Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar 20. janúar 2025 14:33 Nú er allt upp í loft út af Hvammsvirkjun ‒ og einmitt á slíkum stundum er mikilvægt að fara varlega. Þetta er eitt af því sem þarf að hafa í huga: Áhugamönnum um þessa virkjun og aðrar svíður að ekkert skuli ganga í framkvæmdum eftir að alþingi er búið að setja virkjunina í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Menn virðast telja að málinu ljúki með atkvæðagreiðslunni á þingi ‒ og svokallað „leyfisveitingaferli“ sé til óþurftar. Að minnsta kosti eigi efasemdarmenn og gagnrýnendur að loka munni snarlega. Og síðasti orku- og umhverfisráðherra kallaði þá nánast þjóðníðinga sem leyfðu sér að standa í kærumálum og tefja hinar þjóðnauðsynlegu framkvæmdir. Er þetta svona? Rammaáætlun var komið á með lögum árið 2011 ‒ í ríkisstjórn D og S ‒ og fyrsta áætlunin samkvæmt þeim lögum var samþykkt á alþingi vorið 2013. Veit allt um það af því ég var framsögumaður umhverfisnefndar þegar málið kom til afgreiðslu á alþingi. Í greinargerð („athugasemdum“ heitir það á þingmállýskunni) með lagafrumvarpinu eru skýrð meginatriði hins nýja kerfis um verndar- og orkunýtingu landsvæða: „Lagt er til að stjórnvöldum sé heimilt en ekki skylt að veita leyfi til orkuvinnslu vegna þeirra virkjunarkosta sem falla í nýtingarhluta áætlunarinnar. Verndar- og nýtingaráætlunin feli því ekki í sér afstöðu þingsins til þess hvaða virkjunarkostir skuli nýttir á tímabilinu heldur eingöngu hvaða virkjunarkostir geti farið í hefðbundið leyfisveitingarferli og hvaða virkjunum er heimilt að gera ráð fyrir í skipulagi sveitarfélaga.“ Takið eftir: „heimilt en ekki skylt“ að veita leyfi. Og samþykktin felur ekki „í sér afstöðu þingsins“ til virkjunarframkvæmda heldur „eingöngu“ til þess hvaða kostir getir farið í leyfisveitingaferlið. Ákvörðun þingsins um landsvæði og virkjunarkosti snýst ekki um það að nú skuli virkja þessa á eða þetta jarðvarmasvæði en ekki aðra/annað ‒ heldur taka alþingismenn fyrst og fremst ákvörðun um það hvaða landsvæði skuli friða fyrir orkunýtingu ‒ og nýta þá með öðrum hætti, svo sem til útivistar, ferðamennsku, landbúnaðar, vísindarannsókna o.s.frv. Þeir kostir/svæði sem ekki fá þessa vernd falla í svokallaðan orkunýtingarflokk. Væntanlegir framkvæmendur standa þá frammi fyrir hinu „hefðbundna leyfisveitingarferli“ ‒ sem meðal annars felur í sér mat á umhverfisákvörðunum og rétt almennings til upplýsinga og áhrifa samkvæmt innleiðingu Árósasamningsins í lagasafnið. Öðruvísi, mjög stutt: Áður þurfti samþykki alþingis til allra umtalsverðra virkjunarframkvæmda á landinu. Virkjanirnar voru þá samþykktar inn í raforkulögin ‒ og eftir samþykktina höfðu framkvæmendur meira og minna frjálsar hendur ‒ án umhverfismats og Árósasamnings. Um aldamótin var þessu breytt ‒ til hagræðis fyrir framkvæmendur ‒ þannig að valdið var fært úr höndum þingsins og til iðnaðarráðherra, sem veitti virkjunarleyfi, að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Um svipað leyti var svo tekið upp umhverfismatið, og smám saman Árósaáfangar sem tryggðu almenningi aukinn rétt. Þetta breyttist svo með rammaáætlun, sem hér komst á að frumkvæði Samfylkingarinnar 2011 og 2013. Þá var ákveðið að eftir rækilega faglega vinnu tæki alþingi afstöðu til tillagna um skiptingu tiltekinna svæða/kosta í verndar- og orkunýtingarflokk (og gæti svo geymt sumt í biðflokki). Kostirnir/svæðin í orkunýtingarflokki héldu svo áfram, einsog áður, í sitt ferli. Það er hins vegar ekki Alþingi sem tekur ákvörðun um að virkja. Sem áður segir: Stjórnvöldum er heimilt en ekki skylt að veita virkjunarleyfi. Atkvæðagreiðslan á þinginu lýsir ekki afstöðu til að virkja á einstökum stöðum heldur eingöngu til þess hvað getur farið í hefðbundið leyfisveitingarferli. Hvammsvirkjun hefur gengið illa í þessu ferli ‒ en það er ekki rammaáætlun að kenna eða þakka. Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Alþingi Vatnsaflsvirkjanir Mörður Árnason Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Nú er allt upp í loft út af Hvammsvirkjun ‒ og einmitt á slíkum stundum er mikilvægt að fara varlega. Þetta er eitt af því sem þarf að hafa í huga: Áhugamönnum um þessa virkjun og aðrar svíður að ekkert skuli ganga í framkvæmdum eftir að alþingi er búið að setja virkjunina í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Menn virðast telja að málinu ljúki með atkvæðagreiðslunni á þingi ‒ og svokallað „leyfisveitingaferli“ sé til óþurftar. Að minnsta kosti eigi efasemdarmenn og gagnrýnendur að loka munni snarlega. Og síðasti orku- og umhverfisráðherra kallaði þá nánast þjóðníðinga sem leyfðu sér að standa í kærumálum og tefja hinar þjóðnauðsynlegu framkvæmdir. Er þetta svona? Rammaáætlun var komið á með lögum árið 2011 ‒ í ríkisstjórn D og S ‒ og fyrsta áætlunin samkvæmt þeim lögum var samþykkt á alþingi vorið 2013. Veit allt um það af því ég var framsögumaður umhverfisnefndar þegar málið kom til afgreiðslu á alþingi. Í greinargerð („athugasemdum“ heitir það á þingmállýskunni) með lagafrumvarpinu eru skýrð meginatriði hins nýja kerfis um verndar- og orkunýtingu landsvæða: „Lagt er til að stjórnvöldum sé heimilt en ekki skylt að veita leyfi til orkuvinnslu vegna þeirra virkjunarkosta sem falla í nýtingarhluta áætlunarinnar. Verndar- og nýtingaráætlunin feli því ekki í sér afstöðu þingsins til þess hvaða virkjunarkostir skuli nýttir á tímabilinu heldur eingöngu hvaða virkjunarkostir geti farið í hefðbundið leyfisveitingarferli og hvaða virkjunum er heimilt að gera ráð fyrir í skipulagi sveitarfélaga.“ Takið eftir: „heimilt en ekki skylt“ að veita leyfi. Og samþykktin felur ekki „í sér afstöðu þingsins“ til virkjunarframkvæmda heldur „eingöngu“ til þess hvaða kostir getir farið í leyfisveitingaferlið. Ákvörðun þingsins um landsvæði og virkjunarkosti snýst ekki um það að nú skuli virkja þessa á eða þetta jarðvarmasvæði en ekki aðra/annað ‒ heldur taka alþingismenn fyrst og fremst ákvörðun um það hvaða landsvæði skuli friða fyrir orkunýtingu ‒ og nýta þá með öðrum hætti, svo sem til útivistar, ferðamennsku, landbúnaðar, vísindarannsókna o.s.frv. Þeir kostir/svæði sem ekki fá þessa vernd falla í svokallaðan orkunýtingarflokk. Væntanlegir framkvæmendur standa þá frammi fyrir hinu „hefðbundna leyfisveitingarferli“ ‒ sem meðal annars felur í sér mat á umhverfisákvörðunum og rétt almennings til upplýsinga og áhrifa samkvæmt innleiðingu Árósasamningsins í lagasafnið. Öðruvísi, mjög stutt: Áður þurfti samþykki alþingis til allra umtalsverðra virkjunarframkvæmda á landinu. Virkjanirnar voru þá samþykktar inn í raforkulögin ‒ og eftir samþykktina höfðu framkvæmendur meira og minna frjálsar hendur ‒ án umhverfismats og Árósasamnings. Um aldamótin var þessu breytt ‒ til hagræðis fyrir framkvæmendur ‒ þannig að valdið var fært úr höndum þingsins og til iðnaðarráðherra, sem veitti virkjunarleyfi, að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Um svipað leyti var svo tekið upp umhverfismatið, og smám saman Árósaáfangar sem tryggðu almenningi aukinn rétt. Þetta breyttist svo með rammaáætlun, sem hér komst á að frumkvæði Samfylkingarinnar 2011 og 2013. Þá var ákveðið að eftir rækilega faglega vinnu tæki alþingi afstöðu til tillagna um skiptingu tiltekinna svæða/kosta í verndar- og orkunýtingarflokk (og gæti svo geymt sumt í biðflokki). Kostirnir/svæðin í orkunýtingarflokki héldu svo áfram, einsog áður, í sitt ferli. Það er hins vegar ekki Alþingi sem tekur ákvörðun um að virkja. Sem áður segir: Stjórnvöldum er heimilt en ekki skylt að veita virkjunarleyfi. Atkvæðagreiðslan á þinginu lýsir ekki afstöðu til að virkja á einstökum stöðum heldur eingöngu til þess hvað getur farið í hefðbundið leyfisveitingarferli. Hvammsvirkjun hefur gengið illa í þessu ferli ‒ en það er ekki rammaáætlun að kenna eða þakka. Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun