Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 12. janúar 2025 22:37 Runólfur Ólafsson er formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir/Ívar Fannar Það getur reynst dýrkeypt að slökkva á viðvörunarhljóðum í bílum. Nýtt hljóðmerki er mörgum til ama, en besta leiðin til að losna við það er að aka á réttum hraða. Píphljóð í bílum koma af mörgum ástæðum. Maður gæti verið að keyra með handbremsuna á eða ekki lokað skottinu nægilega vel. Bíllinn lætur mann vita ef maður hefur gleymt að fara í belti eða opnað hurðina án þess að slökkva á ljósunum. Og nú bætast ný og fleiri við í flóruna. Samkvæmt nýrri reglugerð Evrópusambandsins er bílaframleiðendum skylt að láta bílinn gefa frá sér hljóð þegar ekið er yfir hámarkshraða. Það er hægt að slökkva tímabundið á hljóðmerkinu en stillingin endurræsir sig í hvert sinn sem kveikt er á bílnum á ný. Þetta er gert til að stuðla að auknu öryggi í umferðinni. Margir hafa kvartað yfir þessari nýju breytingu og segja hljóðin trufla þegar það á ekki við. „Margir kvarta yfir því að þetta sé mjög svo truflandi. Sérstaklega ef þetta er að pípa í tíma og ótíma þá hættir viðkomandi að taka eftir þessu,“ segir Runólfur Ólafsson formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda Hérna pípir hann einmitt því ég var á fimmtíu götu sem varð að þrjátíu og ég var ekki nógu fljótur að hægja á mér. „Þarna kemur á móti að þú verður alveg meðvitaður ef þú hefur ekki verið með fulla athygli við aksturinn að þú ert kominn á götu sem er með lægri hámarkshraða en gatan sem þú varst á,“ segir Runólfur. Í Evrópu eru dæmi um að ökumenn sem slökkva á hljóðinu og lenda í slysinu fái skertar eða engar bætur frá tryggingafélaginu. Því segir Runólfur að besta ráðið til að losna við það sé einfaldlega að aka á réttum hraða. Og í framtíðinni gæti þessi búnaður nýst í fleiri verkefni. „Menn sjá líka fyrir sér að innan ekki svo langs tíma verði hugsanlega hægt að grípa inn í og setja á ákveðnum svæðum allan hraða niður þannig að ökumenn geti ekki farið yfir ákveðinn hámarkshraða. Það gæti til dæmis verið ákveðið í Kvosinni í Reykjavík að yrði 30 kílómetra hámarkshraði og um leið og bíllinn fer inn í ákveðið svæði þá kemst bíllinn ekki hraðar en þrjátíu kílómetra.“ Bílar Umferðaröryggi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Píphljóð í bílum koma af mörgum ástæðum. Maður gæti verið að keyra með handbremsuna á eða ekki lokað skottinu nægilega vel. Bíllinn lætur mann vita ef maður hefur gleymt að fara í belti eða opnað hurðina án þess að slökkva á ljósunum. Og nú bætast ný og fleiri við í flóruna. Samkvæmt nýrri reglugerð Evrópusambandsins er bílaframleiðendum skylt að láta bílinn gefa frá sér hljóð þegar ekið er yfir hámarkshraða. Það er hægt að slökkva tímabundið á hljóðmerkinu en stillingin endurræsir sig í hvert sinn sem kveikt er á bílnum á ný. Þetta er gert til að stuðla að auknu öryggi í umferðinni. Margir hafa kvartað yfir þessari nýju breytingu og segja hljóðin trufla þegar það á ekki við. „Margir kvarta yfir því að þetta sé mjög svo truflandi. Sérstaklega ef þetta er að pípa í tíma og ótíma þá hættir viðkomandi að taka eftir þessu,“ segir Runólfur Ólafsson formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda Hérna pípir hann einmitt því ég var á fimmtíu götu sem varð að þrjátíu og ég var ekki nógu fljótur að hægja á mér. „Þarna kemur á móti að þú verður alveg meðvitaður ef þú hefur ekki verið með fulla athygli við aksturinn að þú ert kominn á götu sem er með lægri hámarkshraða en gatan sem þú varst á,“ segir Runólfur. Í Evrópu eru dæmi um að ökumenn sem slökkva á hljóðinu og lenda í slysinu fái skertar eða engar bætur frá tryggingafélaginu. Því segir Runólfur að besta ráðið til að losna við það sé einfaldlega að aka á réttum hraða. Og í framtíðinni gæti þessi búnaður nýst í fleiri verkefni. „Menn sjá líka fyrir sér að innan ekki svo langs tíma verði hugsanlega hægt að grípa inn í og setja á ákveðnum svæðum allan hraða niður þannig að ökumenn geti ekki farið yfir ákveðinn hámarkshraða. Það gæti til dæmis verið ákveðið í Kvosinni í Reykjavík að yrði 30 kílómetra hámarkshraði og um leið og bíllinn fer inn í ákveðið svæði þá kemst bíllinn ekki hraðar en þrjátíu kílómetra.“
Bílar Umferðaröryggi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira