Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2025 10:28 Bergþóra Pálsdóttir er ein þeirra sem býr í hjólhýsi á svæðinu. Hún segist hafa vaknað upp við mikil læti í nótt. vísir/vilhelm Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið. Tilkynning um eldinn barst klukkan hálf fimm í morgun. Bergþóra Pálsdóttir er ein þeirra sem eru með fasta búsetu í hjólhýsabyggðinni við Sævarhöfða. Hún segist hafa vaknað við mikil læti í nótt og brugðið verulega. „Já þú getur rétt ímyndað þér, manni stendur ekki á sama.“ Hjólhýsi brunnu til kaldra kola í nótt.vísir/vilhelm Var þetta nálægt þínu hjólhýsi? „Já það er eitt hús við hliðina á mér og það kviknaði í húsinu við hliðina á henni og barst yfir í húsbíl sem er þar við hliðina á. Þetta tvennt brann til kaldra kola. Húsið við hliðina á mér, það bráðnuðu gluggarnir hjá henni og svo barst þetta í fjórða hjólhýsi sem er fjær.“ Ekki mönnum bjóðandi Hjólhýsi Bergþóru slapp og hefur hún hýst vinkonu sína þar sem hjólhýsi þeirrar síðarnefndu varð fyrir skemmdum. Bergþóra segir íbúa hafa óttast að svona gæti farið enda segja þeir aðstæður á svæðinu hræðilegar. Frá vettvangi í morgun.Vísir/Vilhelm „Þetta er hræðileg staðsetning. Við erum bara hér í umferðinni og erum búin að vera að berjast fyrir betra svæði og að hafa meira rými. Fyrir utan það þá erum við ekki með neina aðstöðu hér, ekki salerni, klósett, sturtu eða neitt. Það er að vísu eitt klósett uppi en þar er ískalt og er ekki mönnum bjóðandi.“ Lítið um svör Hún segir að til hafi staðið að hjólhýsabyggðin yrði einungis til skamms tíma á svæðinu þar til betri staðsetning yrði fundin. Íbúar séu orðnir óþreyjufullir og lítið um svör frá borgaryfirvöldum. „Þeir reyna að hunsa allt sem við reynum að tala um og benda á. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar er búið að standa mikið með okkur og benda á fullt af svæðum, en nei við fáum ekkert.“ Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Tilkynning um eldinn barst klukkan hálf fimm í morgun. Bergþóra Pálsdóttir er ein þeirra sem eru með fasta búsetu í hjólhýsabyggðinni við Sævarhöfða. Hún segist hafa vaknað við mikil læti í nótt og brugðið verulega. „Já þú getur rétt ímyndað þér, manni stendur ekki á sama.“ Hjólhýsi brunnu til kaldra kola í nótt.vísir/vilhelm Var þetta nálægt þínu hjólhýsi? „Já það er eitt hús við hliðina á mér og það kviknaði í húsinu við hliðina á henni og barst yfir í húsbíl sem er þar við hliðina á. Þetta tvennt brann til kaldra kola. Húsið við hliðina á mér, það bráðnuðu gluggarnir hjá henni og svo barst þetta í fjórða hjólhýsi sem er fjær.“ Ekki mönnum bjóðandi Hjólhýsi Bergþóru slapp og hefur hún hýst vinkonu sína þar sem hjólhýsi þeirrar síðarnefndu varð fyrir skemmdum. Bergþóra segir íbúa hafa óttast að svona gæti farið enda segja þeir aðstæður á svæðinu hræðilegar. Frá vettvangi í morgun.Vísir/Vilhelm „Þetta er hræðileg staðsetning. Við erum bara hér í umferðinni og erum búin að vera að berjast fyrir betra svæði og að hafa meira rými. Fyrir utan það þá erum við ekki með neina aðstöðu hér, ekki salerni, klósett, sturtu eða neitt. Það er að vísu eitt klósett uppi en þar er ískalt og er ekki mönnum bjóðandi.“ Lítið um svör Hún segir að til hafi staðið að hjólhýsabyggðin yrði einungis til skamms tíma á svæðinu þar til betri staðsetning yrði fundin. Íbúar séu orðnir óþreyjufullir og lítið um svör frá borgaryfirvöldum. „Þeir reyna að hunsa allt sem við reynum að tala um og benda á. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar er búið að standa mikið með okkur og benda á fullt af svæðum, en nei við fáum ekkert.“
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25