„Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. janúar 2025 21:09 Myndin af Sigurjóni er fengin með góðfúslegu leyfi RÚV. RÚV/Valgeir Bragason Vísir/Vilhelm Fimm menn sem nauðguðu andlega fatlaðri konu fyrir tilstilli yfirmanns hennar voru ekki ákærðir þrátt fyrir að lögreglu hafi tekist að bera kennsl á fjóra þeirra. Fráfarandi stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segist harmi sleginn yfir því að þeir verði ekki sóttir til saka. Dómur var kveðinn upp á dögunum í héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sigurjóns Ólafssonar verslunarmanns og hlaut hann átta ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Hann var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Fjórir sem vitað er af ekki ákærðir Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur verið ákærður. Í dómnum má sjá samskipti Sigurjóns við mennina og af þeim má sjá að Sigurjón taldi sig ráða henni algjörlega og talar ítrekað um það að hún „hlýði.“ Guðný S. Bjarnadóttir, fráfarandi stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segist bíða eftir útskýringum frá saksóknara. „Ég er harmi slegin yfir því að þetta mál skuli fara svona. Að þarna séu fjórir menn og sá fimmti sem ekki er vitað hver er sem þurfi ekki að mæta afleiðingum þess að hafa brotið á þessari konu,“ segir hún. Svipar til máls Gisele Pelicot „Maður veltir fyrir sér hvort það liggi einhver ástæða að baki eins og að ef þeir vildu ákæra þá alla í sitthvoru lagi að þá yrðu gögnin ekki nógu sterk. En við viljum auðvitað sækja þessa einstaklinga til saka. Mér finnst magnað að þeir skuli ekki fá ákæru á sig,“ segir Guðný. „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta,“ segir hún. Málið hefur vakið mikla athygli sérstaklega í ljósi frétta frá Frakklandi þar sem mál konunnar Gisele Pelicot hefur verið í algleymingi undanfarna mánuði. Í síðasta mánuði var maður hennar dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að hafa byrlað eiginkonu sinni ólyfjan svo tugir karlmanna gætu nauðgað henni. Fimmtíu manns hlutu dóm í málinu frá þremur upp í fimmtán ára fangelsi fyrir að nauðga Gisele fyrir tilstilli eiginmanns hennar. Dómsmál Reykjavík Akranes Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 28. desember 2024 22:54 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Dómur var kveðinn upp á dögunum í héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sigurjóns Ólafssonar verslunarmanns og hlaut hann átta ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Hann var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Fjórir sem vitað er af ekki ákærðir Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur verið ákærður. Í dómnum má sjá samskipti Sigurjóns við mennina og af þeim má sjá að Sigurjón taldi sig ráða henni algjörlega og talar ítrekað um það að hún „hlýði.“ Guðný S. Bjarnadóttir, fráfarandi stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segist bíða eftir útskýringum frá saksóknara. „Ég er harmi slegin yfir því að þetta mál skuli fara svona. Að þarna séu fjórir menn og sá fimmti sem ekki er vitað hver er sem þurfi ekki að mæta afleiðingum þess að hafa brotið á þessari konu,“ segir hún. Svipar til máls Gisele Pelicot „Maður veltir fyrir sér hvort það liggi einhver ástæða að baki eins og að ef þeir vildu ákæra þá alla í sitthvoru lagi að þá yrðu gögnin ekki nógu sterk. En við viljum auðvitað sækja þessa einstaklinga til saka. Mér finnst magnað að þeir skuli ekki fá ákæru á sig,“ segir Guðný. „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta,“ segir hún. Málið hefur vakið mikla athygli sérstaklega í ljósi frétta frá Frakklandi þar sem mál konunnar Gisele Pelicot hefur verið í algleymingi undanfarna mánuði. Í síðasta mánuði var maður hennar dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að hafa byrlað eiginkonu sinni ólyfjan svo tugir karlmanna gætu nauðgað henni. Fimmtíu manns hlutu dóm í málinu frá þremur upp í fimmtán ára fangelsi fyrir að nauðga Gisele fyrir tilstilli eiginmanns hennar.
Dómsmál Reykjavík Akranes Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 28. desember 2024 22:54 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 28. desember 2024 22:54