Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 21. janúar 2025 12:16 Mynd frá Neskaupstað í morgun. Útlínur þriggja flóða úr Skágili, Nesgili og Bakkagili eru rissaðar gróflega með rauðu á myndina. Veðurstofan Rýmingum í Neskaupstað vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt. Enn er verið að fara yfir gögn og meta hvort aflétta eigi rýmingum á Seyðisfirði strax. Verkefnastjóri almannavarna á Austfjörðum segir ánægjulegt að óvissuástandinu sé að ljúka. Rúmlega tvö hundruð manns hafði verið gert að rýma heimili sitt í bæjunum tveimur. Mikil úrkoma var á Austfjörðum síðustu tvo sólarhringa og snjóflóðahætta fylgdi henni. Nokkur flóð féllu fyrir ofan Neskaupstað en engin ógnuðu byggð. Þrjú flóð í nótt og þrjú flóð aðfaranótt mánudags. Vegurinn um Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar var lengi vel lokaður og komust íbúar Seyðisfjarðar þá ekki út úr bænum. Nú hafa almannavarnir ákveðið að aflétta rýmingum í Neskaupstað. Jón Björn Hákonarson, verkefnastjóri almannavarna á Austfjörðum og íbúi í Neskaupstað, segir gott að allt hafi farið á besta veg og engin snjóflóð fallið á byggð. „Rýmingar eru ekki gerðar í neinu tómarúmi, þeir eru auðvitað gerðar með öryggissjónarmið í fyrirrúmi. Ef eitthvað skildi koma upp og veður skildi fara þannig. Það er alltaf heilmikið inngrip en engu að síður afskaplega gleðilegt þegar þeim lýkur og það hefur ekki reynt á neitt. Við erum ánægð yfir því,“ segir Jón Björn. Veðrið er að skána í Neskaupstað en í gær var spáð mikilli ofankomu og hvassviðri. „Það var ekki eins mikið og menn ætluðu. Það var ofankoma fram eftir morgun, ekki eins mikið og búist var við,“ segir Jón Björn. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er óhætt að aflétta rýmingu í Neskaupstað. Enn er verið að skoða gögn varðandi Seyðisfjörð og hvort hægt sé að aflétta rýmingum þar. Þar snjóaði í nótt, annað en í Neskaupstað, og þurfa vísindamenn að meta stöðuna betur eftir hádegi. Gert er ráð fyrir að rýmingum verði aflétt þar síðar í dag. Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Náttúruhamfarir Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Sjá meira
Rúmlega tvö hundruð manns hafði verið gert að rýma heimili sitt í bæjunum tveimur. Mikil úrkoma var á Austfjörðum síðustu tvo sólarhringa og snjóflóðahætta fylgdi henni. Nokkur flóð féllu fyrir ofan Neskaupstað en engin ógnuðu byggð. Þrjú flóð í nótt og þrjú flóð aðfaranótt mánudags. Vegurinn um Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar var lengi vel lokaður og komust íbúar Seyðisfjarðar þá ekki út úr bænum. Nú hafa almannavarnir ákveðið að aflétta rýmingum í Neskaupstað. Jón Björn Hákonarson, verkefnastjóri almannavarna á Austfjörðum og íbúi í Neskaupstað, segir gott að allt hafi farið á besta veg og engin snjóflóð fallið á byggð. „Rýmingar eru ekki gerðar í neinu tómarúmi, þeir eru auðvitað gerðar með öryggissjónarmið í fyrirrúmi. Ef eitthvað skildi koma upp og veður skildi fara þannig. Það er alltaf heilmikið inngrip en engu að síður afskaplega gleðilegt þegar þeim lýkur og það hefur ekki reynt á neitt. Við erum ánægð yfir því,“ segir Jón Björn. Veðrið er að skána í Neskaupstað en í gær var spáð mikilli ofankomu og hvassviðri. „Það var ekki eins mikið og menn ætluðu. Það var ofankoma fram eftir morgun, ekki eins mikið og búist var við,“ segir Jón Björn. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er óhætt að aflétta rýmingu í Neskaupstað. Enn er verið að skoða gögn varðandi Seyðisfjörð og hvort hægt sé að aflétta rýmingum þar. Þar snjóaði í nótt, annað en í Neskaupstað, og þurfa vísindamenn að meta stöðuna betur eftir hádegi. Gert er ráð fyrir að rýmingum verði aflétt þar síðar í dag.
Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Náttúruhamfarir Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Sjá meira