo langur að lítið sem ekkert svigrúm er fyrir frjálsan leik barnanna ykkar? Hyggist þið þá draga börnin ykkar út úr tómstundastarfi svo eitthvað rými sé fyrir frjálsan leik, eða metið þið ekki gildi þess að börnin ykkar hafi tíma til að skapa sér sinn eigin leik þar sem reynir á frumkvæði, sköpun og samvinnu? Tími til að vera frjáls einstaklingur án stýringar fullorðinna. Viljið þið stytta frjálsan leik barna ykkar? Ef þið viljið ekki auka álag barnanna ykkar og taka frá þeim frelsið þá hefur lítið upp á sig að lengja vinnutíma kennaranna í einsetnum skóla. Finnst ykkur þá að kennararnir eigi að vera með það lág laun að þeir þurfi að stunda aðra vinnu til að ná sömu kjörum og aðrir með sambærilega menntun? Teljið þið að það komi börnum ykkar til góða að kennarinn komi þreyttur til vinnu eða metið þið gildi þess að kennarinn komi ferskur til kennslu barna sem eru enn að læra á lífið, reyna mörg á þolrifin og þurfa því meiri stuðning, festu og skilning sem hegðun þeirra er erfiðari? Teljið þið að tregða samfélagsins að meta gildi ferskra og vel menntaðra kennara, styrki þá í störfum sínum? Sú var tíð að kennarar voru með sömu laun og þingfarakaup og öllum fannst sjálfsagt og eðlilegt að kennarar væru vel launaðir. Er kominn tími til að jafna þessi kjör á ný? Höfundur er leikskólastjóri á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Í markaðssamfélagi nútímans borgum við fólki það sem það setur upp fyrir vinnu sína. Við borgum iðnaðarmanninum ekki bara 75% af því sem hann setur upp fyrir vinnu sína og lögsækjum hann svo ef hann neitar að vinna fyrir okkur. Það sér hver maður að það gengur ekki upp, en hvers vegna ætlumst við til að kennarar sinni starfi sínu þó þeir séu sviknir um þau laun sem þeir hafa samið um, í skjóli þess að ekki var búið að útfæra launaliðinn í samningum sem gerður var fyrir 8 árum. Þá var samið um að jafna lífeyrisréttindi og laun miðað við almenna markaðinn. Þá seldu kennarar sérkjör sín í lífeyrisréttindum fyrir hærri laun sem gilda á opinberum markaði. Framkvæmd samningsins var að breyta lífeyrisréttindunum til jafns við almanna markaðinn en ekki laununum. Launagreiðandinn ákveður því einhliða að greiða kennurum 75% (áætluð tala af mér) af umsömdum launum sínum og kemst upp með það hingað til. Vissulega var krafa kennara ekki um að þessi leiðrétting ætti sér stað í einum áfanga 2016, en níu ár eru liðin síðan og ekkert bólar á efndum. Eðlilega eru kennarar ósáttir við að þurfa að vinna á skertum launum, enda myndu ekki margir ganga að þeim afarkostum. Ofan á það hefur hópur foreldra nú stefnt KÍ fyrir að kenna ekki börnum þeirra á skertum launum. Þau krefjast þess að kennarar barna þeirra kenni börnum þeirra þó þeir fái ekki greitt nema hluta af umsömdum launum sínum. Af einhverjum undarlegum ástæðum berst þessi kæra ekki til yfirvalda sem bera ábyrgð á rekstri leikskóla og hafa ekki staðið við kjarasamning frá 2016. Auk þess er vandséð að hægt sé að kæra fyrir þjónustufall á þjónustu sem ekki er lögboðin. Ekki er að sjá að þeir foreldrar sem kæra kennara barna sinna fyrir að vinna ekki á afsláttarkjörum, beri mikla virðingu fyrir þeim. Ætla má að þau sætti sig við að hver sem er passi þau svo þau komist í vinnu. Vissulega er það mismunun að ekki skuli allir skólar fara í verkfall í einu, en í leikskólanum er dagleg mismunun allt árið um kring, á þann veg að sum börn hafa menntaða kennara til að taka með þeim fyrstu skrefin á menntabrautinni á meðan önnur njóta þess ekki. Þó KÍ hefði farið í allsherjarverkfall, hefðu skólar sem mannaðir eru án kennara verið opnir. Myndu foreldrar kæra KÍ fyrir það? Væru foreldrar þeirra barna sem væru opnir þá heppnir? Ég vona að virðing foreldra fyrir kennurum barna sinna sé meiri en svo að svarið sé já. Varðandi laun kennara í grunn- og framhaldsskólum þykir mörgum að eðlilegt sé að þeir séu ekki á jafn háum launum og sérfræðingar á almennum vinnumarkaði vegna þess að þeir vinni styttri vinnutíma en aðrir og séu í lengri fríum en aðrir. Ég ætla ekki að fara út í þá umræðu sem er algert kviksyndi heldur spyrja ykkur sem eruð þeirrar skoðunar eftirfarandi spurninga. Viljið þið lengja kennslu barna ykkar? Finnst ykkur eðlilegt að vinnudagur barna sé jafn langur og vinnudagur fullorðinna? Hvernig sáið þið fyrir ykkur að hægt sér að koma í veg fyrir námsþreytu strax á barnsaldri ef skóladagur er svo langur að lítið sem ekkert svigrúm er fyrir frjálsan leik barnanna ykkar? Hyggist þið þá draga börnin ykkar út úr tómstundastarfi svo eitthvað rými sé fyrir frjálsan leik, eða metið þið ekki gildi þess að börnin ykkar hafi tíma til að skapa sér sinn eigin leik þar sem reynir á frumkvæði, sköpun og samvinnu? Tími til að vera frjáls einstaklingur án stýringar fullorðinna. Viljið þið stytta frjálsan leik barna ykkar? Ef þið viljið ekki auka álag barnanna ykkar og taka frá þeim frelsið þá hefur lítið upp á sig að lengja vinnutíma kennaranna í einsetnum skóla. Finnst ykkur þá að kennararnir eigi að vera með það lág laun að þeir þurfi að stunda aðra vinnu til að ná sömu kjörum og aðrir með sambærilega menntun? Teljið þið að það komi börnum ykkar til góða að kennarinn komi þreyttur til vinnu eða metið þið gildi þess að kennarinn komi ferskur til kennslu barna sem eru enn að læra á lífið, reyna mörg á þolrifin og þurfa því meiri stuðning, festu og skilning sem hegðun þeirra er erfiðari? Teljið þið að tregða samfélagsins að meta gildi ferskra og vel menntaðra kennara, styrki þá í störfum sínum? Sú var tíð að kennarar voru með sömu laun og þingfarakaup og öllum fannst sjálfsagt og eðlilegt að kennarar væru vel launaðir. Er kominn tími til að jafna þessi kjör á ný? Höfundur er leikskólastjóri á eftirlaunum.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun