Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. janúar 2025 20:06 Hjörleifur og Sif, eigendur Hótels Hestheima í Ásahreppi með bókina góðu frá National Georgraphic þar sem hótelið þeirra er sagt vera eitt af 100 sérstökum hótelum heims. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eigendur sveitahótelsins á Hestheimum í Ásahreppi á Suðurlandi vita varla í hvorn fótinn þau eiga að stíga þessa dagana vegna gleði. Ástæðan er sú að hótelið þeirra var valið eitt af hundrað sérstökustu hótelum í heimi í fjögur hundruð síðna bók, sem National Georgraphic var að gefa út. Þau Hjörleifur Jónsson og Sif Ólafsdóttir, eigendur Hótels Hestheima geta ekki hætt að skoða nýju bókina með upplýsingum um hundrað flottustu og sérstökustu hótel heims að mati greinarhöfunda en hótelið þeirra er það eina á Íslandi, sem komst í bókina fyrir það hvað hótelið er heimilislegt. Eruð þið ekki alveg í skýjunum yfir þessu? „Jú, það er óhætt að segja, maður er eiginlega ekki komin niður og er alveg orðlaus yfir þessu, við áttum aldrei von á neinu slíku,” segir Hjörleifur. „Ég fékk upphaflega tölvupóst frá National Georgraphic um að hótelið hafi verið valið í þessa bók og svo voru linkar með, sem ég hefði getað skoða, ég bara ha, glætan, þetta er bara eitthvað scam og las mínu fólki að alls ekki að svara þessu og henda í ruslið,” segir Sif hlægjandi. Svo kom annar tölvupóstur og honum var líka hent í ruslið en það var ekki fyrr en erlendur leiðsögumaður með góð sambönd, sem hafði verið með fólk á Hestheimum að hann staðfesti við þau Hjörleif og Sif að þetta væri allt rétt og að hótelið yrði í bókinni. Á hótelinu eru 33 gistirými sem geta tekið mis marga, stór setustofa, flott eldhús og allt eins og best verður á kosið. Í bókinni er hægt að lesa sig um helstu staðreyndir Hótels Hestheima í Ásahreppi en það er eina hótelið á Ísland, sem fjallað er um í bókinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er dæmigert eins og við viljum meina það, dæmigert sveitahótel eins og sveitahótel eiga að vera. Fólk finnur fyrir hlýju, það getur fengið sér kaffi og te hvenær sem er og gengið hér í alla hluti,” segir Hjörleifur. Bæði eru þau sammála um að hótelið sé mjög vel staðsett á Suðurlandi, starfsfólkið sé frábært og gestir séu allir yfir sig hrifnir, sem koma á hótelið. Bókunarstaða á nýju ári hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð. Inn í bókinni er flott umfjöllun um hótelið þeirra Höskuldar og Elínar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er svo margt skemmtilegt og heimilislegt við hótelið en það er til dæmis alveg bannað að fara í skónum inn á hótelið. „Um leið og þú ferð að ganga á heitu gólfinu, það er gólfhiti hérna alls staðar, þá finnst fólki þetta bara æðislegt og náttúrulega minnkar þrifin þvílík,” segir Hjörleifur. Engin hótelgestur má fara inn á útiskónum sínum inn á hótelið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lífið á Hestheimum snýst ekki bara um hótelið því þar er líka öflugt hrossaræktarbú með um 50 hestum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásahreppur Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Þau Hjörleifur Jónsson og Sif Ólafsdóttir, eigendur Hótels Hestheima geta ekki hætt að skoða nýju bókina með upplýsingum um hundrað flottustu og sérstökustu hótel heims að mati greinarhöfunda en hótelið þeirra er það eina á Íslandi, sem komst í bókina fyrir það hvað hótelið er heimilislegt. Eruð þið ekki alveg í skýjunum yfir þessu? „Jú, það er óhætt að segja, maður er eiginlega ekki komin niður og er alveg orðlaus yfir þessu, við áttum aldrei von á neinu slíku,” segir Hjörleifur. „Ég fékk upphaflega tölvupóst frá National Georgraphic um að hótelið hafi verið valið í þessa bók og svo voru linkar með, sem ég hefði getað skoða, ég bara ha, glætan, þetta er bara eitthvað scam og las mínu fólki að alls ekki að svara þessu og henda í ruslið,” segir Sif hlægjandi. Svo kom annar tölvupóstur og honum var líka hent í ruslið en það var ekki fyrr en erlendur leiðsögumaður með góð sambönd, sem hafði verið með fólk á Hestheimum að hann staðfesti við þau Hjörleif og Sif að þetta væri allt rétt og að hótelið yrði í bókinni. Á hótelinu eru 33 gistirými sem geta tekið mis marga, stór setustofa, flott eldhús og allt eins og best verður á kosið. Í bókinni er hægt að lesa sig um helstu staðreyndir Hótels Hestheima í Ásahreppi en það er eina hótelið á Ísland, sem fjallað er um í bókinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er dæmigert eins og við viljum meina það, dæmigert sveitahótel eins og sveitahótel eiga að vera. Fólk finnur fyrir hlýju, það getur fengið sér kaffi og te hvenær sem er og gengið hér í alla hluti,” segir Hjörleifur. Bæði eru þau sammála um að hótelið sé mjög vel staðsett á Suðurlandi, starfsfólkið sé frábært og gestir séu allir yfir sig hrifnir, sem koma á hótelið. Bókunarstaða á nýju ári hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð. Inn í bókinni er flott umfjöllun um hótelið þeirra Höskuldar og Elínar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er svo margt skemmtilegt og heimilislegt við hótelið en það er til dæmis alveg bannað að fara í skónum inn á hótelið. „Um leið og þú ferð að ganga á heitu gólfinu, það er gólfhiti hérna alls staðar, þá finnst fólki þetta bara æðislegt og náttúrulega minnkar þrifin þvílík,” segir Hjörleifur. Engin hótelgestur má fara inn á útiskónum sínum inn á hótelið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lífið á Hestheimum snýst ekki bara um hótelið því þar er líka öflugt hrossaræktarbú með um 50 hestum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ásahreppur Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira