Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Jón Þór Stefánsson skrifar 7. janúar 2025 18:19 Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti er spenntur fyrir því að ná stjórn á Grænlandi. Getty Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. Getur þú fullvissað umheiminn að þegar þú munt reyna að ná stjórn á svæðum eins og Grænlandi eða Panama að þú munir ekki nota herafla eða efnahagsþvinganir? „Nei,“ svaraði Trump. „Ég get ekki fullvissað ykkur varðandi Panama og Grænland. Nei, ég get ekki fullvissað ykkur í hvorugu málinu. Ég get sagt að við þurfum þessi svæði fyrir fjárhagslegt öryggi. Panama-skurðurinn var byggður fyrir herinn okkar. Ég ætla ekki skuldbinda mig að þessu. Mögulega mun maður þurfa að gera eitthvað.“ Þá segir New York Times að Trump hafi beinlínis hótað Danmörku með tollahækkunum láti konungsveldi Grænland ekki af hendi. Líkt og greint var frá í dag er sonur Trumps, Donald Trump yngri, staddur á Grænlandi um þessar mundir. Heimsóknin er ekki opinber en er þó talin tengjast áhuga föður hans á mögulegum yfirráðum yfir Grænlandi. Heimsóknin hefur vakið litla kátínu hjá dönskum fjölmiðlum. Á blaðamannafundinum viðraði Trump einnig hugmyndir um að breyta nafni Mexíkóflóa í Ameríkuflóa. „Rosalega fallegt nafn. Það væri svo viðeigandi.“ Bandaríkin Grænland Donald Trump Panama Tengdar fréttir Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga að komast yfir landsvæði á borð við Panama, Grænland og Kanada. Hvort sem um grín eða alvöru er að ræða er ljóst að utanríkisstefnan er í andstöðu við þá sem snerist um að einangra sig frá fjarlægum deilum og samkeppnisríkjum. 25. desember 2024 22:17 Trump yngri á leið til Grænlands Sonur verðandi forseta Bandaríkjanna er á leið til Grænlands. Trump hefur nýlega viðrað aftur hugmyndir sínar um að kaupa Grænland. 6. janúar 2025 22:02 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Getur þú fullvissað umheiminn að þegar þú munt reyna að ná stjórn á svæðum eins og Grænlandi eða Panama að þú munir ekki nota herafla eða efnahagsþvinganir? „Nei,“ svaraði Trump. „Ég get ekki fullvissað ykkur varðandi Panama og Grænland. Nei, ég get ekki fullvissað ykkur í hvorugu málinu. Ég get sagt að við þurfum þessi svæði fyrir fjárhagslegt öryggi. Panama-skurðurinn var byggður fyrir herinn okkar. Ég ætla ekki skuldbinda mig að þessu. Mögulega mun maður þurfa að gera eitthvað.“ Þá segir New York Times að Trump hafi beinlínis hótað Danmörku með tollahækkunum láti konungsveldi Grænland ekki af hendi. Líkt og greint var frá í dag er sonur Trumps, Donald Trump yngri, staddur á Grænlandi um þessar mundir. Heimsóknin er ekki opinber en er þó talin tengjast áhuga föður hans á mögulegum yfirráðum yfir Grænlandi. Heimsóknin hefur vakið litla kátínu hjá dönskum fjölmiðlum. Á blaðamannafundinum viðraði Trump einnig hugmyndir um að breyta nafni Mexíkóflóa í Ameríkuflóa. „Rosalega fallegt nafn. Það væri svo viðeigandi.“
Bandaríkin Grænland Donald Trump Panama Tengdar fréttir Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga að komast yfir landsvæði á borð við Panama, Grænland og Kanada. Hvort sem um grín eða alvöru er að ræða er ljóst að utanríkisstefnan er í andstöðu við þá sem snerist um að einangra sig frá fjarlægum deilum og samkeppnisríkjum. 25. desember 2024 22:17 Trump yngri á leið til Grænlands Sonur verðandi forseta Bandaríkjanna er á leið til Grænlands. Trump hefur nýlega viðrað aftur hugmyndir sínar um að kaupa Grænland. 6. janúar 2025 22:02 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga að komast yfir landsvæði á borð við Panama, Grænland og Kanada. Hvort sem um grín eða alvöru er að ræða er ljóst að utanríkisstefnan er í andstöðu við þá sem snerist um að einangra sig frá fjarlægum deilum og samkeppnisríkjum. 25. desember 2024 22:17
Trump yngri á leið til Grænlands Sonur verðandi forseta Bandaríkjanna er á leið til Grænlands. Trump hefur nýlega viðrað aftur hugmyndir sínar um að kaupa Grænland. 6. janúar 2025 22:02