Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar 28. janúar 2025 12:32 Sveitarfélagið Ölfus hefur á undanförnum árum þróast í átt að fjölbreyttara og öflugra samfélagi, þar sem ný verkefni og fyrirtæki hafa skapað verðmæti og bætt lífsgæði íbúa. Vegna þessara verkefna hefur verið hægt að ráðast í milljarða fjárfestingar í innviðum á seinustu árum svo sem fimleikahúsi, byggingu nýrra atvinnu- og íbúðahverfa, leikskóla, félagsþjónustu, leikvöllum og fl. Enn meira er fram undan svo sem nýr miðbær, stækkun á grunnskóla, frekari stækkun hafnarinnar, betri fráveita og lengi má áfram telja. Markmiðið er ætíð að sækja velferð fyrir íbúa á grundvelli verðmætasköpunar. Carbfix Nú stendur samfélagið enn á ný frammi fyrir verkefni sem kann að tryggja enn frekari sókn. Það verkefni var kynnt á vel sóttum íbúafundi í gær. Er þar um að ræða næsta skref í samstarfi við fyrirtækið Carbfix, sem undanfarin 12 ár hefur unnið að einu af stærstu loftslagsverkefnum landsins hér á Hellisheiði í Ölfusi. Verkefnið felst í því að binda koldíoxíð og breyta því í stein með því að dæla því niður í jörðina án skaða fyrir náttúruna. Þannig er vandinn greyptur í stein án vandkvæða. Okkur hér í Ölfusi er vel kunnugt um árangur þessa verkefnis enda hafa ekki komið upp neinir vankantar gagnvart sveitarfélaginu eða náttúrunni í þann rúma áratug sem samstarfið hefur staðið. Nú liggur fyrir sú spurning hvort stækka eigi verkefnið með því að taka á móti koldíoxíði frá fyrirtækjum í Evrópu sem vilja nýta sér íslenskt hugvit til að vinna gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Sveitarfélagið er í einstakri stöðu til að meta slíka möguleika, enda verið virkur þátttakandi í því frá því að það hófst árið 2012. Þeir möguleikar verða metnir með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Efnahagsleg uppbygging og ábyrgð Samhliða þessum jákvæðu þróunartækifærum fylgja eðlilega spurningar og í sumum tilvikum áhyggjur. Þeir sem búa í sveitarfélaginu hafa fullan rétt á að fá ítarlegar upplýsingar um áhrif og ávinning af slíkum verkefnum. Sveitarfélagið hefur því lagt mikla áherslu á gegnsætt og heiðarlegt ferli þar sem íbúar eru upplýstir um allar hliðar mála og fá tækifæri til að koma að umræðunni og hafa á henni skoðun. Til að hefja vinnslu málsins var því haldin íbúafundur í gær þar sem málið var kynnt, spurningum svarað og tekið við ábendingum. Þar var um að ræða fyrsta skrefið og enn hafa engar ákvarðanir verið teknar. Mikilvægi upplýstrar umræðu Aðkoma íbúa að ákvarðanatöku er lykilatriði í verkefnum sem þessum. Með því að tryggja opið samtal og samráð má taka ákvarðanir sem stuðla að farsælli framtíð samfélagsins. Umræða um verkefni eins og stækkun Carbfix snýst ekki eingöngu um tæknileg atriði heldur einnig um siðferðislegar og samfélagslegar hliðar. Því er mikilvægt að varpa ljósi á fjölmargar spurningar sem vakna í tengslum við verkefnið: Hvaða áhrif mun frekari þróun hafa á umhverfið? Hvernig er tryggt að vatnsból og önnur náttúruverðmæti verði varin? Hefur þetta skaðleg áhrif á aðra starfsemi? Hvað þýðir það fyrir atvinnulífið að taka á móti koldíoxíði frá öðrum löndum? Spurningarnar eru margar og spyrjendur eiga rétt á heiðarlegum svörum, og sveitarfélagið mun tryggja að þær verði ræddar á opnum og upplýstum vettvangi. Það eru íbúar sem skapa samfélagið og tryggja að það dafni. Með sameiginlegu átaki er hægt að nýta þau tækifæri sem felast í verkefnum eins og þessu á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, án þess að fórna þeirri einstöku náttúru og lífsgæðum sem gera Ölfus að því sem það er í dag. Að öðrum kosti eiga þau ekki að koma til framkvæmda. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Ölfus Coda Terminal Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Ölfus hefur á undanförnum árum þróast í átt að fjölbreyttara og öflugra samfélagi, þar sem ný verkefni og fyrirtæki hafa skapað verðmæti og bætt lífsgæði íbúa. Vegna þessara verkefna hefur verið hægt að ráðast í milljarða fjárfestingar í innviðum á seinustu árum svo sem fimleikahúsi, byggingu nýrra atvinnu- og íbúðahverfa, leikskóla, félagsþjónustu, leikvöllum og fl. Enn meira er fram undan svo sem nýr miðbær, stækkun á grunnskóla, frekari stækkun hafnarinnar, betri fráveita og lengi má áfram telja. Markmiðið er ætíð að sækja velferð fyrir íbúa á grundvelli verðmætasköpunar. Carbfix Nú stendur samfélagið enn á ný frammi fyrir verkefni sem kann að tryggja enn frekari sókn. Það verkefni var kynnt á vel sóttum íbúafundi í gær. Er þar um að ræða næsta skref í samstarfi við fyrirtækið Carbfix, sem undanfarin 12 ár hefur unnið að einu af stærstu loftslagsverkefnum landsins hér á Hellisheiði í Ölfusi. Verkefnið felst í því að binda koldíoxíð og breyta því í stein með því að dæla því niður í jörðina án skaða fyrir náttúruna. Þannig er vandinn greyptur í stein án vandkvæða. Okkur hér í Ölfusi er vel kunnugt um árangur þessa verkefnis enda hafa ekki komið upp neinir vankantar gagnvart sveitarfélaginu eða náttúrunni í þann rúma áratug sem samstarfið hefur staðið. Nú liggur fyrir sú spurning hvort stækka eigi verkefnið með því að taka á móti koldíoxíði frá fyrirtækjum í Evrópu sem vilja nýta sér íslenskt hugvit til að vinna gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Sveitarfélagið er í einstakri stöðu til að meta slíka möguleika, enda verið virkur þátttakandi í því frá því að það hófst árið 2012. Þeir möguleikar verða metnir með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Efnahagsleg uppbygging og ábyrgð Samhliða þessum jákvæðu þróunartækifærum fylgja eðlilega spurningar og í sumum tilvikum áhyggjur. Þeir sem búa í sveitarfélaginu hafa fullan rétt á að fá ítarlegar upplýsingar um áhrif og ávinning af slíkum verkefnum. Sveitarfélagið hefur því lagt mikla áherslu á gegnsætt og heiðarlegt ferli þar sem íbúar eru upplýstir um allar hliðar mála og fá tækifæri til að koma að umræðunni og hafa á henni skoðun. Til að hefja vinnslu málsins var því haldin íbúafundur í gær þar sem málið var kynnt, spurningum svarað og tekið við ábendingum. Þar var um að ræða fyrsta skrefið og enn hafa engar ákvarðanir verið teknar. Mikilvægi upplýstrar umræðu Aðkoma íbúa að ákvarðanatöku er lykilatriði í verkefnum sem þessum. Með því að tryggja opið samtal og samráð má taka ákvarðanir sem stuðla að farsælli framtíð samfélagsins. Umræða um verkefni eins og stækkun Carbfix snýst ekki eingöngu um tæknileg atriði heldur einnig um siðferðislegar og samfélagslegar hliðar. Því er mikilvægt að varpa ljósi á fjölmargar spurningar sem vakna í tengslum við verkefnið: Hvaða áhrif mun frekari þróun hafa á umhverfið? Hvernig er tryggt að vatnsból og önnur náttúruverðmæti verði varin? Hefur þetta skaðleg áhrif á aðra starfsemi? Hvað þýðir það fyrir atvinnulífið að taka á móti koldíoxíði frá öðrum löndum? Spurningarnar eru margar og spyrjendur eiga rétt á heiðarlegum svörum, og sveitarfélagið mun tryggja að þær verði ræddar á opnum og upplýstum vettvangi. Það eru íbúar sem skapa samfélagið og tryggja að það dafni. Með sameiginlegu átaki er hægt að nýta þau tækifæri sem felast í verkefnum eins og þessu á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, án þess að fórna þeirri einstöku náttúru og lífsgæðum sem gera Ölfus að því sem það er í dag. Að öðrum kosti eiga þau ekki að koma til framkvæmda. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun