Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2025 11:39 Þórdís Kolbrún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins en gefur ekki kost á sér til formanns í komandi kosningum. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið skipuð sérstakur sendifulltrúi um stöðu barna í Úkraínu. Um er að ræða ólaunað starf sem hún mun sinna meðfram þingmennsku. Frá þessu er greint frá heimasíðu Evrópuráðsins. Þar segir að hún beini sjónum sínum að þeim áskorunum sem úkraínsk börn standi frammi fyrir og hvernig Evrópuráðið geti stutt við þau, tryggt alþjóðlegt samstarf í þeim efnum og skráningu á tjóni af völdum innrásar Rússlands. Þórdís Kolbrún segir í samtali við Vísi að um sé að ræða ólaunað starf sem hún líti á sem mikla persónulega viðurkenningu fyrir sig eftir störf sín sem utanríkisráðherra. „Undanfarin ár höfðu gríðarlega mikil áhrif á mig. Bæði hvernig maður horfir á heiminn í kringum sig og tímann sem maður hefur. Það að geta orðið að gagni með þessum hætti er mjört stórt atriði fyrir mig persónulega,“ segir Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún virðir fyrir sér skemmdir á heimilum fólks í Úkraínu. Málstaðurinn kjarni mjög vel þau gildi sem hún hafi lagt áherslu á í starfi sínu sem utanríksiráðherra með stuðningi ríkisstjórnar, þingsins og samfélagsins. Starfið kalli bæði á ferðalög til Úkraínu og á ráðstefnur til ákvarðanatöku meðal annars í Evrópuráðinu. Þetta verði viðbótarvinna en sérlega mikilvæg vinna. Þórdís Kolbrún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins en ákvað nokkuð óvænt að gefa ekki kost á sér til formanns á landsfundi síðar í mánuðnum. Hún segir boðið um starfið ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína enda hafi það ekki borist fyrr en eftir að hún tilkynnti að hún ætlaði ekki fram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ásamt forsætisráðherra Lettlands, Krišjānis Kariņš.Gatis Rozenfelds Alain Berset, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, segir stöðu barna í Úkraínu forgangsverkefni ráðsins og hjá honum persónulega. „Frá því að innrás Rússlands í Úkraínu hófst fyrir tæpum þremur árum hafa milljónir barna neyðst til að flýja Úkraínu. Þúsundum var vísað úr landi með ólögmætum hætti til Rússlands eða til svæða undir tímabundinni stjórn Rússa eða á hernumdum svæðum.“ Hann segir skipun sérstaks sendifulltrúa mjög mikilvæga vegna mikilvægis að vernda börnin eins og hægt sé. Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Þórdísar Kolbrúnar. Utanríkismál Úkraína Rússland Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Frá þessu er greint frá heimasíðu Evrópuráðsins. Þar segir að hún beini sjónum sínum að þeim áskorunum sem úkraínsk börn standi frammi fyrir og hvernig Evrópuráðið geti stutt við þau, tryggt alþjóðlegt samstarf í þeim efnum og skráningu á tjóni af völdum innrásar Rússlands. Þórdís Kolbrún segir í samtali við Vísi að um sé að ræða ólaunað starf sem hún líti á sem mikla persónulega viðurkenningu fyrir sig eftir störf sín sem utanríkisráðherra. „Undanfarin ár höfðu gríðarlega mikil áhrif á mig. Bæði hvernig maður horfir á heiminn í kringum sig og tímann sem maður hefur. Það að geta orðið að gagni með þessum hætti er mjört stórt atriði fyrir mig persónulega,“ segir Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún virðir fyrir sér skemmdir á heimilum fólks í Úkraínu. Málstaðurinn kjarni mjög vel þau gildi sem hún hafi lagt áherslu á í starfi sínu sem utanríksiráðherra með stuðningi ríkisstjórnar, þingsins og samfélagsins. Starfið kalli bæði á ferðalög til Úkraínu og á ráðstefnur til ákvarðanatöku meðal annars í Evrópuráðinu. Þetta verði viðbótarvinna en sérlega mikilvæg vinna. Þórdís Kolbrún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins en ákvað nokkuð óvænt að gefa ekki kost á sér til formanns á landsfundi síðar í mánuðnum. Hún segir boðið um starfið ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína enda hafi það ekki borist fyrr en eftir að hún tilkynnti að hún ætlaði ekki fram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ásamt forsætisráðherra Lettlands, Krišjānis Kariņš.Gatis Rozenfelds Alain Berset, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, segir stöðu barna í Úkraínu forgangsverkefni ráðsins og hjá honum persónulega. „Frá því að innrás Rússlands í Úkraínu hófst fyrir tæpum þremur árum hafa milljónir barna neyðst til að flýja Úkraínu. Þúsundum var vísað úr landi með ólögmætum hætti til Rússlands eða til svæða undir tímabundinni stjórn Rússa eða á hernumdum svæðum.“ Hann segir skipun sérstaks sendifulltrúa mjög mikilvæga vegna mikilvægis að vernda börnin eins og hægt sé. Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Þórdísar Kolbrúnar.
Utanríkismál Úkraína Rússland Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira