Tvö geimför á leið til tunglsins Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2025 10:05 Falcon 9 eldflaug SpaceX skotið á loft með tvö tunglför innanborðs. AP/John Raoux Starfsmenn SpaceX skutu í morgun tveimur lendingarförum í einkaeigu af stað til tunglsins. Annað geimfarið er í eigu bandarísks fyrirtækisins og hitt í eigu japansks fyrirtækis en geimskotið virðist hafa heppnast vel. Geimförin voru send af stað með Falcon 9 eldflaug SpaceX, sem flaug svo aftur til jarðar og lenti á drónaskipinu Just read the instructions. A Falcon rocket lifts off from pad 39A in Florida for the 100th time! pic.twitter.com/aIQXrQFEux— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Prufukeyra tækni fyrir mannaðar ferðir Annað lendingarfarið er á vegum bandaríska fyrirtækisins Firefly Aerospace og heitir Blue Ghost. Því er ætlað að lenda á yfirborði tunglsins 2. mars. Lendingarstaðurinn er nærri fjallinu Mons Latreille, sem finna má á basaltsléttunni Mare Crisium. Fyrst mun það þó vera nærri því mánuð á braut um jörðina, áður en það fer af stað til tunglsins. Þar mun það einnig vera í nokkurn tíma á sporbraut áður en það að á lenda á yfirborðinu. Blue Ghost á að nota til rannsókna á tunglinu og til að prufukeyra tækni fyrir væntanlegar mannaðar geimferðir til tunglsins. Deployment of @Firefly_Space’s Blue Ghost lunar lander confirmed pic.twitter.com/6HpA2Xl7cM— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Í yfirlýsingu á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) segir að geimfarið muni bora í yfirborð tunglsins og vera notað til að kanna tækni varðandi staðsetningarbúnað á tunglinu, geislunarþolinn tölvubúnað og leiðir til að forðast uppsöfnun tunglryks. Tilkynnt var desember að annað geimskot Artemis-áætlunarinnar eigi að fara fram í apríl 2026. Þá á að senda hóp geimfara á braut um tunglið en til stendur að lenda geimförum á tunglinu um mitt ár 2027. Sjá einnig: Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Einnig er vonast til þess að gögn frá geimfarinu geti svarað spurningum um áhrif geimveðurs á aðstæður hér á jörðinni. Með lítið hús til tunglsins Hitt geimfarið er á vegum japanska fyrirtækisins ispace og ber nafnið Resilience. Það mun vera nokkuð lengur á leiðinni til tunglsins og á að lenda þar eftir fjóra til fimm mánuði. Um borð í Resilience er lítil tungljeppi sem kallast Tenacious en hann á að nota til að safna tunglryki. Geimfarið ber einnig ýmsan vísindabúnað. Deployment of the @ispace_inc RESILIENCE lunar lander confirmed pic.twitter.com/ep3N05MkTm— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Þetta verður í annað sinn sem starfsmenn ispace reyna að lenda geimfari á yfirborði tunglsins. Það reyndu þeir síðast í apríl 2023 en hugbúnaðargalli leiddi til þess að lendingarfarið slökkti á hreyflum sínum hátt yfir yfirborði tunglsins og brotlenti því með tilheyrandi látum. Vísindabúnaðurinn um borð í Resilience er samkvæmt frétt SpaceNews frá japönskum fyrirtækjum og háskóla í Taívan. Þá er einnig um borð oggulítið hús sem hannað var af Mikael Genberg, sænskum listamanni, og ber nafnið Moonhouse. Bandaríkin Tunglið Geimurinn Japan Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Sjá meira
Geimförin voru send af stað með Falcon 9 eldflaug SpaceX, sem flaug svo aftur til jarðar og lenti á drónaskipinu Just read the instructions. A Falcon rocket lifts off from pad 39A in Florida for the 100th time! pic.twitter.com/aIQXrQFEux— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Prufukeyra tækni fyrir mannaðar ferðir Annað lendingarfarið er á vegum bandaríska fyrirtækisins Firefly Aerospace og heitir Blue Ghost. Því er ætlað að lenda á yfirborði tunglsins 2. mars. Lendingarstaðurinn er nærri fjallinu Mons Latreille, sem finna má á basaltsléttunni Mare Crisium. Fyrst mun það þó vera nærri því mánuð á braut um jörðina, áður en það fer af stað til tunglsins. Þar mun það einnig vera í nokkurn tíma á sporbraut áður en það að á lenda á yfirborðinu. Blue Ghost á að nota til rannsókna á tunglinu og til að prufukeyra tækni fyrir væntanlegar mannaðar geimferðir til tunglsins. Deployment of @Firefly_Space’s Blue Ghost lunar lander confirmed pic.twitter.com/6HpA2Xl7cM— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Í yfirlýsingu á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) segir að geimfarið muni bora í yfirborð tunglsins og vera notað til að kanna tækni varðandi staðsetningarbúnað á tunglinu, geislunarþolinn tölvubúnað og leiðir til að forðast uppsöfnun tunglryks. Tilkynnt var desember að annað geimskot Artemis-áætlunarinnar eigi að fara fram í apríl 2026. Þá á að senda hóp geimfara á braut um tunglið en til stendur að lenda geimförum á tunglinu um mitt ár 2027. Sjá einnig: Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Einnig er vonast til þess að gögn frá geimfarinu geti svarað spurningum um áhrif geimveðurs á aðstæður hér á jörðinni. Með lítið hús til tunglsins Hitt geimfarið er á vegum japanska fyrirtækisins ispace og ber nafnið Resilience. Það mun vera nokkuð lengur á leiðinni til tunglsins og á að lenda þar eftir fjóra til fimm mánuði. Um borð í Resilience er lítil tungljeppi sem kallast Tenacious en hann á að nota til að safna tunglryki. Geimfarið ber einnig ýmsan vísindabúnað. Deployment of the @ispace_inc RESILIENCE lunar lander confirmed pic.twitter.com/ep3N05MkTm— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Þetta verður í annað sinn sem starfsmenn ispace reyna að lenda geimfari á yfirborði tunglsins. Það reyndu þeir síðast í apríl 2023 en hugbúnaðargalli leiddi til þess að lendingarfarið slökkti á hreyflum sínum hátt yfir yfirborði tunglsins og brotlenti því með tilheyrandi látum. Vísindabúnaðurinn um borð í Resilience er samkvæmt frétt SpaceNews frá japönskum fyrirtækjum og háskóla í Taívan. Þá er einnig um borð oggulítið hús sem hannað var af Mikael Genberg, sænskum listamanni, og ber nafnið Moonhouse.
Bandaríkin Tunglið Geimurinn Japan Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Sjá meira