Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 4. janúar 2025 12:30 Nú liggur fyrir að á næstu misserum verður aftur farið að ræða Evrópumálin hér á landi. Vegna þeirrar ákvörðunar nýrrar ríkisstjórnar að halda þjóðaratkvæði um það hvort taka skuli aftur upp aðildarviðræður að nýju við ESB. Athugið; taka upp aðildarviðræður að nýju! Þær voru settar á ís á sínum tíma af þáverandi utanríkisráðherra Framsóknarflokksins, með alræmdu bréfi. Tilgangurinn var að verja sérhagsmunaöfl þessa lands, grímulaust. Umræðan um Evrópumál hér á landi getur verið hræðilega vanþroskuð og já, jafnvel grunnhyggin. Gott dæmi um það er viðtal við Lilju Alfreðsdóttur á Rás 2 föstudaginn 3.janúar síðastliðinn (Morgunútvarpið). Lilja er fyrrverandi ráðherra mennta og menningarmála í síðustu ríkisstjórn, en einnig var hún utanríkisráðherra árin 2016-2017. Hún er með meistaragráðu í alþjóðahagfræði og hefur mikla reynslu af vinnu í alþjóðamálum. Þá er hún einnig varaformaður Framsóknarflokksins. Í viðtalinu (þar sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírati, var einnig með) var meðal annars verið að fara yfir hið pólitíska svið á nýju ári. Komið var að Evrópumálunum og í sambandi við þau sagði Lilja orðrétt: „Við viljum fá betri kjör...og annað í þessu, við í Framsókn, við erum ekki hlynnt því að fara í Evrópusambandið, af því að við viljum að Ísland sé sjálfstætt áfram.“ Og síðan hélt hún áfram með því að segja að það yrði erfitt fyrir Flokk fólksins að taka á þeim málum (flokkurinn vill leyfa þjóðinni að ráða í þessum málum, það eru nú allir erfiðleikarnir). Ábyrgðarlaust tal Það er í raun með eindæmum að einn af okkar æðstu ráðamönnum skuli hér vísvitandi fara með rangfærslur. Og það er ábyrgðarlaust í þokkabót. Auðvitað veit Lilja Alfreðsdóttir að Ísland hættir ekki að vera sjálfstætt ríki, þó að við myndum ganga í ESB. Ekkert land eða þjóð hefur misst sjálfstæðið við að ganga í Evrópusambandið, meira að segja ekki Bretar (fóru inn 1973), sem árið 2016 tóku þá arfavitlausu ákvörðum (að mati höfundar) um að yfirgefa ESB. Voru þeir ófrjálsir í ESB? Svarið er nei. Eru þeir frjálsari núna? Svarið er líka nei. En, ef eitthvað er, þá glíma þeir nú við meiri vandamál nú en áður, hagvöxtur er metinn um 2,5% minni en ef þeir hefðu verið áfram í ESB. „Grýla“ búin til Ummæli Lilju eru sorglegt dæmi um vísvitandi falsanir og upplýsingaóreiðu sem andstæðingar ESB-aðildar gera sig mjög oft seka um. Hér er verið að búa til „grýlu“ og fleiri dæmi væri hægt að tína til. Að þetta komi frá fyrrum utanríkisráðherra landsins er líka með ólíkindum. Hér er Lilja að búa til og dreifa ósannindum, svo einfalt er það. En hún veit betur, það er vandamálið. Það er líka alvarlegt að hún komist upp með þetta bull, afsakið, því þetta er ekkert annað (skulum bara nota mannamál hérna). Þá komum við að mjög mikilvægu hlutverki fjölmiðla, en það er auðvitað þeirra hlutverk að sjá til þess að svona vitleysa nái ekki flugi. Auðvitað áttu þáttastjórnendur að spyrja hana út í þessi ummæli og biðja um skýringar. Komumst við upp úr skotgröfunum? Það eru 27 sjálfstæð og fullvalda ríki sem eiga aðild að ríkjasambandinu ESB. Öll hafa þau tekið þá sjálfstæðu ákvörðun að gerast aðilar á grundvelli sameiginlegra hagsmuna. Bretland tók líka þá sjálfstæðu ákvörðun að yfirgefa ESB. Fínt, gangi þeim vel. Í maí á síðasta ári sögðu hins vegar 55% í könnun að þeir sæju eftir Brexit, en um 31% töldu það hafa verið rétta ákvörðun. Þeir rembast nú við það að „betrumbæta“ tengsl sín við ESB, setja plástur á Brexit-sárið. En aftur hingað upp á sker: Reynum nú að komast upp úr þeim skotgröfum sem Evrópumálin eru greinilega aftur á leiðinni í. Vinsamlega reynum að halda bullinu í lágmarki og blaðra ekki út í loftið. Er í alvöru ekki hægt að ræða þau af skynsemi og yfirvegun, án þess að sífellt vera að grípa til staðlausra staðhæfinga? Sýnum ábyrgð í umræðunni og notumst við staðreyndir. Ekki meira bull, takk! Höfundur er stjórnmálafræðingur og sat í stjórn Evrópusamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að á næstu misserum verður aftur farið að ræða Evrópumálin hér á landi. Vegna þeirrar ákvörðunar nýrrar ríkisstjórnar að halda þjóðaratkvæði um það hvort taka skuli aftur upp aðildarviðræður að nýju við ESB. Athugið; taka upp aðildarviðræður að nýju! Þær voru settar á ís á sínum tíma af þáverandi utanríkisráðherra Framsóknarflokksins, með alræmdu bréfi. Tilgangurinn var að verja sérhagsmunaöfl þessa lands, grímulaust. Umræðan um Evrópumál hér á landi getur verið hræðilega vanþroskuð og já, jafnvel grunnhyggin. Gott dæmi um það er viðtal við Lilju Alfreðsdóttur á Rás 2 föstudaginn 3.janúar síðastliðinn (Morgunútvarpið). Lilja er fyrrverandi ráðherra mennta og menningarmála í síðustu ríkisstjórn, en einnig var hún utanríkisráðherra árin 2016-2017. Hún er með meistaragráðu í alþjóðahagfræði og hefur mikla reynslu af vinnu í alþjóðamálum. Þá er hún einnig varaformaður Framsóknarflokksins. Í viðtalinu (þar sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírati, var einnig með) var meðal annars verið að fara yfir hið pólitíska svið á nýju ári. Komið var að Evrópumálunum og í sambandi við þau sagði Lilja orðrétt: „Við viljum fá betri kjör...og annað í þessu, við í Framsókn, við erum ekki hlynnt því að fara í Evrópusambandið, af því að við viljum að Ísland sé sjálfstætt áfram.“ Og síðan hélt hún áfram með því að segja að það yrði erfitt fyrir Flokk fólksins að taka á þeim málum (flokkurinn vill leyfa þjóðinni að ráða í þessum málum, það eru nú allir erfiðleikarnir). Ábyrgðarlaust tal Það er í raun með eindæmum að einn af okkar æðstu ráðamönnum skuli hér vísvitandi fara með rangfærslur. Og það er ábyrgðarlaust í þokkabót. Auðvitað veit Lilja Alfreðsdóttir að Ísland hættir ekki að vera sjálfstætt ríki, þó að við myndum ganga í ESB. Ekkert land eða þjóð hefur misst sjálfstæðið við að ganga í Evrópusambandið, meira að segja ekki Bretar (fóru inn 1973), sem árið 2016 tóku þá arfavitlausu ákvörðum (að mati höfundar) um að yfirgefa ESB. Voru þeir ófrjálsir í ESB? Svarið er nei. Eru þeir frjálsari núna? Svarið er líka nei. En, ef eitthvað er, þá glíma þeir nú við meiri vandamál nú en áður, hagvöxtur er metinn um 2,5% minni en ef þeir hefðu verið áfram í ESB. „Grýla“ búin til Ummæli Lilju eru sorglegt dæmi um vísvitandi falsanir og upplýsingaóreiðu sem andstæðingar ESB-aðildar gera sig mjög oft seka um. Hér er verið að búa til „grýlu“ og fleiri dæmi væri hægt að tína til. Að þetta komi frá fyrrum utanríkisráðherra landsins er líka með ólíkindum. Hér er Lilja að búa til og dreifa ósannindum, svo einfalt er það. En hún veit betur, það er vandamálið. Það er líka alvarlegt að hún komist upp með þetta bull, afsakið, því þetta er ekkert annað (skulum bara nota mannamál hérna). Þá komum við að mjög mikilvægu hlutverki fjölmiðla, en það er auðvitað þeirra hlutverk að sjá til þess að svona vitleysa nái ekki flugi. Auðvitað áttu þáttastjórnendur að spyrja hana út í þessi ummæli og biðja um skýringar. Komumst við upp úr skotgröfunum? Það eru 27 sjálfstæð og fullvalda ríki sem eiga aðild að ríkjasambandinu ESB. Öll hafa þau tekið þá sjálfstæðu ákvörðun að gerast aðilar á grundvelli sameiginlegra hagsmuna. Bretland tók líka þá sjálfstæðu ákvörðun að yfirgefa ESB. Fínt, gangi þeim vel. Í maí á síðasta ári sögðu hins vegar 55% í könnun að þeir sæju eftir Brexit, en um 31% töldu það hafa verið rétta ákvörðun. Þeir rembast nú við það að „betrumbæta“ tengsl sín við ESB, setja plástur á Brexit-sárið. En aftur hingað upp á sker: Reynum nú að komast upp úr þeim skotgröfum sem Evrópumálin eru greinilega aftur á leiðinni í. Vinsamlega reynum að halda bullinu í lágmarki og blaðra ekki út í loftið. Er í alvöru ekki hægt að ræða þau af skynsemi og yfirvegun, án þess að sífellt vera að grípa til staðlausra staðhæfinga? Sýnum ábyrgð í umræðunni og notumst við staðreyndir. Ekki meira bull, takk! Höfundur er stjórnmálafræðingur og sat í stjórn Evrópusamtakanna.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun