Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 1. janúar 2025 16:52 Ísþoka stígur upp af Elliðaám ofan Vatnsveitubrúar. Sólin rétt gægist upp fyrir sjóndeildarhringinn. KMU Ísþoka steig upp af Elliðaánum í Víðidal í dag og hrímaði trjágróður meðfram ánni. Þar mældist frostið 21,1 gráða á opinberri mælistöð Veðurstofunnar og reyndist þetta kaldasti staður á láglendi Íslands í dag. Venjulega er talað um þetta fyrirbæri sem hrímþoku. Þegar frostið fer hins vegar niður fyrir tuttugu gráður kallast hún ísþoka. Daginn hefur núna lengt um átján mínútur frá vetrarsólstöðum.KMU Á Þingvöllum mældist frost álíka mikið, eða 20,7 gráður. Á Sandskeiði mældist frost 19,3 gráður, samkvæmt tölum Veðurstofunnar. Athyglisvert er að allir köldustu staðirnir í dag eru suðvestanlands og sá allra kaldasti milli fjölmennra íbúðahverfa í Reykjavík, Breiðholtshverfis og Árbæjarhverfis. Á einni veðurstöð á hálendinu mældist örlítið meira frost, Kolku við Kjalveg norðan Langjökuls. Þar mældist mest frost 21,2 gráður í dag. Hestamenn á ferð um Víðidal í dag. Hesthúsahverfi Fáks í baksýn.KMU Þrátt fyrir kuldann mátti sjá marga á ferð um stígakerfi Elliðaárdals í dag, bæði gangandi vegfarendur um göngustíga og hestamenn á fjórfætlingum á reiðstígum. Margir stöldruðu við til að dáðst að fegurðinni sem ísþokan og hrímhvítur trjágróður mynduðu meðfram bökkum Elliðaáa. Sól var hæst á lofti í Reykjavík í dag klukkan 13:31 og náði þá aðeins 3,1 gráðu upp fyrir sjóndeildarhringinn. Sólargeislarnir minntu mannfólkið samt á að sól er tekin að hækka á lofti og daginn að lengja. Hrímhvít tré við Elliðaár hjá Blásteini neðan Vatnsveitubrúar.KMU Þannig nutu menn dagsbirtu í borginni í dag um 18 mínútum lengur en á vetrarsólstöðum þann 21. desember. Sólin kom upp í Reykjavík klukkan 11:19 og settist hún klukkan 15:44, samkvæmt tímatalsvefnum Time and Date. Lengingu dagsins þessa fyrstu daga er stundum líkt við hænufet, svo lítil er hún. Upp úr þessu fer daginn þó að lengja hraðar, til dæmis um þrjár mínútur á morgun. Á þrettándann, 6. janúar, verður lenging dagsbirtunnar milli daga komin yfir fjórar mínútur í Reykjavík. Veður Reykjavík Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Venjulega er talað um þetta fyrirbæri sem hrímþoku. Þegar frostið fer hins vegar niður fyrir tuttugu gráður kallast hún ísþoka. Daginn hefur núna lengt um átján mínútur frá vetrarsólstöðum.KMU Á Þingvöllum mældist frost álíka mikið, eða 20,7 gráður. Á Sandskeiði mældist frost 19,3 gráður, samkvæmt tölum Veðurstofunnar. Athyglisvert er að allir köldustu staðirnir í dag eru suðvestanlands og sá allra kaldasti milli fjölmennra íbúðahverfa í Reykjavík, Breiðholtshverfis og Árbæjarhverfis. Á einni veðurstöð á hálendinu mældist örlítið meira frost, Kolku við Kjalveg norðan Langjökuls. Þar mældist mest frost 21,2 gráður í dag. Hestamenn á ferð um Víðidal í dag. Hesthúsahverfi Fáks í baksýn.KMU Þrátt fyrir kuldann mátti sjá marga á ferð um stígakerfi Elliðaárdals í dag, bæði gangandi vegfarendur um göngustíga og hestamenn á fjórfætlingum á reiðstígum. Margir stöldruðu við til að dáðst að fegurðinni sem ísþokan og hrímhvítur trjágróður mynduðu meðfram bökkum Elliðaáa. Sól var hæst á lofti í Reykjavík í dag klukkan 13:31 og náði þá aðeins 3,1 gráðu upp fyrir sjóndeildarhringinn. Sólargeislarnir minntu mannfólkið samt á að sól er tekin að hækka á lofti og daginn að lengja. Hrímhvít tré við Elliðaár hjá Blásteini neðan Vatnsveitubrúar.KMU Þannig nutu menn dagsbirtu í borginni í dag um 18 mínútum lengur en á vetrarsólstöðum þann 21. desember. Sólin kom upp í Reykjavík klukkan 11:19 og settist hún klukkan 15:44, samkvæmt tímatalsvefnum Time and Date. Lengingu dagsins þessa fyrstu daga er stundum líkt við hænufet, svo lítil er hún. Upp úr þessu fer daginn þó að lengja hraðar, til dæmis um þrjár mínútur á morgun. Á þrettándann, 6. janúar, verður lenging dagsbirtunnar milli daga komin yfir fjórar mínútur í Reykjavík.
Veður Reykjavík Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira