Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. janúar 2025 17:25 Nýjar reglur á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins, í Árbæ og Grafarvogi, hafa tekið gildi. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árbæjar með breytinguna. Steinþór Carl Karlsson Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að banna umferð sleða á skíðasvæðum borgarinnar meðan á opnun skíðalyftanna stendur. Iðkandi til margra ára er forviða á reglunum og lýsir leiðinlegri upplifun á skíðasvæðinu í Ártúnsbrekku er honum var tjáð um breytinguna. Greint var frá nýju reglunni á Facebooksíðunni Skíðasvæðin í borginni á fimmtudag. Þar segir að undanfarin ár hafi umferð ýmiss konar sleða færst í aukana á skíðasvæðunum. Þeirri umferð hafi verið beint í jaðar brekknanna en það fyrirkomulag ekki tekist nægilega vel. „Umferð bretta, skíða og sleða á ekki samleið í skíðabrekkum. Hefur því verið ákveðið að öll umferð sleða sé óheimil á opnunartíma svæðanna,“ segir í færslunni. Utan opnunartíma sé umferð sleða heimil en brekkurnar eru opnar milli klukkan fimm og átta á virkum dögum og ellefu og fimm um helgar. Hótaði að stöðva lyftuna og hringja á lögreglu Steinþóri Carli Karlssyni, Árbæingi og iðkanda í brekkunni þar til margra ára, er verulega brugðið vegna nýju reglnanna. Hann segir frá atvikum dagsins í samtali við fréttastofu en hann mætti einu sinni sem oftar með börnunum sínum í Ártúnsbrekkuna í dag ómeðvitaður um nýju reglurnar. Starfsmaður hafi komið á eftir þeim upp í brekkuna og sagt þeim að þau mættu ekki renna sér á sleða. „Hann sagði að við þyrftum að fara hinu megin við skíðalyftuna. Af því að það væri svo mikil slysahætta og þessi svæði væru ekki tryggð. Þannig að borgin er að reyna að minnka þessa slysahættu,“ segir Steinþór. „Hann hótaði að hringja í lögregluna og hann hótaði að stoppa lyftuna. Þetta er starfsmaður sem er búinn að vinna í lyftunni í mörg.“ Hann segist ekki vita til neinna slysa í brekkunni af völdum þess að iðkendur séu ýmist að renna sér á skíðum eða sleða, í þau skipti sem hann hefur mætt í brekkuna. „Manni leið eins og maður væri ekki velkominn,“ segir Steinþór. „Þetta var ekki skemmtileg upplifun.“ Ekki skíðasvæði heldur hverfisbrekka Steinþór segist skilja reglur af þessu tagi á skíðasvæðum eins og Bláfjöllum eða Skálafelli, sem séu sérstaklega hugsuð sem skíðasvæði. „Þar er meiri hraði og meiri hlutinn fer þangað til að fara á skíði. En þetta eru hverfisbrekkurnar sem fólk sækir í, allir eru saman hvort sem Siggi kemur á skíðum eða Gunna á sleða,“ segir Steinþór. „Það er oftar sem maður fer [í Ártúnsbrekkuna] á sleða en á skíði upp í Bláfjöll.“ Steinþór segist trúa því að reglunum verði breytt aftur svo sleðaiðkendur fái líka að renna sér á opnunartíma. „Ég vil ekki trúa því að þetta þurfi að vera svona. Við búum í betra samfélagi en þessu.“ Skíðasvæði Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Greint var frá nýju reglunni á Facebooksíðunni Skíðasvæðin í borginni á fimmtudag. Þar segir að undanfarin ár hafi umferð ýmiss konar sleða færst í aukana á skíðasvæðunum. Þeirri umferð hafi verið beint í jaðar brekknanna en það fyrirkomulag ekki tekist nægilega vel. „Umferð bretta, skíða og sleða á ekki samleið í skíðabrekkum. Hefur því verið ákveðið að öll umferð sleða sé óheimil á opnunartíma svæðanna,“ segir í færslunni. Utan opnunartíma sé umferð sleða heimil en brekkurnar eru opnar milli klukkan fimm og átta á virkum dögum og ellefu og fimm um helgar. Hótaði að stöðva lyftuna og hringja á lögreglu Steinþóri Carli Karlssyni, Árbæingi og iðkanda í brekkunni þar til margra ára, er verulega brugðið vegna nýju reglnanna. Hann segir frá atvikum dagsins í samtali við fréttastofu en hann mætti einu sinni sem oftar með börnunum sínum í Ártúnsbrekkuna í dag ómeðvitaður um nýju reglurnar. Starfsmaður hafi komið á eftir þeim upp í brekkuna og sagt þeim að þau mættu ekki renna sér á sleða. „Hann sagði að við þyrftum að fara hinu megin við skíðalyftuna. Af því að það væri svo mikil slysahætta og þessi svæði væru ekki tryggð. Þannig að borgin er að reyna að minnka þessa slysahættu,“ segir Steinþór. „Hann hótaði að hringja í lögregluna og hann hótaði að stoppa lyftuna. Þetta er starfsmaður sem er búinn að vinna í lyftunni í mörg.“ Hann segist ekki vita til neinna slysa í brekkunni af völdum þess að iðkendur séu ýmist að renna sér á skíðum eða sleða, í þau skipti sem hann hefur mætt í brekkuna. „Manni leið eins og maður væri ekki velkominn,“ segir Steinþór. „Þetta var ekki skemmtileg upplifun.“ Ekki skíðasvæði heldur hverfisbrekka Steinþór segist skilja reglur af þessu tagi á skíðasvæðum eins og Bláfjöllum eða Skálafelli, sem séu sérstaklega hugsuð sem skíðasvæði. „Þar er meiri hraði og meiri hlutinn fer þangað til að fara á skíði. En þetta eru hverfisbrekkurnar sem fólk sækir í, allir eru saman hvort sem Siggi kemur á skíðum eða Gunna á sleða,“ segir Steinþór. „Það er oftar sem maður fer [í Ártúnsbrekkuna] á sleða en á skíði upp í Bláfjöll.“ Steinþór segist trúa því að reglunum verði breytt aftur svo sleðaiðkendur fái líka að renna sér á opnunartíma. „Ég vil ekki trúa því að þetta þurfi að vera svona. Við búum í betra samfélagi en þessu.“
Skíðasvæði Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira