Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar 3. febrúar 2025 10:32 Á vafri mínu um heima fésbókarinnar í liðinni viku varð á vegi mínum atvinnuauglýsing sem vakti undrun mína. Þessi dægrin eru reyndar margir kennarar að glugga í atvinnuauglýsingar og kanna jarðveginn, sem kemur raunar ekki til af góðu. Enda komst ég að því að margir kollegar mínir höfðu rekist á þessa sömu auglýsingu frá Hafnarfjarðarbæ. Það vantar nefnilega starfsfólk til afleysinga í grunnskólum þar. Sú staðreynd að það vanti starfsfólk kemur okkur kennurum ekki á óvart enda fækkar fagmenntuðum kennurum í grunnskólum landsins jafnt og þétt með hverju árinu sem líður og ekki tekst að manna kennarastöður. Raunar erum við ansi langt frá því að ná að manna skólana með fagmenntuðu fólki. Stöður eru auglýstar og það sækir enginn um þær. Enginn. Tökum dæmi. Sérkennari í skóla einum hættir störfum. Skólastjóri auglýsir stöðuna og fær engar umsóknir. Hann auglýsir því aftur og lengir umsóknarfrestinn en enginn sækir um. Skólinn er því án sérkennara þar til tekst að ráða einstakling til starfsins. Á meðan enginn sérkennari er starfandi verður hópur nemenda án sérkennslu og stuðnings sérkennara sem hann sannarlega þarf á að halda til að ná árangri í námi. Í þessum hópi gætu til dæmis verið börn með einhverfu, þroskaskerðingar, lestrarvanda eða börn með íslensku sem annað tungumál. Þessi mönnunarvandi er ekki bundinn við grunnskólastigið heldur er hann líka til staðar á leik- og framhaldsskólastiginu. Ég leyfi mér því að gera ráð fyrir að fleiri sveitarfélög séu með auglýsingar í birtingu þar sem óskað er eftir starfsfólki í skólana, vandinn fyrirfinnst víðar en í Hafnarfirði. Það sem vakti undrun mína og olli mér miklum vonbrigðum þegar ég las auglýsinguna var orðalagið og uppgjöfin. Já, ég segi uppgjöfin því í auglýsingunni kemur fram að: ,,Afleysingastörfum er m.a. ætlað að mæta forföllum kennara, ekki er gerð krafa um kennaramenntun í afleysingastörf, en starfsfólk þarf að hafa náð 20 ára aldri og vera með hreint sakavottorð.” Hvert er skólakerfið okkar komið þegar engar kröfur eru gerðar til að leysa kennara af aðrar en að viðkomandi sé tvítugur og með hreint sakavottorð? Einhverjum kann að finnast að hér sé úlfaldi gerður úr mýflugu en svo er ekki. Tvítugt fólk sem lokið hefur stúdentsprófi er upp til hópa frábært og duglegt fólk en það hefur ekki réttindi til að stíga inn í störf kennara. Ekkert frekar en það hefur réttindi til að taka að sér störf lækna eða lögfræðinga. Fólk sem ráðið er til kennslu og hefur ekki tilskilin réttindi er ráðið inn á lagalegri undanþágu til eins árs í senn. Ráðningar á undanþágum hafa aldrei verið fleiri og þeim fjölgar með hverju árinu sem líður. Á þann hátt hnignar fagmennsku og stöðugleika í skólakerfinu. Af hverju gerum við ekki meiri kröfur um fagmennsku í menntun barnanna okkar? Af hverju gerum við kröfur um frábæran árangur í PISA könnunum ef okkur er bara alveg skítsama um það hvort fólkið sem kenni börnunum okkar hafi menntun og réttindi til þess? Kjarabarátta kennara snýst einmitt um þetta. Það þarf fagmenntaða kennara í allar stöður og til þess að það takist þarf starfið að vera aðlaðandi. Til þess að starfið verði aðlaðandi þurfa launin að vera sambærileg launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun. Punktur. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Á vafri mínu um heima fésbókarinnar í liðinni viku varð á vegi mínum atvinnuauglýsing sem vakti undrun mína. Þessi dægrin eru reyndar margir kennarar að glugga í atvinnuauglýsingar og kanna jarðveginn, sem kemur raunar ekki til af góðu. Enda komst ég að því að margir kollegar mínir höfðu rekist á þessa sömu auglýsingu frá Hafnarfjarðarbæ. Það vantar nefnilega starfsfólk til afleysinga í grunnskólum þar. Sú staðreynd að það vanti starfsfólk kemur okkur kennurum ekki á óvart enda fækkar fagmenntuðum kennurum í grunnskólum landsins jafnt og þétt með hverju árinu sem líður og ekki tekst að manna kennarastöður. Raunar erum við ansi langt frá því að ná að manna skólana með fagmenntuðu fólki. Stöður eru auglýstar og það sækir enginn um þær. Enginn. Tökum dæmi. Sérkennari í skóla einum hættir störfum. Skólastjóri auglýsir stöðuna og fær engar umsóknir. Hann auglýsir því aftur og lengir umsóknarfrestinn en enginn sækir um. Skólinn er því án sérkennara þar til tekst að ráða einstakling til starfsins. Á meðan enginn sérkennari er starfandi verður hópur nemenda án sérkennslu og stuðnings sérkennara sem hann sannarlega þarf á að halda til að ná árangri í námi. Í þessum hópi gætu til dæmis verið börn með einhverfu, þroskaskerðingar, lestrarvanda eða börn með íslensku sem annað tungumál. Þessi mönnunarvandi er ekki bundinn við grunnskólastigið heldur er hann líka til staðar á leik- og framhaldsskólastiginu. Ég leyfi mér því að gera ráð fyrir að fleiri sveitarfélög séu með auglýsingar í birtingu þar sem óskað er eftir starfsfólki í skólana, vandinn fyrirfinnst víðar en í Hafnarfirði. Það sem vakti undrun mína og olli mér miklum vonbrigðum þegar ég las auglýsinguna var orðalagið og uppgjöfin. Já, ég segi uppgjöfin því í auglýsingunni kemur fram að: ,,Afleysingastörfum er m.a. ætlað að mæta forföllum kennara, ekki er gerð krafa um kennaramenntun í afleysingastörf, en starfsfólk þarf að hafa náð 20 ára aldri og vera með hreint sakavottorð.” Hvert er skólakerfið okkar komið þegar engar kröfur eru gerðar til að leysa kennara af aðrar en að viðkomandi sé tvítugur og með hreint sakavottorð? Einhverjum kann að finnast að hér sé úlfaldi gerður úr mýflugu en svo er ekki. Tvítugt fólk sem lokið hefur stúdentsprófi er upp til hópa frábært og duglegt fólk en það hefur ekki réttindi til að stíga inn í störf kennara. Ekkert frekar en það hefur réttindi til að taka að sér störf lækna eða lögfræðinga. Fólk sem ráðið er til kennslu og hefur ekki tilskilin réttindi er ráðið inn á lagalegri undanþágu til eins árs í senn. Ráðningar á undanþágum hafa aldrei verið fleiri og þeim fjölgar með hverju árinu sem líður. Á þann hátt hnignar fagmennsku og stöðugleika í skólakerfinu. Af hverju gerum við ekki meiri kröfur um fagmennsku í menntun barnanna okkar? Af hverju gerum við kröfur um frábæran árangur í PISA könnunum ef okkur er bara alveg skítsama um það hvort fólkið sem kenni börnunum okkar hafi menntun og réttindi til þess? Kjarabarátta kennara snýst einmitt um þetta. Það þarf fagmenntaða kennara í allar stöður og til þess að það takist þarf starfið að vera aðlaðandi. Til þess að starfið verði aðlaðandi þurfa launin að vera sambærileg launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun. Punktur. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun