Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Lovísa Arnardóttir skrifar 30. janúar 2025 19:59 Faithfull var þekkt fyrir tónlist sína og leik í kvikmyndum. Vísir/Getty Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin. Hún var 78 ára þegar hún lést. Talsmaður hennar hefur staðfest andlát hennar en hún lést í London. Fjölskylda hennar var með henni. „Hennar verður sárt saknað,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. Faithfull fæddist í Hampstead í desember árið 1946 og var þekkt fyrir lög eins og As Tears Go By og fyrir að leika í kvikmyndum eins og The Girl On A Motorcycle. Faithfull var einnig nokkuð þekkt fyrir að vera kærasta Mick Jagger, söngvara Rolling Stones, á sjöunda áratugnum og var innblástur laga eins og Wild Horses og You Can't Always Get What You Want. Faithfull og Jagger þegar þau voru saman.Vísir/Getty Faithfull ánetjaðist heróíni á áttunda áratugnum en steig aftur fram í sviðsljósið með plötu sinni Broken English. Faithfull glímdi við mörg heilsufarsvandamál á meðan hún lifði svo sem átröskun, brjóstakrabbamein og lungnaþembu sökum reykinga. Faithfull fékk svo Covid 2020 og var mjög veik en jafnaði sig svo á veikindunum. Í umfjöllun BBC er fjallað nánar um feril hennar og líf. Andlát Hollywood Bretland Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Faithfull hætt við tónleikaferðina Söngkonan Marianne Faithfull hefur hætt við tónleikaferð sína sem hún hóf hér á landi 11. nóvember síðastliðinn. Henni leið illa skömmu áður en hún átti að stíga á svið í Mílanó á Ítalíu og svo leið yfir hana. Læknar komust að þeirri niðurstöðu að hún stríddi við ofþreytu í kjölfar þess að hún lék í sjötíu og fimm sýningum á leikritinu The Black Rider í San Francisco. 7. desember 2004 00:01 Marianne Faithfull í kvöld Í Fréttablaðinu í dag var ranglega sagt að tónleikar Marianne Faitfull væru á morgun. Hið rétta er að tónleikarnir verða á Broadway í kvöld. 11. nóvember 2004 00:01 Marianne Faithfull til Íslands Sönkonan ráma Marianne Faithfull heldur tónleika í Háskólabíó þann 11. nóvember næstkomandi. Hún mætir með fullskipaða hljómsveit og ætlar að flytja safn sinna þekktustu laga í bland við lög af síðustu plötu sinni Kissin Time sem kom út árið 2002. 23. júlí 2004 00:01 Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
„Hennar verður sárt saknað,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. Faithfull fæddist í Hampstead í desember árið 1946 og var þekkt fyrir lög eins og As Tears Go By og fyrir að leika í kvikmyndum eins og The Girl On A Motorcycle. Faithfull var einnig nokkuð þekkt fyrir að vera kærasta Mick Jagger, söngvara Rolling Stones, á sjöunda áratugnum og var innblástur laga eins og Wild Horses og You Can't Always Get What You Want. Faithfull og Jagger þegar þau voru saman.Vísir/Getty Faithfull ánetjaðist heróíni á áttunda áratugnum en steig aftur fram í sviðsljósið með plötu sinni Broken English. Faithfull glímdi við mörg heilsufarsvandamál á meðan hún lifði svo sem átröskun, brjóstakrabbamein og lungnaþembu sökum reykinga. Faithfull fékk svo Covid 2020 og var mjög veik en jafnaði sig svo á veikindunum. Í umfjöllun BBC er fjallað nánar um feril hennar og líf.
Andlát Hollywood Bretland Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Faithfull hætt við tónleikaferðina Söngkonan Marianne Faithfull hefur hætt við tónleikaferð sína sem hún hóf hér á landi 11. nóvember síðastliðinn. Henni leið illa skömmu áður en hún átti að stíga á svið í Mílanó á Ítalíu og svo leið yfir hana. Læknar komust að þeirri niðurstöðu að hún stríddi við ofþreytu í kjölfar þess að hún lék í sjötíu og fimm sýningum á leikritinu The Black Rider í San Francisco. 7. desember 2004 00:01 Marianne Faithfull í kvöld Í Fréttablaðinu í dag var ranglega sagt að tónleikar Marianne Faitfull væru á morgun. Hið rétta er að tónleikarnir verða á Broadway í kvöld. 11. nóvember 2004 00:01 Marianne Faithfull til Íslands Sönkonan ráma Marianne Faithfull heldur tónleika í Háskólabíó þann 11. nóvember næstkomandi. Hún mætir með fullskipaða hljómsveit og ætlar að flytja safn sinna þekktustu laga í bland við lög af síðustu plötu sinni Kissin Time sem kom út árið 2002. 23. júlí 2004 00:01 Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Faithfull hætt við tónleikaferðina Söngkonan Marianne Faithfull hefur hætt við tónleikaferð sína sem hún hóf hér á landi 11. nóvember síðastliðinn. Henni leið illa skömmu áður en hún átti að stíga á svið í Mílanó á Ítalíu og svo leið yfir hana. Læknar komust að þeirri niðurstöðu að hún stríddi við ofþreytu í kjölfar þess að hún lék í sjötíu og fimm sýningum á leikritinu The Black Rider í San Francisco. 7. desember 2004 00:01
Marianne Faithfull í kvöld Í Fréttablaðinu í dag var ranglega sagt að tónleikar Marianne Faitfull væru á morgun. Hið rétta er að tónleikarnir verða á Broadway í kvöld. 11. nóvember 2004 00:01
Marianne Faithfull til Íslands Sönkonan ráma Marianne Faithfull heldur tónleika í Háskólabíó þann 11. nóvember næstkomandi. Hún mætir með fullskipaða hljómsveit og ætlar að flytja safn sinna þekktustu laga í bland við lög af síðustu plötu sinni Kissin Time sem kom út árið 2002. 23. júlí 2004 00:01
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein