Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 14:06 Bát rak upp í hafnargarð í Norðfirði. Landsbjörg Björgunarsveitir sinntu fimmtán útköllum víða um land í gær vegna veðursins sem gengur yfir landið. Í morgun losnuðu þakplötur af byggingum í Bolungarvík og ferðamenn í vanda voru sóttir á Fagradal í nótt. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið í gildi víða um land síðastliðinn sólarhring, með suðaustan og sunnan illviðri fram á morguninn í dag. Björgunarsveitir víða um landið hafa ekki varhluta af veðurofsanum að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Gærdagurinn var nokkuð annasamur, það voru fimmtán útköll í gær en í morgun hefur þetta verið aðeins rólegra,“ segir Jón Þór. Bát rak upp í hafnargarðinn Útköllin hafa verið af ýmsum toga, allt frá Vestfjörðum og austur á firði. „Það var kallað út í morgun, Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík vegna beitningarskúrs þar sem þakplötur voru að losna af og björgunarsveitin Gerpir á Norðfirði var kölluð út vegna báts sem hafði slitnað upp í smábátahöfninni og rekið upp í hafnargarðinn. Það var í raun og veru ekki hægt að gera annað þar heldur en að tryggja hann þar sem hann var og verður hugað að honum betur þegar það lægir og batnar veðrið,“ segir Jón Þór. Engin slasast Þá aðstoðuðu björgunarsveitir einnig ferðamenn í vanda. „Það var kallað út nótt, björgunarsveitir á Héraði vegna fólks sem var í vandræðum í rútu á Fagradal og það voru níu manns sem þurfti að ferja niður á Egilsstaði. Það gekk að mér skilst bara nokkuð vel,“ segir Jón Þór. Til þessa hafi björgunarsveitir ekki þurft að sinna alvarlegum útköllum þar sem fólk hafi slasast eða verið í hættu. „Nei sem betur fer ekki og við vonum að svo verði áfram bara.“ Björgunarsveitir Bolungarvík Fjarðabyggð Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Gular og appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið í gildi víða um land síðastliðinn sólarhring, með suðaustan og sunnan illviðri fram á morguninn í dag. Björgunarsveitir víða um landið hafa ekki varhluta af veðurofsanum að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Gærdagurinn var nokkuð annasamur, það voru fimmtán útköll í gær en í morgun hefur þetta verið aðeins rólegra,“ segir Jón Þór. Bát rak upp í hafnargarðinn Útköllin hafa verið af ýmsum toga, allt frá Vestfjörðum og austur á firði. „Það var kallað út í morgun, Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík vegna beitningarskúrs þar sem þakplötur voru að losna af og björgunarsveitin Gerpir á Norðfirði var kölluð út vegna báts sem hafði slitnað upp í smábátahöfninni og rekið upp í hafnargarðinn. Það var í raun og veru ekki hægt að gera annað þar heldur en að tryggja hann þar sem hann var og verður hugað að honum betur þegar það lægir og batnar veðrið,“ segir Jón Þór. Engin slasast Þá aðstoðuðu björgunarsveitir einnig ferðamenn í vanda. „Það var kallað út nótt, björgunarsveitir á Héraði vegna fólks sem var í vandræðum í rútu á Fagradal og það voru níu manns sem þurfti að ferja niður á Egilsstaði. Það gekk að mér skilst bara nokkuð vel,“ segir Jón Þór. Til þessa hafi björgunarsveitir ekki þurft að sinna alvarlegum útköllum þar sem fólk hafi slasast eða verið í hættu. „Nei sem betur fer ekki og við vonum að svo verði áfram bara.“
Björgunarsveitir Bolungarvík Fjarðabyggð Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira