Allir komnir í loftsteikingarofnana Jakob Bjarnar skrifar 4. febrúar 2025 14:44 Matargyðjan Nanna Rögnvaldardóttir hitti naglann á höfuðið þegar hún tók sig til og þýddi matreiðslubókina Létt og loftsteikt í Air Fryer eftir Nathan Anthony. vísir/vilhelm Fyrsti bóksölulisti Félags íslenskra útgefenda er kominn út og nú er annað uppi á teningunum en skömmu fyrir jólin. Nú er fólk greinilega að læra á Air Fryer-græjuna sína. „Já. Á toppnum matreiðslubókin Létt og loftsteikt í Air Fryer eftir Nathan Anthony í þýðingu matargyðjunnar Nönnu Rögnvaldardóttur. Hún trónir á toppnum,“ segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fibut. Samkvæmt þessum lista hefur þjóðin sannarlega tekið loftsteikingarofnana upp á arma sína og virðast lítil takmörk á því hvað hægt er að galdra fram úr þessum græjum. „Þetta er fyrsta matreiðslubókin sérstaklega fyrir þessa eldunaraðferð sem kemur út á íslensku og miðað við vinsældir þessarar eldunaraðferðar eiga þær örugglega eftir að verða fleiri,“ segir Bryndís. Bóksölulistinn er afar hnýsilegur á að líta. Almanak Háskóla Íslands situr í öðru sæti líkt og oft áður á þessum árstíma og splunkuný kiljuútgáfa einnar söluhæstu skáldsögu síðasta árs, Í skugga trjánna, eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, situr í þriðja sæti. Bóksalar völdu hana einmitt skáldsögu ársins í fyrra og er nýjasta skáldsaga Guðrúnar örugglega sú sem hefur notið mestrar hylli bókakaupenda. Óhætt er að segja að hún hafi slegið í gegn á síðasta ári. Þá er athyglisvert að sjá bók Páls Valssonar, Vigdís - Kona verður forseti, bók sem kom út fyrir býsna löngu (2009) og má örugglega rekja áhuga lesenda til rómaðra þátta um Vigdísi sem voru á dagskrá RÚV fyrir skömmu. Benjamín Dúfa Friðriks Erlingssonar virðist svo vera á leslista einhvers menntaskólans að þessu sinni. Uppfært 5/2 klukkan 10:55 Athugist. Ranglega er haft eftir Bryndís að Létt og loftsteikt í Air Fryer sé fyrsta bókin sem fjallar um eldamennsku í loftsteikningarofni. Tómas Hansson setti sig í samband við Vísi og vildi vekja athygli á því að kona hans, Erla Steinunn Árnadóttir, hafi skrifað og gefið út bók sem heitir Eldað í Air Fryer. „Mér finnst mjög hallað á hana í þessum fréttaflutningi,“ segir Tómas. Sú bók hefur nú þegar selst í þúsund eintökum en hún kom út fyrir um tveimur árum. Og er þá þeirri ábendingu til haga haldið. Bóksölulistinn - 20 söluhæstu bækurnar í janúar: 1. Létt og loftsteikt í Air Fryer - Nathan Anthony, þýð. Nanna Rögnvaldardóttir 2. Almanak Háskóla Íslands 2025 - Gunnlaugur Björnsson og Páll Jakobsson 3. Í skugga trjánna - kilja - Guðrún Eva Mínervudóttir 4. Leynigesturinn - Nita Prose, þýð. Magnea J. Matthíasdóttir 5. Börn í Reykjavík - Guðjón Friðriksson 6. Kóngurinn af Ósi: Kóngsríkið 2 - Jo Nesbø, þýð. Bjarni Gunnarsson 7. Ótrúlega skynugar skepnur - Shelby van Pelt, þýð. Nanna Brynhildur Þórsdóttir 8. Ferðalok - kilja - Arnaldur Indriðason 9. Úr myrkrinu - kilja - Ragnheiður Gestsdóttir 10. Gestir - Hildur Knútsdóttir 11. Stjáni og stríðnispúkarnir 12 - Gistipúkar - Zanna Davidson, þýð. Jónína Ólafsdóttir 12. Tjörnin - Rán Flygenring 13. Litlir lærdómshestar-Stafir - Elisabeth Golding, þýð. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson 14. Horfin athygli - Johann Hari, þýð. Hugrún H. Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson 15. Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal 16. Iceguys - Heiða Þorbergsdóttir 17. Sjálfsræktardagbókin 2025 - Inga, Helga og Margrét 18. Benjamín dúfa - Friðrik Erlingsson 19. Bluey - 5 mínútna sögur - Joe Brumm,þýð. Andri Karel Ásgeirsson 20. Vigdís - Kona verður forseti - Páll Valsson Bókaútgáfa Neytendur Tengdar fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Ferðalok Arnaldar Indriðasonar var mest selda bók síðasta árs samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Sé litið til síðustu tíu ára, þá hefur Arnaldur sjö sinnum átt söluhæstu bók ársins. Þetta segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. 8. janúar 2025 10:03 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
„Já. Á toppnum matreiðslubókin Létt og loftsteikt í Air Fryer eftir Nathan Anthony í þýðingu matargyðjunnar Nönnu Rögnvaldardóttur. Hún trónir á toppnum,“ segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fibut. Samkvæmt þessum lista hefur þjóðin sannarlega tekið loftsteikingarofnana upp á arma sína og virðast lítil takmörk á því hvað hægt er að galdra fram úr þessum græjum. „Þetta er fyrsta matreiðslubókin sérstaklega fyrir þessa eldunaraðferð sem kemur út á íslensku og miðað við vinsældir þessarar eldunaraðferðar eiga þær örugglega eftir að verða fleiri,“ segir Bryndís. Bóksölulistinn er afar hnýsilegur á að líta. Almanak Háskóla Íslands situr í öðru sæti líkt og oft áður á þessum árstíma og splunkuný kiljuútgáfa einnar söluhæstu skáldsögu síðasta árs, Í skugga trjánna, eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, situr í þriðja sæti. Bóksalar völdu hana einmitt skáldsögu ársins í fyrra og er nýjasta skáldsaga Guðrúnar örugglega sú sem hefur notið mestrar hylli bókakaupenda. Óhætt er að segja að hún hafi slegið í gegn á síðasta ári. Þá er athyglisvert að sjá bók Páls Valssonar, Vigdís - Kona verður forseti, bók sem kom út fyrir býsna löngu (2009) og má örugglega rekja áhuga lesenda til rómaðra þátta um Vigdísi sem voru á dagskrá RÚV fyrir skömmu. Benjamín Dúfa Friðriks Erlingssonar virðist svo vera á leslista einhvers menntaskólans að þessu sinni. Uppfært 5/2 klukkan 10:55 Athugist. Ranglega er haft eftir Bryndís að Létt og loftsteikt í Air Fryer sé fyrsta bókin sem fjallar um eldamennsku í loftsteikningarofni. Tómas Hansson setti sig í samband við Vísi og vildi vekja athygli á því að kona hans, Erla Steinunn Árnadóttir, hafi skrifað og gefið út bók sem heitir Eldað í Air Fryer. „Mér finnst mjög hallað á hana í þessum fréttaflutningi,“ segir Tómas. Sú bók hefur nú þegar selst í þúsund eintökum en hún kom út fyrir um tveimur árum. Og er þá þeirri ábendingu til haga haldið. Bóksölulistinn - 20 söluhæstu bækurnar í janúar: 1. Létt og loftsteikt í Air Fryer - Nathan Anthony, þýð. Nanna Rögnvaldardóttir 2. Almanak Háskóla Íslands 2025 - Gunnlaugur Björnsson og Páll Jakobsson 3. Í skugga trjánna - kilja - Guðrún Eva Mínervudóttir 4. Leynigesturinn - Nita Prose, þýð. Magnea J. Matthíasdóttir 5. Börn í Reykjavík - Guðjón Friðriksson 6. Kóngurinn af Ósi: Kóngsríkið 2 - Jo Nesbø, þýð. Bjarni Gunnarsson 7. Ótrúlega skynugar skepnur - Shelby van Pelt, þýð. Nanna Brynhildur Þórsdóttir 8. Ferðalok - kilja - Arnaldur Indriðason 9. Úr myrkrinu - kilja - Ragnheiður Gestsdóttir 10. Gestir - Hildur Knútsdóttir 11. Stjáni og stríðnispúkarnir 12 - Gistipúkar - Zanna Davidson, þýð. Jónína Ólafsdóttir 12. Tjörnin - Rán Flygenring 13. Litlir lærdómshestar-Stafir - Elisabeth Golding, þýð. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson 14. Horfin athygli - Johann Hari, þýð. Hugrún H. Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson 15. Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal 16. Iceguys - Heiða Þorbergsdóttir 17. Sjálfsræktardagbókin 2025 - Inga, Helga og Margrét 18. Benjamín dúfa - Friðrik Erlingsson 19. Bluey - 5 mínútna sögur - Joe Brumm,þýð. Andri Karel Ásgeirsson 20. Vigdís - Kona verður forseti - Páll Valsson
Bókaútgáfa Neytendur Tengdar fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Ferðalok Arnaldar Indriðasonar var mest selda bók síðasta árs samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Sé litið til síðustu tíu ára, þá hefur Arnaldur sjö sinnum átt söluhæstu bók ársins. Þetta segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. 8. janúar 2025 10:03 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Ferðalok Arnaldar Indriðasonar var mest selda bók síðasta árs samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Sé litið til síðustu tíu ára, þá hefur Arnaldur sjö sinnum átt söluhæstu bók ársins. Þetta segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. 8. janúar 2025 10:03