Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 12. janúar 2025 22:37 Runólfur Ólafsson er formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir/Ívar Fannar Það getur reynst dýrkeypt að slökkva á viðvörunarhljóðum í bílum. Nýtt hljóðmerki er mörgum til ama, en besta leiðin til að losna við það er að aka á réttum hraða. Píphljóð í bílum koma af mörgum ástæðum. Maður gæti verið að keyra með handbremsuna á eða ekki lokað skottinu nægilega vel. Bíllinn lætur mann vita ef maður hefur gleymt að fara í belti eða opnað hurðina án þess að slökkva á ljósunum. Og nú bætast ný og fleiri við í flóruna. Samkvæmt nýrri reglugerð Evrópusambandsins er bílaframleiðendum skylt að láta bílinn gefa frá sér hljóð þegar ekið er yfir hámarkshraða. Það er hægt að slökkva tímabundið á hljóðmerkinu en stillingin endurræsir sig í hvert sinn sem kveikt er á bílnum á ný. Þetta er gert til að stuðla að auknu öryggi í umferðinni. Margir hafa kvartað yfir þessari nýju breytingu og segja hljóðin trufla þegar það á ekki við. „Margir kvarta yfir því að þetta sé mjög svo truflandi. Sérstaklega ef þetta er að pípa í tíma og ótíma þá hættir viðkomandi að taka eftir þessu,“ segir Runólfur Ólafsson formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda Hérna pípir hann einmitt því ég var á fimmtíu götu sem varð að þrjátíu og ég var ekki nógu fljótur að hægja á mér. „Þarna kemur á móti að þú verður alveg meðvitaður ef þú hefur ekki verið með fulla athygli við aksturinn að þú ert kominn á götu sem er með lægri hámarkshraða en gatan sem þú varst á,“ segir Runólfur. Í Evrópu eru dæmi um að ökumenn sem slökkva á hljóðinu og lenda í slysinu fái skertar eða engar bætur frá tryggingafélaginu. Því segir Runólfur að besta ráðið til að losna við það sé einfaldlega að aka á réttum hraða. Og í framtíðinni gæti þessi búnaður nýst í fleiri verkefni. „Menn sjá líka fyrir sér að innan ekki svo langs tíma verði hugsanlega hægt að grípa inn í og setja á ákveðnum svæðum allan hraða niður þannig að ökumenn geti ekki farið yfir ákveðinn hámarkshraða. Það gæti til dæmis verið ákveðið í Kvosinni í Reykjavík að yrði 30 kílómetra hámarkshraði og um leið og bíllinn fer inn í ákveðið svæði þá kemst bíllinn ekki hraðar en þrjátíu kílómetra.“ Bílar Umferðaröryggi Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Píphljóð í bílum koma af mörgum ástæðum. Maður gæti verið að keyra með handbremsuna á eða ekki lokað skottinu nægilega vel. Bíllinn lætur mann vita ef maður hefur gleymt að fara í belti eða opnað hurðina án þess að slökkva á ljósunum. Og nú bætast ný og fleiri við í flóruna. Samkvæmt nýrri reglugerð Evrópusambandsins er bílaframleiðendum skylt að láta bílinn gefa frá sér hljóð þegar ekið er yfir hámarkshraða. Það er hægt að slökkva tímabundið á hljóðmerkinu en stillingin endurræsir sig í hvert sinn sem kveikt er á bílnum á ný. Þetta er gert til að stuðla að auknu öryggi í umferðinni. Margir hafa kvartað yfir þessari nýju breytingu og segja hljóðin trufla þegar það á ekki við. „Margir kvarta yfir því að þetta sé mjög svo truflandi. Sérstaklega ef þetta er að pípa í tíma og ótíma þá hættir viðkomandi að taka eftir þessu,“ segir Runólfur Ólafsson formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda Hérna pípir hann einmitt því ég var á fimmtíu götu sem varð að þrjátíu og ég var ekki nógu fljótur að hægja á mér. „Þarna kemur á móti að þú verður alveg meðvitaður ef þú hefur ekki verið með fulla athygli við aksturinn að þú ert kominn á götu sem er með lægri hámarkshraða en gatan sem þú varst á,“ segir Runólfur. Í Evrópu eru dæmi um að ökumenn sem slökkva á hljóðinu og lenda í slysinu fái skertar eða engar bætur frá tryggingafélaginu. Því segir Runólfur að besta ráðið til að losna við það sé einfaldlega að aka á réttum hraða. Og í framtíðinni gæti þessi búnaður nýst í fleiri verkefni. „Menn sjá líka fyrir sér að innan ekki svo langs tíma verði hugsanlega hægt að grípa inn í og setja á ákveðnum svæðum allan hraða niður þannig að ökumenn geti ekki farið yfir ákveðinn hámarkshraða. Það gæti til dæmis verið ákveðið í Kvosinni í Reykjavík að yrði 30 kílómetra hámarkshraði og um leið og bíllinn fer inn í ákveðið svæði þá kemst bíllinn ekki hraðar en þrjátíu kílómetra.“
Bílar Umferðaröryggi Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira