Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar 15. janúar 2025 11:32 Reykjavíkurflugvöllur hefur lengi verið lífæð fyrir innanlandsflug, sjúkraflug og almenna flugstarfsemi á Íslandi. Þrátt fyrir mikilvægi hans hefur flugvöllurinn verið í hættu undanfarinn áratug vegna markvissra aðgerða í þágu niðurrifs. Árið 2013 lagði Reykjavíkurborg fram aðalskipulag sem fól í sér markvisst niðurrif á Reykjavíkurflugvelli. Í því stóð að neyðarbrautin skildi vera aflögð sama ár, norður-suður brautin yrði aflögð 2016 og flugstarfsemin yrði með öllu aflögð 2024. Þetta var sett fram án þess að nokkar lausnir væru fyrir hendi fyrir þá mikilvægu starfsemi sem fer fram á flugvellinum. Flugsamfélagið mótmælti harðlega og metfjölda undirskrifta safnað fyrir óbreyttri starfsemi vallarins. Þjóðfélagsþrýstingurinn var slíkur að borgin hrökklaðist til baka með aðalskipulagið og neyddist til að semja við ríkið og setja málið í sáttaferil. Sáttin fólst í víðtækri leit að flugvallarstæði, þeirri stærstu hingað til, og að flugvöllurinn fengi að vera áfram á skipulagi. Hliðarsamkomulag var gert sem gerði ráð fyrir lokun einnar af þremur brautum vallarins. Þar voru jafnfram önnur mikilvæg samningsatriði auk þess sem samið var um fellingu trjáa í þágu flugstarfseminnar. Nú, rúmum áratug síðar, má segja að borginni sé að takast með þrengingum og sinnuleysi að ná upphaflegum markmiðum aðalskipulagsins frá 2013. Einni flugbraut hefur verið lokað, Samgöngustofa hefur farið fram á lokun annarrar og uppbygging íbúðahverfa í næsta nágrenni vallarins hefur vakið upp mótmæli íbúa gegn flugstarfsemi. Borgin boðar frekari uppbyggingu íbúahverfa og tréin standa enn. Engar lausnir fyrir mikilvægan og fjölbreyttan flugrekstur eru í sjónmáli. Loforð um að standa vörð um rekstaröryggi Reykjavíkurflugvallar eru orðin tóm. Flugsamfélagið hefur lagt sig fram um að leita sátta og lausna í þessu áratuga þrætumáli. Lausnirnar eru ekki fyrir hendi og sáttin lítil sem engin. Nú er þolinmæðin á þrotum – framtíð Reykjavíkurflugvallar og þeirrar starfsemi sem þar er verður að tryggja áður en það verður of seint. Höfundur er forseti Flugmálafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur hefur lengi verið lífæð fyrir innanlandsflug, sjúkraflug og almenna flugstarfsemi á Íslandi. Þrátt fyrir mikilvægi hans hefur flugvöllurinn verið í hættu undanfarinn áratug vegna markvissra aðgerða í þágu niðurrifs. Árið 2013 lagði Reykjavíkurborg fram aðalskipulag sem fól í sér markvisst niðurrif á Reykjavíkurflugvelli. Í því stóð að neyðarbrautin skildi vera aflögð sama ár, norður-suður brautin yrði aflögð 2016 og flugstarfsemin yrði með öllu aflögð 2024. Þetta var sett fram án þess að nokkar lausnir væru fyrir hendi fyrir þá mikilvægu starfsemi sem fer fram á flugvellinum. Flugsamfélagið mótmælti harðlega og metfjölda undirskrifta safnað fyrir óbreyttri starfsemi vallarins. Þjóðfélagsþrýstingurinn var slíkur að borgin hrökklaðist til baka með aðalskipulagið og neyddist til að semja við ríkið og setja málið í sáttaferil. Sáttin fólst í víðtækri leit að flugvallarstæði, þeirri stærstu hingað til, og að flugvöllurinn fengi að vera áfram á skipulagi. Hliðarsamkomulag var gert sem gerði ráð fyrir lokun einnar af þremur brautum vallarins. Þar voru jafnfram önnur mikilvæg samningsatriði auk þess sem samið var um fellingu trjáa í þágu flugstarfseminnar. Nú, rúmum áratug síðar, má segja að borginni sé að takast með þrengingum og sinnuleysi að ná upphaflegum markmiðum aðalskipulagsins frá 2013. Einni flugbraut hefur verið lokað, Samgöngustofa hefur farið fram á lokun annarrar og uppbygging íbúðahverfa í næsta nágrenni vallarins hefur vakið upp mótmæli íbúa gegn flugstarfsemi. Borgin boðar frekari uppbyggingu íbúahverfa og tréin standa enn. Engar lausnir fyrir mikilvægan og fjölbreyttan flugrekstur eru í sjónmáli. Loforð um að standa vörð um rekstaröryggi Reykjavíkurflugvallar eru orðin tóm. Flugsamfélagið hefur lagt sig fram um að leita sátta og lausna í þessu áratuga þrætumáli. Lausnirnar eru ekki fyrir hendi og sáttin lítil sem engin. Nú er þolinmæðin á þrotum – framtíð Reykjavíkurflugvallar og þeirrar starfsemi sem þar er verður að tryggja áður en það verður of seint. Höfundur er forseti Flugmálafélags Íslands.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar