Leggur fram innanhússtillögu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. janúar 2025 11:53 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari leggur fram innanhússtillögu í dag. Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari leggur fram innanhússtillögu í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög á fundi í Karphúsinu klukkan fjögur í dag. Ekki þarf að setja innanhússtillögu í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna en samninganefndir beggja aðila þurfa að fallast á hana innan tiltekins tíma. Ástráður Haraldsson ríkissáttsemjari mun leggja fram innanhússtillögu að kjarasamningi til lausnar kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög klukkan fjögur í dag. Samninganefndir deiluaðila fá einn til tvo sólahringa til að taka afstöðu til tillögunnar. Fallist nefndirnar á kjarasamninginn fer hann í almenna atkvæðagreiðslu sem þarf að ljúka þann 14. febrúar. Tekur undir áhyggjur en aðgerðir séu nauðsynlegar Umboðsmaður barna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna boðaðra verkfallsaðgerða kennara sem hefjast um mánaðamótin í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum takist ekki að semja á næstu dögum. Fram kemur að staða viðræðna valdi miklum vonbrigðum. Umboðsmaður hefur miklar áhyggjur af börnum í viðkvæmri stöðu. Þá bendir hún á að börn eru skólaskyld og hafi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Þorsteinn Sæberg formaður skólastjórafélags Íslands og situr í samninganefnd Kennarasambandsins í kjaradeilunni tekur undir með umboðsmanni. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þorsteinn Sæberg er formaður Skólastjórafélags Íslands og situr í samninganefnd Kennarasambandsins. Þau hittast á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga. Búist er við tíðindum á fundinum.Vísir „Við deilum áhyggjum umboðsmanns. En við þurfum svo það sé hlustað á okkur að beita aðgerðum eins og verkföllum,“ segir Þorsteinn. Umboðsmaður segir í yfirlýsingunni sérlega þungbært að verkfallsaðgerðir bitni aftur á fjórum leikskólum sem voru í verkfalli í fyrra. Þorsteinn segir að það sé tilkomið vegna frestunar á verkföllum. „Þetta eru bara lögin um verkföll. Það er einbeittur vilji hjá Kennarasambandinu að við náum samningum áður en verkföll skella á. Ég vil leyfa mér að fullyrða að það sé ekkert stórt bil milli aðila,“ segir hann. Ekkert samkomulag um mat á réttindum eða viðmiðunarhópum Þorsteinn segir að krafan sé að vinna í átt að samkomulagi sem var gert fyrir níu árum um að samræma laun kennara við hinn almenna vinnumarkað. „Við erum að tala um að fara að saman í vegferð sem snýst um það að jafna laun milli markaða eins og lofað var 2016. Við viljum búta fílinn niður á næstu fimm til sex árum,“ segir hann. Aðspurður um til hvaða almennra sérfræðilauna sé horft til svarar Þorsteinn: „Við erum ekki búin að finna þessa viðmiðunarhópa. Við teljum okkur vita hvaða hópa við getum miðað okkur við. Við erum bara að miða við tölur hagstofunnar,“ segir hann. Hann segir að enn unnið að því að verðmeta réttindi kennara. „Við höfum heyrt ráðmenn eða aðra sem tjá sig fjálglega í fjölmiðlum benda á að það séu gæði á opinbera markaðnum sem séu umfram almenna markaðinn. Við erum sammála því. Það þarf þá að verðmeta þau gæði. Því miður höfum við ekki náð almennilegu samkomulagi um matið,“ segir hann. Segir meðallaun kennara níu prósentum lægri en meðallaun í landinu Þorsteinn bendir á að kennaralaun séu mun lægri en meðallaun í landinu samkvæmt Hagstofunni. Þar kemur fram að 2023 voru regluleg meðallaun í landinu 724 þúsund krónur á mánuði. Heildarmeðallaun þ.e. með yfirvinnu og álagi voru 935 þúsund krónur. „Almenn meðallaun í landinu öllu samkvæmt Hagstofunni eru níu prósentum hærri en meðallaun okkar félagsmanna,“ segir hann. Þorsteinn segir vonbrigði að kjaradeilan sé ekki komin lengra. „Ég myndi vilja sjá samningaviðræðurnar á betri stað í dag en þær eru. En það er algjörlega ljóst á þessum tímapunkti að báðir aðilar hafa slakað eitthvað til. Við erum sannarlega hjá Kennarasambandi Íslands að reyna að ná samkomulagi fyrir mánaðamótin,“ segir Þorsteinn. Kjaramál Stéttarfélög Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira
Ástráður Haraldsson ríkissáttsemjari mun leggja fram innanhússtillögu að kjarasamningi til lausnar kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög klukkan fjögur í dag. Samninganefndir deiluaðila fá einn til tvo sólahringa til að taka afstöðu til tillögunnar. Fallist nefndirnar á kjarasamninginn fer hann í almenna atkvæðagreiðslu sem þarf að ljúka þann 14. febrúar. Tekur undir áhyggjur en aðgerðir séu nauðsynlegar Umboðsmaður barna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna boðaðra verkfallsaðgerða kennara sem hefjast um mánaðamótin í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum takist ekki að semja á næstu dögum. Fram kemur að staða viðræðna valdi miklum vonbrigðum. Umboðsmaður hefur miklar áhyggjur af börnum í viðkvæmri stöðu. Þá bendir hún á að börn eru skólaskyld og hafi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Þorsteinn Sæberg formaður skólastjórafélags Íslands og situr í samninganefnd Kennarasambandsins í kjaradeilunni tekur undir með umboðsmanni. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þorsteinn Sæberg er formaður Skólastjórafélags Íslands og situr í samninganefnd Kennarasambandsins. Þau hittast á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga. Búist er við tíðindum á fundinum.Vísir „Við deilum áhyggjum umboðsmanns. En við þurfum svo það sé hlustað á okkur að beita aðgerðum eins og verkföllum,“ segir Þorsteinn. Umboðsmaður segir í yfirlýsingunni sérlega þungbært að verkfallsaðgerðir bitni aftur á fjórum leikskólum sem voru í verkfalli í fyrra. Þorsteinn segir að það sé tilkomið vegna frestunar á verkföllum. „Þetta eru bara lögin um verkföll. Það er einbeittur vilji hjá Kennarasambandinu að við náum samningum áður en verkföll skella á. Ég vil leyfa mér að fullyrða að það sé ekkert stórt bil milli aðila,“ segir hann. Ekkert samkomulag um mat á réttindum eða viðmiðunarhópum Þorsteinn segir að krafan sé að vinna í átt að samkomulagi sem var gert fyrir níu árum um að samræma laun kennara við hinn almenna vinnumarkað. „Við erum að tala um að fara að saman í vegferð sem snýst um það að jafna laun milli markaða eins og lofað var 2016. Við viljum búta fílinn niður á næstu fimm til sex árum,“ segir hann. Aðspurður um til hvaða almennra sérfræðilauna sé horft til svarar Þorsteinn: „Við erum ekki búin að finna þessa viðmiðunarhópa. Við teljum okkur vita hvaða hópa við getum miðað okkur við. Við erum bara að miða við tölur hagstofunnar,“ segir hann. Hann segir að enn unnið að því að verðmeta réttindi kennara. „Við höfum heyrt ráðmenn eða aðra sem tjá sig fjálglega í fjölmiðlum benda á að það séu gæði á opinbera markaðnum sem séu umfram almenna markaðinn. Við erum sammála því. Það þarf þá að verðmeta þau gæði. Því miður höfum við ekki náð almennilegu samkomulagi um matið,“ segir hann. Segir meðallaun kennara níu prósentum lægri en meðallaun í landinu Þorsteinn bendir á að kennaralaun séu mun lægri en meðallaun í landinu samkvæmt Hagstofunni. Þar kemur fram að 2023 voru regluleg meðallaun í landinu 724 þúsund krónur á mánuði. Heildarmeðallaun þ.e. með yfirvinnu og álagi voru 935 þúsund krónur. „Almenn meðallaun í landinu öllu samkvæmt Hagstofunni eru níu prósentum hærri en meðallaun okkar félagsmanna,“ segir hann. Þorsteinn segir vonbrigði að kjaradeilan sé ekki komin lengra. „Ég myndi vilja sjá samningaviðræðurnar á betri stað í dag en þær eru. En það er algjörlega ljóst á þessum tímapunkti að báðir aðilar hafa slakað eitthvað til. Við erum sannarlega hjá Kennarasambandi Íslands að reyna að ná samkomulagi fyrir mánaðamótin,“ segir Þorsteinn.
Kjaramál Stéttarfélög Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira