Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 26. janúar 2025 20:05 Fátækt er eins og ryksuga sem fer um lífið þitt og sogar upp allan peninginn þinn, frítímann, sjálfstraustið og valfrelsið; getuna til að velja hvernig þú lifir lífinu. Þau sem hafa efni á því að kaupa margar íbúðir geta leyft sér að leigja þær út á hvaða verði sem þeim sýnist. Ef þú hefur ekki sömu eignastöðu, þá býrðu við minna húsnæðisöryggi, getur ekki búið í því hverfi eða á þeim stað sem þú myndir helst vilja búa og ert líklegri til að lifa í þröngbýli. Misskipting og ójöfnuður er það sem gefur fátæktarryksugunni kraft, kveikir á henni og knýr hana áfram til að fara inn í líf þeirra sem lítið eiga og soga það upp til handa þeim sem eiga mest. Því meiri misskipting, því hærri kraftur sem sogar upp áttatíu, jafnvel nítíu prósent af þinni mánaðarlegu innkomu í húsnæðiskostnað. Það er aldrei að vita hvar þetta endar, sogkrafturinn gæti tekið allar þínar tekjur á einu augabragði. Fátækt er eins og snjöll ryksuga sem kann að fara inn í alla króka og kima og finna leiðir til að sjúga meira úr þér þó ekkert sé eftir til að taka. Það gerir hún með álögum á fátæka; gjaldtöku fyrir það að búa við skort. Því það kostar nefnilega að fá aðgang að pening þegar þú átt engan, það kostar sitt að nota netgíró úti í búð, það kostar sitt að taka smálán og vextir af yfirdráttarheimildinni eru glæpsamlegir. Fátæktarryksugunni er alveg sama, tekur allt sem hægt er að taka, spýtir út úr sér innheimtubréfum og sogar á endanum til sín lánstraustinu og skellir þér á vanskilaskrá. Næringarríkur matur, menningarviðburðir, félagslíf og frítími er það sem sogast frá lífi þeirra sem búa við fátækt. Mantran um að við höfum öll sömu tuttugu og fjóra tímana til að gera það besta úr deginum á ekki við um þau sem þurfa að reiða sig á óáreiðanlegar, tímafrekar og vanfjármagnaðar almenningssamgöngur. Kvöldin sem tími slökunar og endurrnæringar eru það svo sannarlega hjá þeim sem greiða öðrum fyrir heimilisþrifin en það á ekki við um þau sem verja kvöldunum í þrifin í leit að aukatekjum. Sjálfstraustspeppandi er fátæktin ekki, sérstaklega þegar skilaboð samfélagsins eru þau að þú getir sjálfri þér um kennt fyrir þína örbirgð, hljótir að geta fundið fleiri tekjumöguleika, nú eða þrifið fleiri hús. Skömm er tilfinning sem fylgir gjarnan fátækt, að skammast sín fyrir þá stöðu að geta ekki gert eðlilega hluti. Líkt og þegar börn hika við að bjóða vinum í heimsókn vegna þröngbýlis og lélegra húsakynna. Slökkvum á þessari ömurlegu vél misskiptingar sem dregur lífsgæði og hamingju frá fólki. Ný ríkisstjórn ætlar að „stíga stór skref til að uppræta fátækt“ líkt og fjallað er um í stefnuyfirlýsingu Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Ég bíð spennt eftir því að sjá slíkt verða að veruleika en á þó í erfiðleikum með að sjá hvernig slíkt gerist án þess að ætla að breyta kerfi sem gerir misskiptingu kleift að viðgangast; skattkerfi sem hyglir hátekjufólki en ræðst á lágtekjufólk, skattkerfi sem neitar að taka útsvar af fjármagnseigendum en skattleggur þá sem eiga ekki fyrir mat út mánuðinn. Ráðast þarf að rótum vandans til að uppræta fátækt og þar eru húsnæðismálin stór þáttur. Byggja þarf upp þannig að það verði frávik frekar en norm að fjárfestar og hagnaðardrifnir leigusalar safni til sín íbúðum og leigi út á okurverði. Höfundur er formaður kosningastjórnar Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Sanna Magdalena Mörtudóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Fátækt er eins og ryksuga sem fer um lífið þitt og sogar upp allan peninginn þinn, frítímann, sjálfstraustið og valfrelsið; getuna til að velja hvernig þú lifir lífinu. Þau sem hafa efni á því að kaupa margar íbúðir geta leyft sér að leigja þær út á hvaða verði sem þeim sýnist. Ef þú hefur ekki sömu eignastöðu, þá býrðu við minna húsnæðisöryggi, getur ekki búið í því hverfi eða á þeim stað sem þú myndir helst vilja búa og ert líklegri til að lifa í þröngbýli. Misskipting og ójöfnuður er það sem gefur fátæktarryksugunni kraft, kveikir á henni og knýr hana áfram til að fara inn í líf þeirra sem lítið eiga og soga það upp til handa þeim sem eiga mest. Því meiri misskipting, því hærri kraftur sem sogar upp áttatíu, jafnvel nítíu prósent af þinni mánaðarlegu innkomu í húsnæðiskostnað. Það er aldrei að vita hvar þetta endar, sogkrafturinn gæti tekið allar þínar tekjur á einu augabragði. Fátækt er eins og snjöll ryksuga sem kann að fara inn í alla króka og kima og finna leiðir til að sjúga meira úr þér þó ekkert sé eftir til að taka. Það gerir hún með álögum á fátæka; gjaldtöku fyrir það að búa við skort. Því það kostar nefnilega að fá aðgang að pening þegar þú átt engan, það kostar sitt að nota netgíró úti í búð, það kostar sitt að taka smálán og vextir af yfirdráttarheimildinni eru glæpsamlegir. Fátæktarryksugunni er alveg sama, tekur allt sem hægt er að taka, spýtir út úr sér innheimtubréfum og sogar á endanum til sín lánstraustinu og skellir þér á vanskilaskrá. Næringarríkur matur, menningarviðburðir, félagslíf og frítími er það sem sogast frá lífi þeirra sem búa við fátækt. Mantran um að við höfum öll sömu tuttugu og fjóra tímana til að gera það besta úr deginum á ekki við um þau sem þurfa að reiða sig á óáreiðanlegar, tímafrekar og vanfjármagnaðar almenningssamgöngur. Kvöldin sem tími slökunar og endurrnæringar eru það svo sannarlega hjá þeim sem greiða öðrum fyrir heimilisþrifin en það á ekki við um þau sem verja kvöldunum í þrifin í leit að aukatekjum. Sjálfstraustspeppandi er fátæktin ekki, sérstaklega þegar skilaboð samfélagsins eru þau að þú getir sjálfri þér um kennt fyrir þína örbirgð, hljótir að geta fundið fleiri tekjumöguleika, nú eða þrifið fleiri hús. Skömm er tilfinning sem fylgir gjarnan fátækt, að skammast sín fyrir þá stöðu að geta ekki gert eðlilega hluti. Líkt og þegar börn hika við að bjóða vinum í heimsókn vegna þröngbýlis og lélegra húsakynna. Slökkvum á þessari ömurlegu vél misskiptingar sem dregur lífsgæði og hamingju frá fólki. Ný ríkisstjórn ætlar að „stíga stór skref til að uppræta fátækt“ líkt og fjallað er um í stefnuyfirlýsingu Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Ég bíð spennt eftir því að sjá slíkt verða að veruleika en á þó í erfiðleikum með að sjá hvernig slíkt gerist án þess að ætla að breyta kerfi sem gerir misskiptingu kleift að viðgangast; skattkerfi sem hyglir hátekjufólki en ræðst á lágtekjufólk, skattkerfi sem neitar að taka útsvar af fjármagnseigendum en skattleggur þá sem eiga ekki fyrir mat út mánuðinn. Ráðast þarf að rótum vandans til að uppræta fátækt og þar eru húsnæðismálin stór þáttur. Byggja þarf upp þannig að það verði frávik frekar en norm að fjárfestar og hagnaðardrifnir leigusalar safni til sín íbúðum og leigi út á okurverði. Höfundur er formaður kosningastjórnar Sósíalistaflokksins.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar