Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar 3. janúar 2025 08:02 Árið sem ég byrjaði í Ísaksskóla heyrðist í útvarpi afrakstur þriggja hljómsinnaðra þjóðverja, sem bar titilinn „Forever Young“. Ögrandi staðhæfingar um ásókn í eilífa æsku og hlustandanum boðið að íhuga hvort hann sjálfur myndi óska þess að lifa að eilífu. Þetta var árið 1984 og æskudýrkun mér ekki ofarlega í huga, enda beið ég þess spenntur að verða 5 ára. Vigdís Finnbogadóttir var forseti og reyndar fátt annað í kortunum fyrir hana í dag en eilíft líf. Einn höfunda lagsins varð þrítugur það ár og liggur kannski þar ástæða þess að honum var þetta svona hugleikið. Á nýliðnu ári náði semsagt lagið fertugsaldri, umræddur höfundur sjötugsaldri og frú Vigdís varð 94 ára. Sjálfur er ég ekki lengur fimm ára. Ég hélt ég yrði ekki eldri Um aldamótin hafði margt breyst. Ég var ég ekki lengur í Ísaksskóla og frú Vigdís ekki á Bessastöðum. Tvítugur man ég eftir manni sem sagðist vera 27 ára. Í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, en hann var augljóslega að ljúga að mér. Sjálfsagt eldri en ég, en tuttugu og sjö ára? Nei, hann gæti ekki verið svo rosalega gamall. Aldursbilið væri þá meira en sem næmi þriðjungi alls þess sem ég hafði lifað. Tvítugur er maður bæði ungur og eilífur og elli ekkert nema framandi, ágengt hugtak. Tuttugu og sjö ára er eiginlega bara „gamall kall“. Síðan hefur aldarfjórðungur liðið og heil ævi bæst við hjá mér. Ekki hef ég hugmynd hvort hann er ennþá 27 ára, ef hann var það þá nokkurn tíman. Ég er a.m.k. ekki lengur tvítugur. Samt ekki aldarfjórðungi eldri. Í dag er ég sirka þrítugur eða svo og hef verið í þó nokkurn tíma. Svipað gildir um flestöll í kringum mig og það er ekkert að fara að breytast. Þau sem eru eldri hafa amk ekki elst síðustu 10-20 árin. Þetta er nefnilega að mestu leyti sjónhverfing, sjáðu til. Vart má greina hvort um ræðir nýja eða gamla mynd af höfundi. Hvað er aldur? Þrátt fyrir hið villandi nafn er sólarhringur einfaldlega tíminn sem það tekur jörðina að snúast heilan hring um sinn eigin öxul (möndul). Raunverulegur hringur í kringum sólina tekur mun lengri tíma og á meðan snýst jörðin u.þ.b. 365 sinnum um eigin öxul, m.ö.o. 365 dagar í einu ári. Aldur er því einfaldlega sú tala sem segir okkur hversu marga hringi jörðin hefur farið um sólina síðan við yfirgáfum móðurkviðinn. Í sjálfu sér ekkert öðruvísi en að telja hringina síðan við yfirgáfum hvern annan eftirminnilegan dvalarstað, nú eða árhringina í trjám. Um aldur og ævi Lífslíkur nálgast ört meðalhæð mannfólks í dag og mannsævin því varla stutt? Fer eftir því hvern þú spyrð. Fyrir fullvaxta dægurflugu (Ephemeroptera) getur sólarhringur verið heil lífstíð, en lífstíð hákarls getur hins vegar talið 4-5 aldir. Ýmsar örverur geta farið í dvala í þúsundir, jafnvel milljónir ára og geta því náð mjög háum aldri, þrátt fyrir að hafa í raun kannski bara lifað nokkra daga. Aldur segir því ekki einu sinni til um hve marga daga lífveran hefur raunverulega lifað. Til eru hveldýr (Hydrozoa) sem geta vaxið fram og til baka að vild milli þess sem við myndum kalla ungabörn eða fullorðin. Eru því í raun eilíf hvað öldrun varðar. Þá skiptir aldur ekki nokkru máli. Maður bara sýpur hveldýr við tilhugsunina. Aldur er nefnilega einn af þessum hlutum sem við lesum oft miklu meira í en við ættum að gera. Sérstaklega án samhengis. Af hverju eru t.d. til reglur um það hvenær fólk eigi að hætta störfum á vinnumarkaði, óháð þeirra getu, heilsu og vilja? Virkilega bara blekking? Þó við séum flest sammála um tímaeiningarnar, erum við ekki endilega sammála um hvað þær þýða. Enda upplifum við flæði tímans á mismunandi hátt. Við upplifum fyrsta sólarhringinn, fyrsta árið og fyrsta áratuginn sem mun lengri en þann síðasta. Undir eðlilegum kringumstæðum breytist því viðhorf okkar til aldurs, eftir því sem tíminn líður. Áhrifa fer auðvitað að gæta á getu ýmiss konar með tímanum og innri mekaníkin getur farið að segja til sín, en ég held að flest verðum við ekki gömul. Ekki fyrr en þá mjög seint. Ef þín innri rödd segir annað, hefur þú ekki bara valið þér rangan mælikvarða í lífinu? Sjálfur mun ég ekki ná háum aldri, enda ekki fyrirséð að ég hætti að vera sirka þrítugur. Tré sem lifa og deyja Frú Vigdís og ég deilum áhuga á trjárækt. Sum tré geta ögrað okkar hugmyndum um aldur, þökk sé endurnýjunarhæfileikum þeirra. Langlíf tré geta líka tengt kynslóðir saman. Tengt afkomendur öldum síðar við forfeður og formæður. Tengt vegfarendur við mannkynssöguna og þróun hennar yfir þessar aldir. Sum tré fá jafnvel að segja sögu sína löngu síðar, líkt og 15 milljón ára trjáleifarnar á Vestfjörðum. Leifar þeirra barr- og beykitrjáa sem þar er að finna, innanum annað, eru svo sannarlega púsl í sögu landsins. Elstu íslendingar framtíðar Safni ég fræi af garðahlyn hérlendis og sái því, verður úr íslenskt tré sem getur náð 500 ára aldri. Það gæti því t.d. verið samferða hákarli um heila lífstíð, væru búsvæði þeirra ekki aðskilin. Af þeim báðum hef ég lært mikið um lífið. Hákarlinn kenndi mér mikilvægi þess að synda og af hlyninum lærði ég að vaxa að ummáli ár hvert. Hákarlarækt er mér framandi, svo mín tenging við framtíðina verður frekar trjárækt. Með föður mínum og bróður, systkinabörnum, vinum, vinnufélögum og öðrum hef ég nú þegar gróðursett hin ýmsu tré og hvergi hættur enn. Hvet ég auðvitað sem flesta til hins sama og í sannleika sagt eflaust heilsusamlegra markmið en ummálsvöxturinn. Vonandi munu afkomendur einhverra þeirra sjá eitthvað af þessum trjám í framtíðinni og njóta góðs af þeim. Sjá þau og láta hugann reika til forfeðra, til tímans sem við erum að upplifa nú og til alls þess sem í millitíðinni gerist. Aldur skiptir ekki máli og dægurmálaþras og pirringur alls ekki. Minningar nýjar og gamlar og tengingar við fyrri tíma skipta hins vegar máli. Höfundur er tölvunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Árið sem ég byrjaði í Ísaksskóla heyrðist í útvarpi afrakstur þriggja hljómsinnaðra þjóðverja, sem bar titilinn „Forever Young“. Ögrandi staðhæfingar um ásókn í eilífa æsku og hlustandanum boðið að íhuga hvort hann sjálfur myndi óska þess að lifa að eilífu. Þetta var árið 1984 og æskudýrkun mér ekki ofarlega í huga, enda beið ég þess spenntur að verða 5 ára. Vigdís Finnbogadóttir var forseti og reyndar fátt annað í kortunum fyrir hana í dag en eilíft líf. Einn höfunda lagsins varð þrítugur það ár og liggur kannski þar ástæða þess að honum var þetta svona hugleikið. Á nýliðnu ári náði semsagt lagið fertugsaldri, umræddur höfundur sjötugsaldri og frú Vigdís varð 94 ára. Sjálfur er ég ekki lengur fimm ára. Ég hélt ég yrði ekki eldri Um aldamótin hafði margt breyst. Ég var ég ekki lengur í Ísaksskóla og frú Vigdís ekki á Bessastöðum. Tvítugur man ég eftir manni sem sagðist vera 27 ára. Í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, en hann var augljóslega að ljúga að mér. Sjálfsagt eldri en ég, en tuttugu og sjö ára? Nei, hann gæti ekki verið svo rosalega gamall. Aldursbilið væri þá meira en sem næmi þriðjungi alls þess sem ég hafði lifað. Tvítugur er maður bæði ungur og eilífur og elli ekkert nema framandi, ágengt hugtak. Tuttugu og sjö ára er eiginlega bara „gamall kall“. Síðan hefur aldarfjórðungur liðið og heil ævi bæst við hjá mér. Ekki hef ég hugmynd hvort hann er ennþá 27 ára, ef hann var það þá nokkurn tíman. Ég er a.m.k. ekki lengur tvítugur. Samt ekki aldarfjórðungi eldri. Í dag er ég sirka þrítugur eða svo og hef verið í þó nokkurn tíma. Svipað gildir um flestöll í kringum mig og það er ekkert að fara að breytast. Þau sem eru eldri hafa amk ekki elst síðustu 10-20 árin. Þetta er nefnilega að mestu leyti sjónhverfing, sjáðu til. Vart má greina hvort um ræðir nýja eða gamla mynd af höfundi. Hvað er aldur? Þrátt fyrir hið villandi nafn er sólarhringur einfaldlega tíminn sem það tekur jörðina að snúast heilan hring um sinn eigin öxul (möndul). Raunverulegur hringur í kringum sólina tekur mun lengri tíma og á meðan snýst jörðin u.þ.b. 365 sinnum um eigin öxul, m.ö.o. 365 dagar í einu ári. Aldur er því einfaldlega sú tala sem segir okkur hversu marga hringi jörðin hefur farið um sólina síðan við yfirgáfum móðurkviðinn. Í sjálfu sér ekkert öðruvísi en að telja hringina síðan við yfirgáfum hvern annan eftirminnilegan dvalarstað, nú eða árhringina í trjám. Um aldur og ævi Lífslíkur nálgast ört meðalhæð mannfólks í dag og mannsævin því varla stutt? Fer eftir því hvern þú spyrð. Fyrir fullvaxta dægurflugu (Ephemeroptera) getur sólarhringur verið heil lífstíð, en lífstíð hákarls getur hins vegar talið 4-5 aldir. Ýmsar örverur geta farið í dvala í þúsundir, jafnvel milljónir ára og geta því náð mjög háum aldri, þrátt fyrir að hafa í raun kannski bara lifað nokkra daga. Aldur segir því ekki einu sinni til um hve marga daga lífveran hefur raunverulega lifað. Til eru hveldýr (Hydrozoa) sem geta vaxið fram og til baka að vild milli þess sem við myndum kalla ungabörn eða fullorðin. Eru því í raun eilíf hvað öldrun varðar. Þá skiptir aldur ekki nokkru máli. Maður bara sýpur hveldýr við tilhugsunina. Aldur er nefnilega einn af þessum hlutum sem við lesum oft miklu meira í en við ættum að gera. Sérstaklega án samhengis. Af hverju eru t.d. til reglur um það hvenær fólk eigi að hætta störfum á vinnumarkaði, óháð þeirra getu, heilsu og vilja? Virkilega bara blekking? Þó við séum flest sammála um tímaeiningarnar, erum við ekki endilega sammála um hvað þær þýða. Enda upplifum við flæði tímans á mismunandi hátt. Við upplifum fyrsta sólarhringinn, fyrsta árið og fyrsta áratuginn sem mun lengri en þann síðasta. Undir eðlilegum kringumstæðum breytist því viðhorf okkar til aldurs, eftir því sem tíminn líður. Áhrifa fer auðvitað að gæta á getu ýmiss konar með tímanum og innri mekaníkin getur farið að segja til sín, en ég held að flest verðum við ekki gömul. Ekki fyrr en þá mjög seint. Ef þín innri rödd segir annað, hefur þú ekki bara valið þér rangan mælikvarða í lífinu? Sjálfur mun ég ekki ná háum aldri, enda ekki fyrirséð að ég hætti að vera sirka þrítugur. Tré sem lifa og deyja Frú Vigdís og ég deilum áhuga á trjárækt. Sum tré geta ögrað okkar hugmyndum um aldur, þökk sé endurnýjunarhæfileikum þeirra. Langlíf tré geta líka tengt kynslóðir saman. Tengt afkomendur öldum síðar við forfeður og formæður. Tengt vegfarendur við mannkynssöguna og þróun hennar yfir þessar aldir. Sum tré fá jafnvel að segja sögu sína löngu síðar, líkt og 15 milljón ára trjáleifarnar á Vestfjörðum. Leifar þeirra barr- og beykitrjáa sem þar er að finna, innanum annað, eru svo sannarlega púsl í sögu landsins. Elstu íslendingar framtíðar Safni ég fræi af garðahlyn hérlendis og sái því, verður úr íslenskt tré sem getur náð 500 ára aldri. Það gæti því t.d. verið samferða hákarli um heila lífstíð, væru búsvæði þeirra ekki aðskilin. Af þeim báðum hef ég lært mikið um lífið. Hákarlinn kenndi mér mikilvægi þess að synda og af hlyninum lærði ég að vaxa að ummáli ár hvert. Hákarlarækt er mér framandi, svo mín tenging við framtíðina verður frekar trjárækt. Með föður mínum og bróður, systkinabörnum, vinum, vinnufélögum og öðrum hef ég nú þegar gróðursett hin ýmsu tré og hvergi hættur enn. Hvet ég auðvitað sem flesta til hins sama og í sannleika sagt eflaust heilsusamlegra markmið en ummálsvöxturinn. Vonandi munu afkomendur einhverra þeirra sjá eitthvað af þessum trjám í framtíðinni og njóta góðs af þeim. Sjá þau og láta hugann reika til forfeðra, til tímans sem við erum að upplifa nú og til alls þess sem í millitíðinni gerist. Aldur skiptir ekki máli og dægurmálaþras og pirringur alls ekki. Minningar nýjar og gamlar og tengingar við fyrri tíma skipta hins vegar máli. Höfundur er tölvunarfræðingur.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun