Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. janúar 2025 08:36 Budde hefur almennt fengið mikið lof fyrir ræðu sína, jafnvel þótt hún hafi farið í pirrurnar á forsetanum og stuðningsmönnum hans. „Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup,“ segja séra Bjarni Karlsson og séra Jóna Hrönn Bolladóttir í aðsendri grein á Vísi í morgun. Tilefnið eru harkaleg viðbrögð Donald Trump við ræðu biskupsins Mariann Edgar Budde í guðsþjónustu á mánudag, sama dag og Trump sór embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna. „Þarna stóð hún þessi miðaldra kona svo hógvær í yfirbragði en talaði með þeim hætti að undrun, ráðaleysi og gremja skein af ásjónu Trump og hans glæsta föruneytis,“ segja Bjarni og Jóna. Mikið hefur verið fjallað um ræðuna og viðbrögð Trump í fjölmiðlum og á samskiptamiðlunum en Budde notaði tækifærið til að biðla til forsetans um að sýna minnihlutahópum, hinsegin fólki og innflytjendum, mildi og miskunn. Eins og kunnugt er undirritaði Trump samdægurs fjölda forsetatilskipana sem fela í sér aðför að umræddum hópum og þá fordæmdi hann Budde á Truth Social og kallaði hana „öfga vinstri harðlínu Trump hatara“. Í grein sinni segja Bjarni og Jóna að í messunni á mánudag hafi yfirráðavaldið verið afhjúpað og máttleysi þess auglýst svo heimsbyggðin gæti séð og munað. „Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup. Hún vitnaði til þess hvernig hann hefði sjálfur átt reynslu af guðlegri vernd og bað hann að unna öllu fólki miskunnar líkt og hann hafi miskunn hlotið. Án allra stóryrða ljáði hún hinum óttaslegnu í landinu rödd.“ Prestarnir segja ræðu Budde munu hafa mikil áhrif og vekja von. Fólk geti valið veg friðar og einingar ef það vill; „menning fyrirlitningarinnar“ sé misskilningur byggður á þröngu heimildavali. Fólk sé óttaslegið Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, hefur einnig tjáð sig um málið og segir á Facebook að það sé hlutverk kristinnar kirkju að standa með þeim og vera rödd þeirra sem verða undir í samfélaginu. „Þetta hefur varla verið auðveldasta ræða sem hún hefur flutt, að standa frammi fyrir nýkjörnum forseta, ávarpa hann beint og biðja hann um að sýna miskunn,“ segir biskup um Budde. „Það sem hún gerði krafðist hugrekkis sem hún hefur án efa sótt til Guðs og góðra ráðgjafa.“ Biskup segir fyrsta dag Trump í embætti hafa sýnt að hann hyggist ekki sýna þá miskunnsemi sem Budde kallaði eftir. Margir séu enn óttaslegnari en áður. Hins vegar sé alveg sama hversu margar tilskipanir hann undirritar; fólk muni alltaf rísa upp og berjast gegn óréttlæti. Það sé mikilvægt að sofna ekki á verðinum þegar kemur að mannréttindum. „Ég er svo þakklát Mariann Edgar Budde fyrir að hafa haldið einmitt þessa prédikun í dag. Guð gefi að ræðan hennar sái fræjum þrátt fyrir allt.“ Bandaríkin Trúmál Donald Trump Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Tilefnið eru harkaleg viðbrögð Donald Trump við ræðu biskupsins Mariann Edgar Budde í guðsþjónustu á mánudag, sama dag og Trump sór embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna. „Þarna stóð hún þessi miðaldra kona svo hógvær í yfirbragði en talaði með þeim hætti að undrun, ráðaleysi og gremja skein af ásjónu Trump og hans glæsta föruneytis,“ segja Bjarni og Jóna. Mikið hefur verið fjallað um ræðuna og viðbrögð Trump í fjölmiðlum og á samskiptamiðlunum en Budde notaði tækifærið til að biðla til forsetans um að sýna minnihlutahópum, hinsegin fólki og innflytjendum, mildi og miskunn. Eins og kunnugt er undirritaði Trump samdægurs fjölda forsetatilskipana sem fela í sér aðför að umræddum hópum og þá fordæmdi hann Budde á Truth Social og kallaði hana „öfga vinstri harðlínu Trump hatara“. Í grein sinni segja Bjarni og Jóna að í messunni á mánudag hafi yfirráðavaldið verið afhjúpað og máttleysi þess auglýst svo heimsbyggðin gæti séð og munað. „Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup. Hún vitnaði til þess hvernig hann hefði sjálfur átt reynslu af guðlegri vernd og bað hann að unna öllu fólki miskunnar líkt og hann hafi miskunn hlotið. Án allra stóryrða ljáði hún hinum óttaslegnu í landinu rödd.“ Prestarnir segja ræðu Budde munu hafa mikil áhrif og vekja von. Fólk geti valið veg friðar og einingar ef það vill; „menning fyrirlitningarinnar“ sé misskilningur byggður á þröngu heimildavali. Fólk sé óttaslegið Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, hefur einnig tjáð sig um málið og segir á Facebook að það sé hlutverk kristinnar kirkju að standa með þeim og vera rödd þeirra sem verða undir í samfélaginu. „Þetta hefur varla verið auðveldasta ræða sem hún hefur flutt, að standa frammi fyrir nýkjörnum forseta, ávarpa hann beint og biðja hann um að sýna miskunn,“ segir biskup um Budde. „Það sem hún gerði krafðist hugrekkis sem hún hefur án efa sótt til Guðs og góðra ráðgjafa.“ Biskup segir fyrsta dag Trump í embætti hafa sýnt að hann hyggist ekki sýna þá miskunnsemi sem Budde kallaði eftir. Margir séu enn óttaslegnari en áður. Hins vegar sé alveg sama hversu margar tilskipanir hann undirritar; fólk muni alltaf rísa upp og berjast gegn óréttlæti. Það sé mikilvægt að sofna ekki á verðinum þegar kemur að mannréttindum. „Ég er svo þakklát Mariann Edgar Budde fyrir að hafa haldið einmitt þessa prédikun í dag. Guð gefi að ræðan hennar sái fræjum þrátt fyrir allt.“
Bandaríkin Trúmál Donald Trump Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira