Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir, Laura Sólveig Lefort Scheefer og Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifa 5. febrúar 2025 15:00 Kæru nýkjörnu þingmenn - gleðilega þingsetningu og til hamingju með kjörið! Ungir umhverfissinnar óska ykkur velferðar í vegferðinni, sem fyrir mörg ykkar er ný og ókönnuð. Við höfum trú á ykkur í þetta óeigingjarna starf - með þökkum fyrir metnaðinn og drifkraftinn, sem við erum viss um að þið viljið nýta til góðs. Í anda hækkandi sólar er okkur ljúft og skylt að minna á Sólina! Einkunnir voru jafn fjölbreyttar og fylgið, en við viljum einbeita okkur að því sem vel er gert og höfum því tekið saman lista yfir þau málefni úr kvarðanum sem samstaða er um, þ.e.a.s. málefni sem nú þegar er meirihluti fyrir á þingi, kjósi þingmenn samkvæmt stefnu síns flokks. Útkoman eru 16 málefni sem við gerum ráð fyrir að verði afgreidd hratt og vel. Samantektin er í viðhengi og hafið þið áhuga á samtali við innleiðingu vilja Ungir umhverfissinnar glaðir bjóða fram krafta sína í formi funda við þingflokka. Það gladdi okkur að sjá mál af Sólarkvarðanum á nýútkominni þingmálaskrá, og hlökkum við til að sjá enn fleiri á skránni fyrir haustið. Á þessum skringilegu tímum hefur nefnilega aldrei verið mikilvægara að standa vörð um framtíðina og afkomenda okkar, saman - í krafti fjöldans getum við beitt okkur fyrir betri og öruggri tilveru á litlu eyjunni okkar, Íslandi. Þá hlökkum við sérstaklega til að sjá í verki þá samstöðu sem skein svo skært í aðdraganda kosninga um verndun Seyðisfjarðar og að leyfisveitingar í sjókvíaeldi yrðu stöðvaðar uns lagaumgjörð væri komin í ákjósanlegt horf. Til frekari hugmyndaauðgi og innblásturs mælum við með að glugga í Sólarbókverkið, sem allir flokkar hafa nú fengið af gjöf, en fulltrúar ykkar veittu því móttökur í Iðnó 2. nóvember síðastliðinn. Eintak er einnig að finna á bókasafni Alþingis. Með hlýjum kveðjum, og tilhlökkun til áframhaldandi samstarfs, Höfundar eiga sæti í stjórn Ungra Umhverfissinna 2024-2025. Fulltrúar þeirra sex flokka sem í gær tóku sæti á Alþingi, veita eintaki þingflokka af Sólinni, arkífi og verkfærakistu viðtökur. Snorri Hallgrímsson forseti UU afhenti eintökin á COP RVK í Iðnó 2. nóvember 2024 - að loknu pallborðinu "Sólin og svo kom Tunglið" um það hvernig hefur gengið og hvernig þau hyggist beita sér nái þau kjöri.Ungir umhverfissinnar/Patrik Ontkovic Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Kæru nýkjörnu þingmenn - gleðilega þingsetningu og til hamingju með kjörið! Ungir umhverfissinnar óska ykkur velferðar í vegferðinni, sem fyrir mörg ykkar er ný og ókönnuð. Við höfum trú á ykkur í þetta óeigingjarna starf - með þökkum fyrir metnaðinn og drifkraftinn, sem við erum viss um að þið viljið nýta til góðs. Í anda hækkandi sólar er okkur ljúft og skylt að minna á Sólina! Einkunnir voru jafn fjölbreyttar og fylgið, en við viljum einbeita okkur að því sem vel er gert og höfum því tekið saman lista yfir þau málefni úr kvarðanum sem samstaða er um, þ.e.a.s. málefni sem nú þegar er meirihluti fyrir á þingi, kjósi þingmenn samkvæmt stefnu síns flokks. Útkoman eru 16 málefni sem við gerum ráð fyrir að verði afgreidd hratt og vel. Samantektin er í viðhengi og hafið þið áhuga á samtali við innleiðingu vilja Ungir umhverfissinnar glaðir bjóða fram krafta sína í formi funda við þingflokka. Það gladdi okkur að sjá mál af Sólarkvarðanum á nýútkominni þingmálaskrá, og hlökkum við til að sjá enn fleiri á skránni fyrir haustið. Á þessum skringilegu tímum hefur nefnilega aldrei verið mikilvægara að standa vörð um framtíðina og afkomenda okkar, saman - í krafti fjöldans getum við beitt okkur fyrir betri og öruggri tilveru á litlu eyjunni okkar, Íslandi. Þá hlökkum við sérstaklega til að sjá í verki þá samstöðu sem skein svo skært í aðdraganda kosninga um verndun Seyðisfjarðar og að leyfisveitingar í sjókvíaeldi yrðu stöðvaðar uns lagaumgjörð væri komin í ákjósanlegt horf. Til frekari hugmyndaauðgi og innblásturs mælum við með að glugga í Sólarbókverkið, sem allir flokkar hafa nú fengið af gjöf, en fulltrúar ykkar veittu því móttökur í Iðnó 2. nóvember síðastliðinn. Eintak er einnig að finna á bókasafni Alþingis. Með hlýjum kveðjum, og tilhlökkun til áframhaldandi samstarfs, Höfundar eiga sæti í stjórn Ungra Umhverfissinna 2024-2025. Fulltrúar þeirra sex flokka sem í gær tóku sæti á Alþingi, veita eintaki þingflokka af Sólinni, arkífi og verkfærakistu viðtökur. Snorri Hallgrímsson forseti UU afhenti eintökin á COP RVK í Iðnó 2. nóvember 2024 - að loknu pallborðinu "Sólin og svo kom Tunglið" um það hvernig hefur gengið og hvernig þau hyggist beita sér nái þau kjöri.Ungir umhverfissinnar/Patrik Ontkovic
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar