Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Lovísa Arnardóttir skrifar 23. janúar 2025 14:13 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir er tímabundið landlæknir þar til búið er að skipa nýjan. Fimm sóttu um í kjölfar þess að Alma Möller lét af því embætti og fór á þing. Guðrún var ekki einn umsækjenda. Vísir/Arnar Landlæknisembættið ítrekar í tilkynningu að ráðleggingar embættisins um mataræði taka mið af þörfum heilbrigðra einstaklinga og fela ekki í sér boð eða bönn. Meginstef ráðlegginga þeirra sé að fólk borði fjölbreytta fæðu og sé jafnframt meðvitað um mögulega skaðsemi þess að borða óhóflega mikið af rauðu kjöti, gjörunnum matvælum og vörum sem innihalda mikið af mettaðri fitu og/eða viðbættum sykri. Tilefni tilkynningar embættisins er nýleg samfélagsumræðu þar sem þau segja ýmsum rangfærslum haldið á lofti en í janúar hefur í aðsendum greinum á Vísi til dæmis verið fjalla um til dæmis rannsóknir á mettaðri fitu og kólesteróli. Sjá hér, hér og hér til dæmis. „Að þessu tilefni vill embætti landlæknis einnig koma á framfæri að ráðleggingar embættisins um mataræði sem gefnar hafa verið út hér á landi byggja á bestu vísindalegu þekkingu hvers tíma. Von er á nýjum ráðleggingum frá embættinu innan fárra vikna og hafa þær nú þegar verið kynntar fyrir ýmsum hagaðilum,“ segir í tilkynningunni. Byggja á Norrænum næringarráðleggingum Þessar nýju ráðleggingar byggja samkvæmt tilkynningunni á Norrænum næringarráðleggingum sem komu út árið 2023 og taka jafnframt mið af mataræði landsmanna. Nýjustu upplýsingum um mataræði fullorðinna var safnað á árunum 2019-2021. „Norrænu ráðleggingarnar voru unnar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar af sérfræðingahópi með fulltrúum frá heilbrigðis- og matvælayfirvöldum frá öllum Norðurlöndunum. Vinnan við þær var umfangsmikil og stóð yfir í fimm ár. Um 400 sérfræðingar á Norðurlöndunum rýndu kerfisbundið yfirlit vísindagreina og skrifuðu kafla um mismunandi næringarefni og fæðuflokka. Hver kafli var birtur til umsagnar á vefsíðu ráðlegginganna en þeir eru um 70 talsins. Ferlið var því gagnsætt og allar athugasemdir og svör birt líka. Norrænu næringarráðleggingarnar voru fyrst birtar árið 1980 og hafa því í allt verið endurskoðaðar sex sinnum á rúmum 40 árum,“ segir í tilkynningu embættisins. Þá segir að frá því á síðasta ári hafi faghópur frá háskólasamfélaginu og viðeigandi stofnunum komið að endurskoðun íslenskra ráðlegginga um mataræði á vegum embættis landlæknis. Nú þegar sé búið að birta ný viðmið um orku- og næringarefni sem sé grunnur fyrir ráðleggingarnar um mataræði. Sambærilegar ráðleggingar hafi einnig verið birtar í Danmörku, Noregi og Finnlandi og stendur til að birta í Svíþjóð á næstu vikum. „Eini munur milli þjóðanna liggur í mismunandi matarmenningu að því leyti að aðgengi og hefð fyrir að nota einstaka fæðutegundir getur verið mismunandi milli landa.“ Byggja á vísindalegum grunni Embættið ítrekar að lokum að sú vandaða vinna sem er á bak við bæði Norrænu ráðleggingarnar og nýjar ráðleggingar fyrir Ísland sé byggð á sterkum vísindalegum grunni og gerð af óháðum sérfræðingum á þessu sviði. „Ráðleggingarnar eru fyrst og fremst ætlaðar heilbrigðu fólki með það að markmiði að styðja við og efla góða heilsu til skamms og langs tíma og minnka líkur á ýmsum sjúkdómum. Einstaklingar sem glíma við heilsufarslegar áskoranir eða tiltekna sjúkdóma geta þurft sértækari ráðleggingar og stuðning við sínar matarvenjur. Þegar þörf er á slíkri aðstoð er ákjósanlegt að löggiltir næringarfræðingar eða löggiltir næringarráðgjafar veiti hana eða séu hafðir í samráði,“ segir að lokum. Heilbrigðismál Matur Matvælaframleiðsla Neytendur Heilsa Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Tilefni tilkynningar embættisins er nýleg samfélagsumræðu þar sem þau segja ýmsum rangfærslum haldið á lofti en í janúar hefur í aðsendum greinum á Vísi til dæmis verið fjalla um til dæmis rannsóknir á mettaðri fitu og kólesteróli. Sjá hér, hér og hér til dæmis. „Að þessu tilefni vill embætti landlæknis einnig koma á framfæri að ráðleggingar embættisins um mataræði sem gefnar hafa verið út hér á landi byggja á bestu vísindalegu þekkingu hvers tíma. Von er á nýjum ráðleggingum frá embættinu innan fárra vikna og hafa þær nú þegar verið kynntar fyrir ýmsum hagaðilum,“ segir í tilkynningunni. Byggja á Norrænum næringarráðleggingum Þessar nýju ráðleggingar byggja samkvæmt tilkynningunni á Norrænum næringarráðleggingum sem komu út árið 2023 og taka jafnframt mið af mataræði landsmanna. Nýjustu upplýsingum um mataræði fullorðinna var safnað á árunum 2019-2021. „Norrænu ráðleggingarnar voru unnar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar af sérfræðingahópi með fulltrúum frá heilbrigðis- og matvælayfirvöldum frá öllum Norðurlöndunum. Vinnan við þær var umfangsmikil og stóð yfir í fimm ár. Um 400 sérfræðingar á Norðurlöndunum rýndu kerfisbundið yfirlit vísindagreina og skrifuðu kafla um mismunandi næringarefni og fæðuflokka. Hver kafli var birtur til umsagnar á vefsíðu ráðlegginganna en þeir eru um 70 talsins. Ferlið var því gagnsætt og allar athugasemdir og svör birt líka. Norrænu næringarráðleggingarnar voru fyrst birtar árið 1980 og hafa því í allt verið endurskoðaðar sex sinnum á rúmum 40 árum,“ segir í tilkynningu embættisins. Þá segir að frá því á síðasta ári hafi faghópur frá háskólasamfélaginu og viðeigandi stofnunum komið að endurskoðun íslenskra ráðlegginga um mataræði á vegum embættis landlæknis. Nú þegar sé búið að birta ný viðmið um orku- og næringarefni sem sé grunnur fyrir ráðleggingarnar um mataræði. Sambærilegar ráðleggingar hafi einnig verið birtar í Danmörku, Noregi og Finnlandi og stendur til að birta í Svíþjóð á næstu vikum. „Eini munur milli þjóðanna liggur í mismunandi matarmenningu að því leyti að aðgengi og hefð fyrir að nota einstaka fæðutegundir getur verið mismunandi milli landa.“ Byggja á vísindalegum grunni Embættið ítrekar að lokum að sú vandaða vinna sem er á bak við bæði Norrænu ráðleggingarnar og nýjar ráðleggingar fyrir Ísland sé byggð á sterkum vísindalegum grunni og gerð af óháðum sérfræðingum á þessu sviði. „Ráðleggingarnar eru fyrst og fremst ætlaðar heilbrigðu fólki með það að markmiði að styðja við og efla góða heilsu til skamms og langs tíma og minnka líkur á ýmsum sjúkdómum. Einstaklingar sem glíma við heilsufarslegar áskoranir eða tiltekna sjúkdóma geta þurft sértækari ráðleggingar og stuðning við sínar matarvenjur. Þegar þörf er á slíkri aðstoð er ákjósanlegt að löggiltir næringarfræðingar eða löggiltir næringarráðgjafar veiti hana eða séu hafðir í samráði,“ segir að lokum.
Heilbrigðismál Matur Matvælaframleiðsla Neytendur Heilsa Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent