Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2025 12:00 Alla jafna ríkir mikil tilhlökkun meðal barna í 7. bekk eftir því að komast í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði. Vísir/Vilhelm Rúmlega 60 börn úr 7. bekk í Breiðagerðisskóla í Reykjavík lögðu spennt af stað í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði í morgun. Þau komust þó ekki lengra en á Kjalarnes, áður en ákvörðun var tekin um að snúa við vegna veðurs. Í samtali við Vísi segir Auður Huld Kristjánsdóttir, aðstoðarskólastjóri Breiðagerðisskóla, segir að nú taki við bið eftir því að veðrinu sloti. Vindhviður á Kjalarnesi hafi mælst allt að 32 metrar á sekúndu. „Við vonum að við getum farið annað hvort í dag eða á morgun. Að hægt verði að fara í síðasta lagi í fyrramálið,“ segir Auður. Ljóst má vera að mörg barnanna hafi verið full tilhlökkunar fyrir ferðinni, sem fyrir mörgum börnum er hápunktur skólaársins í 7. bekk. Í skólabúðunum koma árgangar úr mismunandi skólum saman og verja þar fjórum dögum. „Við ráðum víst ekki veðrinu og það eru margir svekktir, en svona er þetta.“ Mamma og pabbi bíða við símann Þrátt fyrir að svekkelsið sé mikið hafi ekki verið neitt annað í stöðunni en að snúa við rútunni sem fara átti með börnin og kennara þeirra norður í Hrútafjörð. „Við tökum engar áhættur með svona dýrmætan farm.“ Börnin hafi verið send heim, eftir að hafa skilið farangur sinn eftir í skólanum. „Nú bíða mamma og pabbi bara við símann eftir frekari fregnum,“ segir Auður. Jafnaldrar að norðan mættir á svæðið Ferð barnanna styttist um það sem nemur frestun á brottförinni, en Auður segir lítið við því að gera annað en að skemmta sér þeim mun meira þegar á Reyki verður komið, áður en haldið verður heim á fimmtudag. Á meðan bíði börn úr öðrum skólum þess að hitta jafnaldra sína úr Fossvoginum. „Það eru aðrir skólar sem eru komnir, af því að þeir koma að norðan,“ segir Auður. „Því miður getum við ekkert að veðrinu gert, þó við vildum svo sannarlega fara.“ Húnaþing vestra Grunnskólar Reykjavík Ferðalög Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Auður Huld Kristjánsdóttir, aðstoðarskólastjóri Breiðagerðisskóla, segir að nú taki við bið eftir því að veðrinu sloti. Vindhviður á Kjalarnesi hafi mælst allt að 32 metrar á sekúndu. „Við vonum að við getum farið annað hvort í dag eða á morgun. Að hægt verði að fara í síðasta lagi í fyrramálið,“ segir Auður. Ljóst má vera að mörg barnanna hafi verið full tilhlökkunar fyrir ferðinni, sem fyrir mörgum börnum er hápunktur skólaársins í 7. bekk. Í skólabúðunum koma árgangar úr mismunandi skólum saman og verja þar fjórum dögum. „Við ráðum víst ekki veðrinu og það eru margir svekktir, en svona er þetta.“ Mamma og pabbi bíða við símann Þrátt fyrir að svekkelsið sé mikið hafi ekki verið neitt annað í stöðunni en að snúa við rútunni sem fara átti með börnin og kennara þeirra norður í Hrútafjörð. „Við tökum engar áhættur með svona dýrmætan farm.“ Börnin hafi verið send heim, eftir að hafa skilið farangur sinn eftir í skólanum. „Nú bíða mamma og pabbi bara við símann eftir frekari fregnum,“ segir Auður. Jafnaldrar að norðan mættir á svæðið Ferð barnanna styttist um það sem nemur frestun á brottförinni, en Auður segir lítið við því að gera annað en að skemmta sér þeim mun meira þegar á Reyki verður komið, áður en haldið verður heim á fimmtudag. Á meðan bíði börn úr öðrum skólum þess að hitta jafnaldra sína úr Fossvoginum. „Það eru aðrir skólar sem eru komnir, af því að þeir koma að norðan,“ segir Auður. „Því miður getum við ekkert að veðrinu gert, þó við vildum svo sannarlega fara.“
Húnaþing vestra Grunnskólar Reykjavík Ferðalög Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira