Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Jón Þór Stefánsson skrifar 29. janúar 2025 08:33 Mynd frá vettvangi. Íbúð var innsigluð vegna málsins. Vísir Maður sem er grunaður um stunguárás í Grafarvogi í október síðastliðnum sagði við lögreglumenn, eftir að hann hafði verið handtekinn og verið var að flytja hann á lögreglustöð, að hann hafi verið að „verja sig gegn ranghugmyndum“. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði í málinu sem hefur verið birtur á vef Landsréttar. Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás í íbúð í Frostafold í Grafarvogi rétt áður en klukkan varð þrjú aðfaranótt 9. október. Fljótlega bárust upplýsingar þess efnis að um hnífsstungumál væri að ræða. Áður hefur verið greint frá því að þrír menn á þrítugs- og fertugsaldri hafi verið í íbúðinni. Um var að ræða heimili grunaðs árásarmanns. Heyrði öskur þegar hann fór á salernið Þegar lögreglu bar að garði hafi maðurinn sem varð fyrir árásinni gengið út úr húsinu með hendur á lofti. Hann hafi verið reikull í spori og endað á að falla í götuna. Þá hafi verið blóðblettur á bakinu hans. Maðurinn var færður á bráðamóttöku, en á leiðinni greindi hann frá því að hinn grunaði hefði stungið hann. Þriðji maðurinn, sem tilkynnti lögreglu um málið, kom einnig út úr húsinu og gaf sig fram við lögreglu og var handtekinn og færður á lögreglustöð. Sá sagði að hann hafi farið á salernið í íbúðinni, og skyndilega hafi hann heyrt mikil öskur og læti. Þegar hann hafi komið fram hafi hann séð mikið blóð á gólfinu og séð að annar maðurinn hefði verið stunginn. Í skýrslu sem hann gaf lögreglu samdægurs lýsti hann atvikum með svipuðum hætti. Þá sagði hann að þegar hann hafi komið af salerninu hafi árásarmaðurinn blasað við honum, sitjandi í sófa í stofu íbúðarinnar, með hinn særða í tökum í fanginu. Hnífur hafi verið í kviði þess sem varð fyrir árásinni. Hnífur og hamar skammt frá Hinn grunaði var handtekinn af lögreglu, að því er virðist skammt frá vettvangi. Hann er sagður hafa verið blóðugur á báðum höndum, það er á fingrum, lófum og á handarbökum. Á leiðinni á lögreglustöðina hafi hann látið áðurnefnd ummæli um ranghugmyndir falla. Þá hafi hann sagst hafa varið sig með höndunum. Hann sagðist ekki vita hvers vegna hann væri blóðugur á höndunum, mögulega hefði hann dottið. Skammt frá staðnum þar sem hann var handtekinn fundust hnífur og hamar fyrir aftan strætóskýli. Með þrjú stungusár Samkvæmt bráðabirgðalæknisvottorði var sá sem varð fyrir árásinni með þrjú sár á brjóstkassa sem samrýmdust stungu. Þessi sár leiddu til loftbrjósts og blæðingar í brjóstholi. Tveimur dögum eftir árásina gaf maðurinn sem var stunginn skýrslu. Hann sagði árásarmanninn hafa ráðist á sig með hníf án nokkurs fyrirvara. Sjálfur hafi hann verið að koma inn af svölum íbúðarinnar og þá hafi árásin átt sér stað. Árásarmaðurinn hafi sveifla hnífnum í áttina að honum og stungið hann ítrekað. Hann hafi reynt að bregðast við því og þeir lent í sófanum. Í kjölfarið hafi þriðji maðurinn komið honum til aðstoðar. Kannast við hnífinn Seinna um daginn sem árásin varð var tekin skýrsla af hinum grunaða. Hann sagði að hann hefði verið ofurölvi og að hann myndi lítið sem ekkert frá atburðum næturinnar. Hann kvaðst muna eftir því að hafa verið hræddur og rámaði eftir átökum við hinn særða inni í stofu. Vegna minnisleysis sagðist hann ekki geta játað eða neitað því hvort hann hefði stungið hann. Önnur skýrsla var tekin af honum nokkrum dögum síðar þar sem hann virðist hafa sagt það sama að mestu leyti. Þá var hann spurður út í hníf sem lögreglan lagði hald á, og hann sagðist eiga svoleiðis hníf. Hending ein að ekki fór verr Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er haft eftir lögreglunni að maðurinn sé undir sterkum grun um tilraun til manndráps, eða eftir atvikum stórfellda líkamsárás. Meint brot hans geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Atlagan hafi verið „stórháskaleg“ og áverkarnir alvarlegir. Hending ein sé a ekki hafi farið verr. Þá segir að gögn málsins bendi til þess að beinn ásetningur hafi staðið til verknaðarins, en að árásin hafi verið framin af litlu eða engu tilefni. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Sjá meira
Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði í málinu sem hefur verið birtur á vef Landsréttar. Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás í íbúð í Frostafold í Grafarvogi rétt áður en klukkan varð þrjú aðfaranótt 9. október. Fljótlega bárust upplýsingar þess efnis að um hnífsstungumál væri að ræða. Áður hefur verið greint frá því að þrír menn á þrítugs- og fertugsaldri hafi verið í íbúðinni. Um var að ræða heimili grunaðs árásarmanns. Heyrði öskur þegar hann fór á salernið Þegar lögreglu bar að garði hafi maðurinn sem varð fyrir árásinni gengið út úr húsinu með hendur á lofti. Hann hafi verið reikull í spori og endað á að falla í götuna. Þá hafi verið blóðblettur á bakinu hans. Maðurinn var færður á bráðamóttöku, en á leiðinni greindi hann frá því að hinn grunaði hefði stungið hann. Þriðji maðurinn, sem tilkynnti lögreglu um málið, kom einnig út úr húsinu og gaf sig fram við lögreglu og var handtekinn og færður á lögreglustöð. Sá sagði að hann hafi farið á salernið í íbúðinni, og skyndilega hafi hann heyrt mikil öskur og læti. Þegar hann hafi komið fram hafi hann séð mikið blóð á gólfinu og séð að annar maðurinn hefði verið stunginn. Í skýrslu sem hann gaf lögreglu samdægurs lýsti hann atvikum með svipuðum hætti. Þá sagði hann að þegar hann hafi komið af salerninu hafi árásarmaðurinn blasað við honum, sitjandi í sófa í stofu íbúðarinnar, með hinn særða í tökum í fanginu. Hnífur hafi verið í kviði þess sem varð fyrir árásinni. Hnífur og hamar skammt frá Hinn grunaði var handtekinn af lögreglu, að því er virðist skammt frá vettvangi. Hann er sagður hafa verið blóðugur á báðum höndum, það er á fingrum, lófum og á handarbökum. Á leiðinni á lögreglustöðina hafi hann látið áðurnefnd ummæli um ranghugmyndir falla. Þá hafi hann sagst hafa varið sig með höndunum. Hann sagðist ekki vita hvers vegna hann væri blóðugur á höndunum, mögulega hefði hann dottið. Skammt frá staðnum þar sem hann var handtekinn fundust hnífur og hamar fyrir aftan strætóskýli. Með þrjú stungusár Samkvæmt bráðabirgðalæknisvottorði var sá sem varð fyrir árásinni með þrjú sár á brjóstkassa sem samrýmdust stungu. Þessi sár leiddu til loftbrjósts og blæðingar í brjóstholi. Tveimur dögum eftir árásina gaf maðurinn sem var stunginn skýrslu. Hann sagði árásarmanninn hafa ráðist á sig með hníf án nokkurs fyrirvara. Sjálfur hafi hann verið að koma inn af svölum íbúðarinnar og þá hafi árásin átt sér stað. Árásarmaðurinn hafi sveifla hnífnum í áttina að honum og stungið hann ítrekað. Hann hafi reynt að bregðast við því og þeir lent í sófanum. Í kjölfarið hafi þriðji maðurinn komið honum til aðstoðar. Kannast við hnífinn Seinna um daginn sem árásin varð var tekin skýrsla af hinum grunaða. Hann sagði að hann hefði verið ofurölvi og að hann myndi lítið sem ekkert frá atburðum næturinnar. Hann kvaðst muna eftir því að hafa verið hræddur og rámaði eftir átökum við hinn særða inni í stofu. Vegna minnisleysis sagðist hann ekki geta játað eða neitað því hvort hann hefði stungið hann. Önnur skýrsla var tekin af honum nokkrum dögum síðar þar sem hann virðist hafa sagt það sama að mestu leyti. Þá var hann spurður út í hníf sem lögreglan lagði hald á, og hann sagðist eiga svoleiðis hníf. Hending ein að ekki fór verr Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er haft eftir lögreglunni að maðurinn sé undir sterkum grun um tilraun til manndráps, eða eftir atvikum stórfellda líkamsárás. Meint brot hans geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Atlagan hafi verið „stórháskaleg“ og áverkarnir alvarlegir. Hending ein sé a ekki hafi farið verr. Þá segir að gögn málsins bendi til þess að beinn ásetningur hafi staðið til verknaðarins, en að árásin hafi verið framin af litlu eða engu tilefni.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent