Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Jón Þór Stefánsson skrifar 30. janúar 2025 14:20 Skúbb Ísgerð er til húsa við Laugarásveg. Hér má sjá skiltið umdeilda. Vísir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar. Þar segir að í lok nóvember í hitteðfyrra hafi forsvarsmenn Skúbbs verið upplýstir um að eftirlitsdeild umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar hefði borist ábending vegna skiltisins. Þá var eigendunum bent á að í aðaluppdráttum kæmi fram að ekki yrði sett skilti á bygginguna, og þau væru því án byggingarleyfis, en það mætti setja límfilmur eða merkingar í glugga. Þeim var gert að fjarlægja skiltið, en þeirri ákvörðun var frestað því fyrirhugað væri að sækja um byggingarleyfi. Svo virðist sem það hafi aldrei verið gert. Innan úr ísbúð Skúbbs.Vísir/Vilhelm Í nóvember ári síðar, í fyrra, var eigendum ísbúðarinnar gert að fjarlægja skiltin innan þrjátíu daga, og þeim gefin fjórtán daga andmælafrestur. Ef skiltin myndu ekki fara eftir þennan þrjátíu daga frest yrðu dagsektir lagðar á ísbúðina, 25 þúsund krónur á dag. Það var byggingarfulltrúinn í Reykjavík sem tók þessa ákvörðun, en Skúbb kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nágranninn hafi „farið í stríð við ísbúðina“ Málflutningur eigendanna var á þá leið að sá sem hefði sent ábendingu til byggingarfulltrúa um málið væri mikið í nöp við ísbúðina Skúbb. Um er að ræða nágranna sem býr í sama húsi. Þessi nágranni hefði áður „kvartað til allra yfirvalda“ en það engan árangur borið. Þá hefðu önnur fyrirtæki í þessum litla verslunarkjarna líka haft skilti en ekki hafi verið bent á þau. Þá ber ísbúðinn nágrannann þungum sökum. Hann er sagður hafa unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, og þá sé starfsfólk ísbúðarinnar hrætt við hann vegna hótana í garð þeirra. Einnig er hann sagður hafa notað bílastæði sem séu ætluð viðskiptavinum þjónustukjarnans. Þá hafi skiltamálið verið rætt á húsfundi og niðurstaða hans væri ástæða þess að ekki hafi verið sótt um byggingarleyfi. Þar að auki kemur fram aðrar ráðstafanir hafi verið gerðar til að merkja ísbúðina með öðrum hætti. Nú væri beðið eftir þeirri pöntun. Ísbúðin fór fram á að ákvörðunin yrði felld úr gildi vegna tómlætis íbúa þar sem ekki hafi verið gerðar athugasemdir fyrr en nágranninn hafi „farið í stríð við ísbúðina“. Meint tómlæti hafi ekkert um málið að segja Málsrök Reykjavíkurborgar voru á þá leið að meint tómlæti nágrannans breytti engu. Skiltið væri án byggingarleyfis og í ósamræmi við samþykkta aðaluppdrætti. Þá ætti eiganda ísbúðarinnar að hafa verið kunnugt um nokkurra hríð að hann þyrfti að sækja um breytingu á byggingarleyfinu ef skiltin ættu að vera áfram. Það hafi eigandinn ekki gert, enda virðist sem meðeigendur hússins samþykki ekki slíka ráðstöfun. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á það og hafnaði kröfu eigenda Skúbbs ísgerðar. Ís Reykjavík Nágrannadeilur Stjórnsýsla Málefni fjölbýlishúsa Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar. Þar segir að í lok nóvember í hitteðfyrra hafi forsvarsmenn Skúbbs verið upplýstir um að eftirlitsdeild umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar hefði borist ábending vegna skiltisins. Þá var eigendunum bent á að í aðaluppdráttum kæmi fram að ekki yrði sett skilti á bygginguna, og þau væru því án byggingarleyfis, en það mætti setja límfilmur eða merkingar í glugga. Þeim var gert að fjarlægja skiltið, en þeirri ákvörðun var frestað því fyrirhugað væri að sækja um byggingarleyfi. Svo virðist sem það hafi aldrei verið gert. Innan úr ísbúð Skúbbs.Vísir/Vilhelm Í nóvember ári síðar, í fyrra, var eigendum ísbúðarinnar gert að fjarlægja skiltin innan þrjátíu daga, og þeim gefin fjórtán daga andmælafrestur. Ef skiltin myndu ekki fara eftir þennan þrjátíu daga frest yrðu dagsektir lagðar á ísbúðina, 25 þúsund krónur á dag. Það var byggingarfulltrúinn í Reykjavík sem tók þessa ákvörðun, en Skúbb kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nágranninn hafi „farið í stríð við ísbúðina“ Málflutningur eigendanna var á þá leið að sá sem hefði sent ábendingu til byggingarfulltrúa um málið væri mikið í nöp við ísbúðina Skúbb. Um er að ræða nágranna sem býr í sama húsi. Þessi nágranni hefði áður „kvartað til allra yfirvalda“ en það engan árangur borið. Þá hefðu önnur fyrirtæki í þessum litla verslunarkjarna líka haft skilti en ekki hafi verið bent á þau. Þá ber ísbúðinn nágrannann þungum sökum. Hann er sagður hafa unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, og þá sé starfsfólk ísbúðarinnar hrætt við hann vegna hótana í garð þeirra. Einnig er hann sagður hafa notað bílastæði sem séu ætluð viðskiptavinum þjónustukjarnans. Þá hafi skiltamálið verið rætt á húsfundi og niðurstaða hans væri ástæða þess að ekki hafi verið sótt um byggingarleyfi. Þar að auki kemur fram aðrar ráðstafanir hafi verið gerðar til að merkja ísbúðina með öðrum hætti. Nú væri beðið eftir þeirri pöntun. Ísbúðin fór fram á að ákvörðunin yrði felld úr gildi vegna tómlætis íbúa þar sem ekki hafi verið gerðar athugasemdir fyrr en nágranninn hafi „farið í stríð við ísbúðina“. Meint tómlæti hafi ekkert um málið að segja Málsrök Reykjavíkurborgar voru á þá leið að meint tómlæti nágrannans breytti engu. Skiltið væri án byggingarleyfis og í ósamræmi við samþykkta aðaluppdrætti. Þá ætti eiganda ísbúðarinnar að hafa verið kunnugt um nokkurra hríð að hann þyrfti að sækja um breytingu á byggingarleyfinu ef skiltin ættu að vera áfram. Það hafi eigandinn ekki gert, enda virðist sem meðeigendur hússins samþykki ekki slíka ráðstöfun. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á það og hafnaði kröfu eigenda Skúbbs ísgerðar.
Ís Reykjavík Nágrannadeilur Stjórnsýsla Málefni fjölbýlishúsa Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira