Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. janúar 2025 08:36 Budde hefur almennt fengið mikið lof fyrir ræðu sína, jafnvel þótt hún hafi farið í pirrurnar á forsetanum og stuðningsmönnum hans. „Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup,“ segja séra Bjarni Karlsson og séra Jóna Hrönn Bolladóttir í aðsendri grein á Vísi í morgun. Tilefnið eru harkaleg viðbrögð Donald Trump við ræðu biskupsins Mariann Edgar Budde í guðsþjónustu á mánudag, sama dag og Trump sór embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna. „Þarna stóð hún þessi miðaldra kona svo hógvær í yfirbragði en talaði með þeim hætti að undrun, ráðaleysi og gremja skein af ásjónu Trump og hans glæsta föruneytis,“ segja Bjarni og Jóna. Mikið hefur verið fjallað um ræðuna og viðbrögð Trump í fjölmiðlum og á samskiptamiðlunum en Budde notaði tækifærið til að biðla til forsetans um að sýna minnihlutahópum, hinsegin fólki og innflytjendum, mildi og miskunn. Eins og kunnugt er undirritaði Trump samdægurs fjölda forsetatilskipana sem fela í sér aðför að umræddum hópum og þá fordæmdi hann Budde á Truth Social og kallaði hana „öfga vinstri harðlínu Trump hatara“. Í grein sinni segja Bjarni og Jóna að í messunni á mánudag hafi yfirráðavaldið verið afhjúpað og máttleysi þess auglýst svo heimsbyggðin gæti séð og munað. „Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup. Hún vitnaði til þess hvernig hann hefði sjálfur átt reynslu af guðlegri vernd og bað hann að unna öllu fólki miskunnar líkt og hann hafi miskunn hlotið. Án allra stóryrða ljáði hún hinum óttaslegnu í landinu rödd.“ Prestarnir segja ræðu Budde munu hafa mikil áhrif og vekja von. Fólk geti valið veg friðar og einingar ef það vill; „menning fyrirlitningarinnar“ sé misskilningur byggður á þröngu heimildavali. Fólk sé óttaslegið Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, hefur einnig tjáð sig um málið og segir á Facebook að það sé hlutverk kristinnar kirkju að standa með þeim og vera rödd þeirra sem verða undir í samfélaginu. „Þetta hefur varla verið auðveldasta ræða sem hún hefur flutt, að standa frammi fyrir nýkjörnum forseta, ávarpa hann beint og biðja hann um að sýna miskunn,“ segir biskup um Budde. „Það sem hún gerði krafðist hugrekkis sem hún hefur án efa sótt til Guðs og góðra ráðgjafa.“ Biskup segir fyrsta dag Trump í embætti hafa sýnt að hann hyggist ekki sýna þá miskunnsemi sem Budde kallaði eftir. Margir séu enn óttaslegnari en áður. Hins vegar sé alveg sama hversu margar tilskipanir hann undirritar; fólk muni alltaf rísa upp og berjast gegn óréttlæti. Það sé mikilvægt að sofna ekki á verðinum þegar kemur að mannréttindum. „Ég er svo þakklát Mariann Edgar Budde fyrir að hafa haldið einmitt þessa prédikun í dag. Guð gefi að ræðan hennar sái fræjum þrátt fyrir allt.“ Bandaríkin Trúmál Donald Trump Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Tilefnið eru harkaleg viðbrögð Donald Trump við ræðu biskupsins Mariann Edgar Budde í guðsþjónustu á mánudag, sama dag og Trump sór embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna. „Þarna stóð hún þessi miðaldra kona svo hógvær í yfirbragði en talaði með þeim hætti að undrun, ráðaleysi og gremja skein af ásjónu Trump og hans glæsta föruneytis,“ segja Bjarni og Jóna. Mikið hefur verið fjallað um ræðuna og viðbrögð Trump í fjölmiðlum og á samskiptamiðlunum en Budde notaði tækifærið til að biðla til forsetans um að sýna minnihlutahópum, hinsegin fólki og innflytjendum, mildi og miskunn. Eins og kunnugt er undirritaði Trump samdægurs fjölda forsetatilskipana sem fela í sér aðför að umræddum hópum og þá fordæmdi hann Budde á Truth Social og kallaði hana „öfga vinstri harðlínu Trump hatara“. Í grein sinni segja Bjarni og Jóna að í messunni á mánudag hafi yfirráðavaldið verið afhjúpað og máttleysi þess auglýst svo heimsbyggðin gæti séð og munað. „Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup. Hún vitnaði til þess hvernig hann hefði sjálfur átt reynslu af guðlegri vernd og bað hann að unna öllu fólki miskunnar líkt og hann hafi miskunn hlotið. Án allra stóryrða ljáði hún hinum óttaslegnu í landinu rödd.“ Prestarnir segja ræðu Budde munu hafa mikil áhrif og vekja von. Fólk geti valið veg friðar og einingar ef það vill; „menning fyrirlitningarinnar“ sé misskilningur byggður á þröngu heimildavali. Fólk sé óttaslegið Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, hefur einnig tjáð sig um málið og segir á Facebook að það sé hlutverk kristinnar kirkju að standa með þeim og vera rödd þeirra sem verða undir í samfélaginu. „Þetta hefur varla verið auðveldasta ræða sem hún hefur flutt, að standa frammi fyrir nýkjörnum forseta, ávarpa hann beint og biðja hann um að sýna miskunn,“ segir biskup um Budde. „Það sem hún gerði krafðist hugrekkis sem hún hefur án efa sótt til Guðs og góðra ráðgjafa.“ Biskup segir fyrsta dag Trump í embætti hafa sýnt að hann hyggist ekki sýna þá miskunnsemi sem Budde kallaði eftir. Margir séu enn óttaslegnari en áður. Hins vegar sé alveg sama hversu margar tilskipanir hann undirritar; fólk muni alltaf rísa upp og berjast gegn óréttlæti. Það sé mikilvægt að sofna ekki á verðinum þegar kemur að mannréttindum. „Ég er svo þakklát Mariann Edgar Budde fyrir að hafa haldið einmitt þessa prédikun í dag. Guð gefi að ræðan hennar sái fræjum þrátt fyrir allt.“
Bandaríkin Trúmál Donald Trump Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira