Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Jón Þór Stefánsson skrifar 9. janúar 2025 23:56 Mette segist búast við því að ræða við Trump eftir að hann verði kjörinn forseti. EPA Neyðarfundur flokksformanna allra flokka á danska þinginu sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði lauk í kvöld, fimmtudag. Fundarefnið var umtal um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan Danska konungsveldisins. Þó að það sem fór fram á fundinum eigi að vera trúnaðarmál veittu einhverjir stjórnmálamannanna viðtöl að honum loknum, þar á meðal leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja. „Þú getur tekið Donald Trump alvarlega án þess að trúa honum bókstaflega,“ hefur Berlingske Tidende eftir Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur. Formenn dönsku stjórnarflokkanna: Troels Lund Poulsen, Mette Frederiksen, Lars Løkke Rasmussen.EPA Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna undir komandi stjórn Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta. Sérstaklega eftir Grænlandsheimsókn sonar Trumps, Donalds Trumps yngri, sem ýtti undir orðróma um yfirtökuna, en líka vegna ummæla Trumps um að hann útiloki ekki að beita hervaldi og viðskiptaþvingunum til að ná sínu fram í málinu. Mette var spurð hvað henni þætti um þessi ummæli Trumps. „Ég hef enga ástæðu til að trúa því að það séu kringumstæðurnar sem bíði okkar,“ sagði hún. Að sögn Lars Løkke bíða dönsk stjórnvöld nú eftir því að Trump taki embætti. Þá muni þau opna á samtal við hann um málið Samkvæmt Berlingske hafa hvorki Mette né Lars Løkke átt í sambandi við Trump undanfarið, og heldur ekki Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur. „Það er náið samstarf milli Bandaríkjanna og Danmerkur,“ er haft eftir Mette. „Við höfum óskað eftir því að ræða um þetta, og ég geri ráð fyrir því að samtalið muni eiga sér stað. En ég býst ekki við því að það verði fyrr en eftir 20. janúar,“ sagði hún einnig, en þá verður Trump forseti Bandaríkjanna á ný. Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Þó að það sem fór fram á fundinum eigi að vera trúnaðarmál veittu einhverjir stjórnmálamannanna viðtöl að honum loknum, þar á meðal leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja. „Þú getur tekið Donald Trump alvarlega án þess að trúa honum bókstaflega,“ hefur Berlingske Tidende eftir Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur. Formenn dönsku stjórnarflokkanna: Troels Lund Poulsen, Mette Frederiksen, Lars Løkke Rasmussen.EPA Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna undir komandi stjórn Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta. Sérstaklega eftir Grænlandsheimsókn sonar Trumps, Donalds Trumps yngri, sem ýtti undir orðróma um yfirtökuna, en líka vegna ummæla Trumps um að hann útiloki ekki að beita hervaldi og viðskiptaþvingunum til að ná sínu fram í málinu. Mette var spurð hvað henni þætti um þessi ummæli Trumps. „Ég hef enga ástæðu til að trúa því að það séu kringumstæðurnar sem bíði okkar,“ sagði hún. Að sögn Lars Løkke bíða dönsk stjórnvöld nú eftir því að Trump taki embætti. Þá muni þau opna á samtal við hann um málið Samkvæmt Berlingske hafa hvorki Mette né Lars Løkke átt í sambandi við Trump undanfarið, og heldur ekki Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur. „Það er náið samstarf milli Bandaríkjanna og Danmerkur,“ er haft eftir Mette. „Við höfum óskað eftir því að ræða um þetta, og ég geri ráð fyrir því að samtalið muni eiga sér stað. En ég býst ekki við því að það verði fyrr en eftir 20. janúar,“ sagði hún einnig, en þá verður Trump forseti Bandaríkjanna á ný.
Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira