Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2025 11:57 Konan virðist hafa haft Sjúkratryggingar Íslands að féþúfu um árabil. Vísir/Egill Kona sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands hefur verið ákærð fyrir að koma því til leiðar að stofnunin greiddi eiginmanni hennar og tveimur sonum alls 156 milljónir króna. Synirnir sæta einnig ákæru fyrir peningaþvætti en þeir millifærðu þorra fjárins inn á reikninga móður sinnar. Í ákæru í málinu segir að konan, sem er á sextugsaldri, sé ákærð fyrir fyrir skjalafals í opinberu starfi, en til vara fjársvik í opinberu starfi, á árunum 2013 til og með 2024, með því að hafa í starfi sínu sem starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands og sem verkefnastjóri stofnunarinnar frá árinu 2014, án heimildar og í blekkingarskyni, falsað í 216 tilvikum kröfur í tölvukerfi Sjúkratrygginga Íslands í Reykjavík að fjárhæð samtals 156,3 milljónir krónur, sem áttu sér ekki stoð, í nafni þriggja einstaklinga Það er eiginmanns hennar, sem nú sé látinn og sona hennar, sem séu báðir á fertugsaldri. Skráði fjölskyldumeðlimi sem fylgdarmenn Kröfurnar hafi annars vegar verið vegna erlends sjúkrakostnaðar og hins vegar með því að skrá þá sem fylgdarmenn ótengdra aðila sem nutu læknismeðferðar erlendis. Eftir að konan falsaði kröfurnar í kerfi stofnunarinnar, hafi hún blekkt aðra starfsmenn Sjúkratrygginga Íslands til að samþykkja þær en kröfurnar hafi að lokum verið greiddar út til konunnar og eiginmanns hennar. Alls hafi SÍ greitt eiginmanni hennar 27 milljónir króna og 16 milljónir króna hafi endað inni á reikningi konunnar. Synirnir tóku við 49 og 80 milljónum Þá segir að konan hafi komið því til leiðar að SÍ greiddi eldri syni konunnar alls 49 milljónir króna í 70 millifærslum. Í kjölfarið hafi sonurinn millifært 44 milljónir króna inn á reikning móður sinnar. Loks hafi SÍ greitt yngri syni hennar 80,2 milljónir króna í 85 millifærslum. Hann hafi svo ráðstafað 72,5 milljónum króna til móður sinnar. Synirnir ákærðir fyrir peningaþvætti Í málinu eru synir konunnar tveir einnig ákærðir fyrir peningaþvætti. Í ákærunni segir að eldri sonurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa á tímabilinu 17. desember 2013 til og með 5. desember 2023 móttekið í 70 tilvikum samtals 48.862.751 krónur á bankareikning sinn frá Sjúkratryggingum Íslands, sem hafi verið ávinningur af refsiverðum brotum. Hann hafi vitað eða ekki geta dulist að um ávinning af refsiverðum brotum móður hans hafi verið að ræða. Þá segir að yngri sonurinn hafi verið ákærður fyrir sömu háttsemi á tímabilinu 11. ágúst 2014 til og með 29. febrúar 2024, með því að hafa móttekið í 85 tilvikum samtals 80.285.929 krónur. Sjúkratryggingar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Í ákæru í málinu segir að konan, sem er á sextugsaldri, sé ákærð fyrir fyrir skjalafals í opinberu starfi, en til vara fjársvik í opinberu starfi, á árunum 2013 til og með 2024, með því að hafa í starfi sínu sem starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands og sem verkefnastjóri stofnunarinnar frá árinu 2014, án heimildar og í blekkingarskyni, falsað í 216 tilvikum kröfur í tölvukerfi Sjúkratrygginga Íslands í Reykjavík að fjárhæð samtals 156,3 milljónir krónur, sem áttu sér ekki stoð, í nafni þriggja einstaklinga Það er eiginmanns hennar, sem nú sé látinn og sona hennar, sem séu báðir á fertugsaldri. Skráði fjölskyldumeðlimi sem fylgdarmenn Kröfurnar hafi annars vegar verið vegna erlends sjúkrakostnaðar og hins vegar með því að skrá þá sem fylgdarmenn ótengdra aðila sem nutu læknismeðferðar erlendis. Eftir að konan falsaði kröfurnar í kerfi stofnunarinnar, hafi hún blekkt aðra starfsmenn Sjúkratrygginga Íslands til að samþykkja þær en kröfurnar hafi að lokum verið greiddar út til konunnar og eiginmanns hennar. Alls hafi SÍ greitt eiginmanni hennar 27 milljónir króna og 16 milljónir króna hafi endað inni á reikningi konunnar. Synirnir tóku við 49 og 80 milljónum Þá segir að konan hafi komið því til leiðar að SÍ greiddi eldri syni konunnar alls 49 milljónir króna í 70 millifærslum. Í kjölfarið hafi sonurinn millifært 44 milljónir króna inn á reikning móður sinnar. Loks hafi SÍ greitt yngri syni hennar 80,2 milljónir króna í 85 millifærslum. Hann hafi svo ráðstafað 72,5 milljónum króna til móður sinnar. Synirnir ákærðir fyrir peningaþvætti Í málinu eru synir konunnar tveir einnig ákærðir fyrir peningaþvætti. Í ákærunni segir að eldri sonurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa á tímabilinu 17. desember 2013 til og með 5. desember 2023 móttekið í 70 tilvikum samtals 48.862.751 krónur á bankareikning sinn frá Sjúkratryggingum Íslands, sem hafi verið ávinningur af refsiverðum brotum. Hann hafi vitað eða ekki geta dulist að um ávinning af refsiverðum brotum móður hans hafi verið að ræða. Þá segir að yngri sonurinn hafi verið ákærður fyrir sömu háttsemi á tímabilinu 11. ágúst 2014 til og með 29. febrúar 2024, með því að hafa móttekið í 85 tilvikum samtals 80.285.929 krónur.
Sjúkratryggingar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira