Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar 2. febrúar 2025 07:01 Bati innan fangelsiskerfisins Þegar undirritaður horfir í baksýnisspegilinn með smá beisku en þó með þakklæti í brjósti og huga. Sé ég hvar gleði og þjáning ferðast á lífshjóli batans, þar sem þær vagga fram og aftur á akri lífsins. Þrátt fyrir að Ísland sé eina Norðurlandaþjóðin sem enn fylgir refsistefnu í fangelsismálum, má finna betrun í grasrótarstarfi Bata Akademíunnar, þar sem félagasamtökin vinna að endurhæfingu og betrun í samstarfi við fanga og fyrrum fanga. Lífið er síbreytilegt, og hvert andartak speglast í eilífð augnabliksins. Þegar ég hugsa til baka þá hefst saga Bata Akademíunnar og það grasrótarstarf sem hefur umbreytt virkni og hópefli í Íslenskum fangelsum árið 2004, þegar Tolli og Mundi byrjuðu að koma með fundi á Litla-Hraun, sem hefur verið nær óslitin hefð í rúm 20 ár. Þar sem undirritaður kynntist þessu óeigingjarna starfi þeirra og hefur verið hluti af því starfi síðan, en þó með hléum. AA starf og uppbygging innan fangelsa Eins og með allt, þá byrjar allt á einhverju og við getum kallað það grasrótina sem var að mestu leyti byggð á AA fundum. Þessar litlu tengingar sem uxu í þjáningu eymdarinnar urðu til tengingar þar sem menn upplifðu von og traust. Þar sem upphafsmenn Bata Akademíunnar byrjuðu að styðja við fanga innan fangelsisins. Með tímanum fór hugleiðsla og jóga að fléttast inn í fundina, hugleiðslunni höfðu þeir kynnst í gegnum Hugleiðslu- og friðarmiðstöðina á Grensásvegi. Með samvinnu þeirra var þýddur bæklingur um núvitund eftir Paul Gilbert og Choden, sem var sérstaklega þýddur með það í huga að kenna föngum á Litla-Hrauni og Bitru sem er Sogn í dag núvitund. Núvitund hefur reynst ómetanleg tækni til að styrkja fanga í erfiðum aðstæðum, „sagt af reynslu”. Smá saman myndaðist öflugt AA samfélag innan veggja fangelsisins sem varð sjálfbært með tímanum. Samstarfið við edrú fanga skilaði sér í fjölbreyttum viðburðum, svo sem AA ráðstefnum og kynningu á óhefðbundnum leiðum eins og hugleiðslu og jóga. Nánari samskipti og jákvæðar breytingar Meðan Margrét Frímannsdóttir var forstöðumaður fengu fangar stundum að taka þátt í hugleiðsluhelgi í Hlíðardalsskóla sem var haldin á tveggja mánaða fresti. Þessar hugleiðluhelgar voru skipulagðar af fyrrum fanga, með aðstoð grasrótarinnar sem var til staðar fyrir hann í hans aðlögun að samfélaginu. Grasrótarstarfið þroskaðist og á endanum var Bata Akademían stofnuð sem formleg félagasamtök. Samtökin halda reglulega fundi í fangelsunum á Hólmsheiði og Litla-Hrauni. Vaxtakippur hefur átt sér stað innan Bata Akademíunnar, þó Bata Akademían hafi upphaflega byrjað að vinna með karlföngum, þá hefur starfið vaxið og dafnað, og Bata Akademían hefur byggt upp öflugt starf meðal kvenfanga. Fyrrum kvenfangar hafa bæst í hópinn með rödd valkyrjunnar, og gefið rýminu nýjan lit. Í gegnum Covid-tímabilið notuðu samtökin fjarfundabúnað til að viðhalda starfinu, með fundi tvisvar í viku, þar sem öndunartækni og hugleiðsla var kennd. Mikilvægi jafningjastuðnings Kjarninn í þessu starfi er að mæta föngum sem jafningjar, með virðingu og kærleik að leiðarljósi. Bata Akademían leggur áherslu á að hjálpa föngum að finna sinn innri kraft, taka ábyrgð og byggja upp betra líf. Árangurinn er óumdeilanlegur; fjöldi einstaklinga hefur náð að breyta lífi sínu til hins betra í gegnum starf Bata Akademíunar. Samstarf við ríkið - aftur út í samfélagið Undir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur voru myndaðir starfshópar, þar sem fulltrúar annarra ráðuneyta voru fengnir til að koma með tillögur að úrbótum í fangelsismálum. Þar var Þorlákur Morthens fenginn ásamt Agnari Bragasyni sem er í dag forstöðumaður Batahúsins, en Agnar er einn af þeim sem hóf að starfa með grasrótinni meðan hann var að afplána sinn dóm. Í framhaldi var Bati Góðgerðarfélag stofnað, sem rekur þrjú búsetuúrræði fyrir fanga bæði karla og konur, sem eru að koma út í samfélagið og hefur árangur þess gefið góða raun. Eftirspurn eftir þessum úrræðum er mikil, og ljóst að nauðsynlegt er að efla og styrkja þau enn frekar. Svett á Sogni og Kvíabryggju Á síðasta ári byrjaði Bata Akademían að koma reglulega með Svett á Sogn, hefur það styrkt og kjarnað hópinn betur saman er þar dvelja, sem hefur haft jákvæð áhrif á orku og jafnvægi einstaklinganna, með sérstakri áherslu á að efla sjálfsábyrgð þeirra. Einnig hefur Bata Akademían farið með Svett á Kvíabryggju. Íslenska leiðin Engin önnur starfsemi innan Íslenskra fangelsa hefur skilað jafn góðum árangri og grasrótarstarf Bata Akademíunnar. Samfellt ferli frá fangelsi og út í samfélagið, þar sem einstaklingar eru stuttir til hæfnis og bata, það hefur skilað þeim árangri að hægt er að tala um „Íslensku leiðina“. Það fallega við þetta óeigingjarna starf er að við erum allavegana, við rennum til á svellinu og okkur er rétt hjálparhönd, í mildi kærleikans. Þetta er þverfaglegt samstarf fanga, fagaðila í áfallameðferð og fíknifræði, auk aðila frá helstu meðferðarstofnunum. Þrátt fyrir að ýmis vandamál séu enn til staðar í fangelsismálum hefur „Íslenska leiðin“ sannað sig sem fyrirmynd í endurhæfingu, betrun og betri framtíð. Það má ekki gleyma því að allt þetta starf hefði ekki verið gerlegt án Fangelsismálastofnunar, og eiga þau sem hafa tekið þátt í þessari þróun mikið þakklæti skilið. „Takk, takk fyrir okkur, takk fyrir ykkur.“ Höfundur er lífskúnster Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Bati innan fangelsiskerfisins Þegar undirritaður horfir í baksýnisspegilinn með smá beisku en þó með þakklæti í brjósti og huga. Sé ég hvar gleði og þjáning ferðast á lífshjóli batans, þar sem þær vagga fram og aftur á akri lífsins. Þrátt fyrir að Ísland sé eina Norðurlandaþjóðin sem enn fylgir refsistefnu í fangelsismálum, má finna betrun í grasrótarstarfi Bata Akademíunnar, þar sem félagasamtökin vinna að endurhæfingu og betrun í samstarfi við fanga og fyrrum fanga. Lífið er síbreytilegt, og hvert andartak speglast í eilífð augnabliksins. Þegar ég hugsa til baka þá hefst saga Bata Akademíunnar og það grasrótarstarf sem hefur umbreytt virkni og hópefli í Íslenskum fangelsum árið 2004, þegar Tolli og Mundi byrjuðu að koma með fundi á Litla-Hraun, sem hefur verið nær óslitin hefð í rúm 20 ár. Þar sem undirritaður kynntist þessu óeigingjarna starfi þeirra og hefur verið hluti af því starfi síðan, en þó með hléum. AA starf og uppbygging innan fangelsa Eins og með allt, þá byrjar allt á einhverju og við getum kallað það grasrótina sem var að mestu leyti byggð á AA fundum. Þessar litlu tengingar sem uxu í þjáningu eymdarinnar urðu til tengingar þar sem menn upplifðu von og traust. Þar sem upphafsmenn Bata Akademíunnar byrjuðu að styðja við fanga innan fangelsisins. Með tímanum fór hugleiðsla og jóga að fléttast inn í fundina, hugleiðslunni höfðu þeir kynnst í gegnum Hugleiðslu- og friðarmiðstöðina á Grensásvegi. Með samvinnu þeirra var þýddur bæklingur um núvitund eftir Paul Gilbert og Choden, sem var sérstaklega þýddur með það í huga að kenna föngum á Litla-Hrauni og Bitru sem er Sogn í dag núvitund. Núvitund hefur reynst ómetanleg tækni til að styrkja fanga í erfiðum aðstæðum, „sagt af reynslu”. Smá saman myndaðist öflugt AA samfélag innan veggja fangelsisins sem varð sjálfbært með tímanum. Samstarfið við edrú fanga skilaði sér í fjölbreyttum viðburðum, svo sem AA ráðstefnum og kynningu á óhefðbundnum leiðum eins og hugleiðslu og jóga. Nánari samskipti og jákvæðar breytingar Meðan Margrét Frímannsdóttir var forstöðumaður fengu fangar stundum að taka þátt í hugleiðsluhelgi í Hlíðardalsskóla sem var haldin á tveggja mánaða fresti. Þessar hugleiðluhelgar voru skipulagðar af fyrrum fanga, með aðstoð grasrótarinnar sem var til staðar fyrir hann í hans aðlögun að samfélaginu. Grasrótarstarfið þroskaðist og á endanum var Bata Akademían stofnuð sem formleg félagasamtök. Samtökin halda reglulega fundi í fangelsunum á Hólmsheiði og Litla-Hrauni. Vaxtakippur hefur átt sér stað innan Bata Akademíunnar, þó Bata Akademían hafi upphaflega byrjað að vinna með karlföngum, þá hefur starfið vaxið og dafnað, og Bata Akademían hefur byggt upp öflugt starf meðal kvenfanga. Fyrrum kvenfangar hafa bæst í hópinn með rödd valkyrjunnar, og gefið rýminu nýjan lit. Í gegnum Covid-tímabilið notuðu samtökin fjarfundabúnað til að viðhalda starfinu, með fundi tvisvar í viku, þar sem öndunartækni og hugleiðsla var kennd. Mikilvægi jafningjastuðnings Kjarninn í þessu starfi er að mæta föngum sem jafningjar, með virðingu og kærleik að leiðarljósi. Bata Akademían leggur áherslu á að hjálpa föngum að finna sinn innri kraft, taka ábyrgð og byggja upp betra líf. Árangurinn er óumdeilanlegur; fjöldi einstaklinga hefur náð að breyta lífi sínu til hins betra í gegnum starf Bata Akademíunar. Samstarf við ríkið - aftur út í samfélagið Undir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur voru myndaðir starfshópar, þar sem fulltrúar annarra ráðuneyta voru fengnir til að koma með tillögur að úrbótum í fangelsismálum. Þar var Þorlákur Morthens fenginn ásamt Agnari Bragasyni sem er í dag forstöðumaður Batahúsins, en Agnar er einn af þeim sem hóf að starfa með grasrótinni meðan hann var að afplána sinn dóm. Í framhaldi var Bati Góðgerðarfélag stofnað, sem rekur þrjú búsetuúrræði fyrir fanga bæði karla og konur, sem eru að koma út í samfélagið og hefur árangur þess gefið góða raun. Eftirspurn eftir þessum úrræðum er mikil, og ljóst að nauðsynlegt er að efla og styrkja þau enn frekar. Svett á Sogni og Kvíabryggju Á síðasta ári byrjaði Bata Akademían að koma reglulega með Svett á Sogn, hefur það styrkt og kjarnað hópinn betur saman er þar dvelja, sem hefur haft jákvæð áhrif á orku og jafnvægi einstaklinganna, með sérstakri áherslu á að efla sjálfsábyrgð þeirra. Einnig hefur Bata Akademían farið með Svett á Kvíabryggju. Íslenska leiðin Engin önnur starfsemi innan Íslenskra fangelsa hefur skilað jafn góðum árangri og grasrótarstarf Bata Akademíunnar. Samfellt ferli frá fangelsi og út í samfélagið, þar sem einstaklingar eru stuttir til hæfnis og bata, það hefur skilað þeim árangri að hægt er að tala um „Íslensku leiðina“. Það fallega við þetta óeigingjarna starf er að við erum allavegana, við rennum til á svellinu og okkur er rétt hjálparhönd, í mildi kærleikans. Þetta er þverfaglegt samstarf fanga, fagaðila í áfallameðferð og fíknifræði, auk aðila frá helstu meðferðarstofnunum. Þrátt fyrir að ýmis vandamál séu enn til staðar í fangelsismálum hefur „Íslenska leiðin“ sannað sig sem fyrirmynd í endurhæfingu, betrun og betri framtíð. Það má ekki gleyma því að allt þetta starf hefði ekki verið gerlegt án Fangelsismálastofnunar, og eiga þau sem hafa tekið þátt í þessari þróun mikið þakklæti skilið. „Takk, takk fyrir okkur, takk fyrir ykkur.“ Höfundur er lífskúnster
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun