Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2025 20:05 Það skemmtilegasta, sem Día gerir á Móbergi er að syngja fyrir heimilisfólk, sem kann vel að meta söng hennar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir sextíu heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi eru heppnir því þar er starfsmaður frá Filippseyjum, sem syngur fyrir þá við umönnunarstörfin sín og stundum heldur starfsmaðurinn tónleika fyrir allt fólkið og þá er sungið og dansað af mikilli innlifun. Móberg er tveggja hæða hringlaga hjúkrunarheimili þar sem 60 heimilismenn búa og starfsmenn heimilisins erum um 90. Nokkrir starfsmenn frá Filippseyjum vinna á Móbergi og þar á meðal hún Día eins og hún er alltaf kölluð en hún hefur búið á Íslandi í 13 ár. Día er að læra að vera sjúkraliði en alltaf á vöktunum sínum þá syngur hún mikið fyrir heimilisfólkið um leið og hún er að sinna því. Þetta kann fólkið virkilega vel að meta en stundum hefur hún brugðið á það ráð að bjóða öllum á Móbergi á einkatónleika. „Ég er að vinna hér í umönnun og þegar það er ekkert sérstakt í gangi þá er ég að syngja fyrir heimilisfólkið af því að ég elska að syngja líka. Mér finnst mjög gaman að sjá andlitin þeirra þegar ég er að syngja og þess vegna langar mig bara að syngja meira því mér finnst mjög gaman að sjá jákvæðu viðbrögðin, sem ég fæ,” segir Día. Hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi þar sem 60 heimilismenn búa og starfsmenn eru um 90 talsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heimilisfólkið og aðstandendur þess eru í skýjunum með Díu og annað starfsfólk á Móbergi. „Þetta brýtur um daginn og gerir bara gleði og ánægju, mér finnst þetta dásamlegt,” segir Viktoría Guðmundsdóttir aðstandandi en Páll Jón Bjarnason, eiginmaður hennar sem býr á Móbergi Lögin sem Día syngur eru allskonar, sum róleg en önnur þar sem er meira fjör er og þá fer fólkið út á gólf og dansar af mikilli innlifun. „Það er alveg geðveikt að hafa svona starfsmann. Söngurinn er svo rosalega mikilvægur, fólk man öll lögin eins og þú kannski heyrðir þá voru sumir mjög duglegir að syngja með,” segir Ásta Tryggvadóttir, deildarstjóri á Móbergi. Día, starfsmaður á Móbergi og Ásta deildarstjóri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hjúkrunarheimili Filippseyjar Tónlist Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Móberg er tveggja hæða hringlaga hjúkrunarheimili þar sem 60 heimilismenn búa og starfsmenn heimilisins erum um 90. Nokkrir starfsmenn frá Filippseyjum vinna á Móbergi og þar á meðal hún Día eins og hún er alltaf kölluð en hún hefur búið á Íslandi í 13 ár. Día er að læra að vera sjúkraliði en alltaf á vöktunum sínum þá syngur hún mikið fyrir heimilisfólkið um leið og hún er að sinna því. Þetta kann fólkið virkilega vel að meta en stundum hefur hún brugðið á það ráð að bjóða öllum á Móbergi á einkatónleika. „Ég er að vinna hér í umönnun og þegar það er ekkert sérstakt í gangi þá er ég að syngja fyrir heimilisfólkið af því að ég elska að syngja líka. Mér finnst mjög gaman að sjá andlitin þeirra þegar ég er að syngja og þess vegna langar mig bara að syngja meira því mér finnst mjög gaman að sjá jákvæðu viðbrögðin, sem ég fæ,” segir Día. Hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi þar sem 60 heimilismenn búa og starfsmenn eru um 90 talsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heimilisfólkið og aðstandendur þess eru í skýjunum með Díu og annað starfsfólk á Móbergi. „Þetta brýtur um daginn og gerir bara gleði og ánægju, mér finnst þetta dásamlegt,” segir Viktoría Guðmundsdóttir aðstandandi en Páll Jón Bjarnason, eiginmaður hennar sem býr á Móbergi Lögin sem Día syngur eru allskonar, sum róleg en önnur þar sem er meira fjör er og þá fer fólkið út á gólf og dansar af mikilli innlifun. „Það er alveg geðveikt að hafa svona starfsmann. Söngurinn er svo rosalega mikilvægur, fólk man öll lögin eins og þú kannski heyrðir þá voru sumir mjög duglegir að syngja með,” segir Ásta Tryggvadóttir, deildarstjóri á Móbergi. Día, starfsmaður á Móbergi og Ásta deildarstjóri.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hjúkrunarheimili Filippseyjar Tónlist Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira