Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar 23. janúar 2025 10:00 Það er margt líkt með gatnakerfinu og tönnunum okkar. Ótrúlegt en satt. Tannlækningar eru lykilþáttur í því að viðhalda góðri heilsu og vellíðan. Með reglulegum heimsóknum til tannlæknis og góðri tannhirðu er hægt að koma í veg fyrir mörg algengustu vandamál. Tannlæknar sérhæfa sig í greiningu, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að heilbrigðum tönnum og tannholdi. En svo gera þeir við holurnar ef illa hefur farið. Það er ekkert grín að skemma bílinn sinn. Það er alveg hundfúlt. Sérstaklega er fúlt ef bíllinn skemmist við það eitt að skella í óvænta holu á veginum. Holu sem var kannski ekki þarna í gær. Til að koma í veg fyrir holur í götunum þarf að beita sömu aðferðum og tannlæknar. Það þarf að skoða reglulega og sérhæfa sig í greiningu, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að heilu og fínu yfirborði. En svo þarf að gera við holuna hratt og vel ef illa hefur farið. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að holur myndast í vegum. Umhleypingar, vatn, frost og þíða hafa mikil áhrif. Slíkt veðurfar er eins og harðar karamellur fyrir vegi. Lítil sprunga í vegi, sem fyllist af vatni sem svo frýs og þiðnar aftur myndar spennu í veginum. Þegar þungum bíl er ekið yfir sprunguna á þessum tímapunkti getur hola myndast mjög hratt. Það er heldur ekkert grín að brjóta tönn. Það er alveg hundfúlt. Sérstaklega er fúlt skemma tönn við það að bíta í eitthvað eins og gómsæta karamellu. Eitthvað sem þú hefur margoft bitið í. Líklega brotnar hún vegna þess að fyrir var veikleiki eða lítil sprunga. Þegar tönn brotnar þarf að hafa samband við tannlækni. Hann getur fyllt í holuna til bráðabirgða og svo gefið þér tíma í betri viðgerð. Þegar vegur brotnar þarf að líka að láta vita. Þá ber veghaldara skylda til að láta laga holuna til bráðabirgða þar til hægt er að framkvæma betri viðgerð. Í áratugi hefur vegum á Íslandi ekki verið nægilega vel við haldið. Vegagerðin er fjársvelt og getur með núverandi fjárveitingum aðeins sinnt bráðaviðhaldi. Forsvarsmenn Vegagerðarinnar telja viðhaldsskuld okkar við vegakerfið okkar nema tugum milljarða. Vonandi kemur sá tími að veitt verði fé í viðhald vega og vonandi kemur sá tími að ákveðið verður að leggja betri vegi. Þangað til verðum við að sætta okkur við lélega umhirðu og tjasla í holur svo þær skemmi ekki bíla og valdi ekki slysum. Tilkynnum holur sem verða á vegi okkar. Til dæmis með því að senda línu á Vegagerðina eða með því að nota vegbot.is Höfundur er framkvæmdastjóri Colas. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er margt líkt með gatnakerfinu og tönnunum okkar. Ótrúlegt en satt. Tannlækningar eru lykilþáttur í því að viðhalda góðri heilsu og vellíðan. Með reglulegum heimsóknum til tannlæknis og góðri tannhirðu er hægt að koma í veg fyrir mörg algengustu vandamál. Tannlæknar sérhæfa sig í greiningu, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að heilbrigðum tönnum og tannholdi. En svo gera þeir við holurnar ef illa hefur farið. Það er ekkert grín að skemma bílinn sinn. Það er alveg hundfúlt. Sérstaklega er fúlt ef bíllinn skemmist við það eitt að skella í óvænta holu á veginum. Holu sem var kannski ekki þarna í gær. Til að koma í veg fyrir holur í götunum þarf að beita sömu aðferðum og tannlæknar. Það þarf að skoða reglulega og sérhæfa sig í greiningu, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að heilu og fínu yfirborði. En svo þarf að gera við holuna hratt og vel ef illa hefur farið. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að holur myndast í vegum. Umhleypingar, vatn, frost og þíða hafa mikil áhrif. Slíkt veðurfar er eins og harðar karamellur fyrir vegi. Lítil sprunga í vegi, sem fyllist af vatni sem svo frýs og þiðnar aftur myndar spennu í veginum. Þegar þungum bíl er ekið yfir sprunguna á þessum tímapunkti getur hola myndast mjög hratt. Það er heldur ekkert grín að brjóta tönn. Það er alveg hundfúlt. Sérstaklega er fúlt skemma tönn við það að bíta í eitthvað eins og gómsæta karamellu. Eitthvað sem þú hefur margoft bitið í. Líklega brotnar hún vegna þess að fyrir var veikleiki eða lítil sprunga. Þegar tönn brotnar þarf að hafa samband við tannlækni. Hann getur fyllt í holuna til bráðabirgða og svo gefið þér tíma í betri viðgerð. Þegar vegur brotnar þarf að líka að láta vita. Þá ber veghaldara skylda til að láta laga holuna til bráðabirgða þar til hægt er að framkvæma betri viðgerð. Í áratugi hefur vegum á Íslandi ekki verið nægilega vel við haldið. Vegagerðin er fjársvelt og getur með núverandi fjárveitingum aðeins sinnt bráðaviðhaldi. Forsvarsmenn Vegagerðarinnar telja viðhaldsskuld okkar við vegakerfið okkar nema tugum milljarða. Vonandi kemur sá tími að veitt verði fé í viðhald vega og vonandi kemur sá tími að ákveðið verður að leggja betri vegi. Þangað til verðum við að sætta okkur við lélega umhirðu og tjasla í holur svo þær skemmi ekki bíla og valdi ekki slysum. Tilkynnum holur sem verða á vegi okkar. Til dæmis með því að senda línu á Vegagerðina eða með því að nota vegbot.is Höfundur er framkvæmdastjóri Colas.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar