Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. janúar 2025 14:06 Engin umferðarljós eru á Hellu og aðeins tvö hringtorg í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjaldan eða aldrei hefur jafn mikið af nýjum íbúðarhúsum verið byggð á Hellu og nú og ekkert lát virðist vera á slíkum framkvæmdum á nýju ári. Þá er verið að byggja við grunnskólann á Hellu og hann nýjan leikskóla á staðnum. Eins og flestir ef ekki allir vita þá er Rangárþing ytra sveitarfélag í Rangárvallasýslu og er Hella byggðakjarni sveitarfélagsins en sveitarfélagið er mjög víðfeðmt með um tvö þúsund íbúa. Á Hellu byggist atvinnulífið að mestu á þjónustu við landbúnaðinn, auk þjónustu við íbúa svæðisins og ferðamenn. Þar er nú byggt og byggt enda fjölgar nýjum íbúum á Hellu hratt. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir situr í sveitarstjórn Rangárþings ytra í meiri hluta og er þar formaður byggðarráðs. „Það er mikill vöxtur í sveitarfélaginu, mikið byggt og svo eru náttúrulega virkjanaframkvæmdir í gangi, sem eru bara mjög spennandi þannig að það er bara ofsalega mikill vöxtur í sveitarfélaginu enda horfum við bara mjög bjartsýn til ársins 2025 og komandi ára,” segir Margrét Harpa og bætir við. „Fólk virðist sækja í að komast aðeins lengra frá höfuðborginni, koma til okkar því það er náttúrulega ofsalega gott að vera hérna. Svo erum við að byggja nýjan grunnskóla og hanna nýjan leikskóla.” Margrét Harpa segir að atvinnuástand í sveitarfélaginu sé mjög gott, allir geta fengið vinnu og menning og mannlíf blómstri í Rangárþingi ytra. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, formaður byggðarráðs Rangárþings ytra, sem segir mikinn vöxt í sveitarfélaginu enda byggt og byggt, ekki síst á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í sveitarfélagið? „Við fáum náttúrulega mikið af fólki, sem er af erlendu bergi brotið. Það er alltaf töluverður hópur, sem kemur í tengslum við ferðaþjónustu og önnur störf og svo líka Íslendingar sem sækja til okkar. Það er nokkuð jafnt hvort fólk sést að á Hellu eða í dreifbýlinu en það er líka mikill vöxtur í dreifbýlinu líka en við rekum tvo leik- og grunnskóla, einn á Laugalandi og einn á Hellu,” segir Margrét Harpa. En hvað er það við Rangárþing ytra, sem er svona heillandi ? „Það er kyrrð og það er stutt í marga staði og það eru margar náttúruperlur hérna, sem hægt er að njóta og eins og ég segi, mannlífð og fólkið hérna er gott. Það er mikið félagsstarf í gangi þannig að þú getur fundið eitthvað skemmtilegt að gera.” Og engin umferðarljós eða hvað? „Nei, það eru engin umferðarljós og held ég bara tvö hringtorg, það er nú ekki mikið,” segir Margrét Harpa skellihlæjandi. Hella er greinilega mjög heitur reitur á Suðurlandi enda mikið um nýbyggingar þar, sem eru á allskonar byggingarstigum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Rangárþings ytra Rangárþing ytra Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Eins og flestir ef ekki allir vita þá er Rangárþing ytra sveitarfélag í Rangárvallasýslu og er Hella byggðakjarni sveitarfélagsins en sveitarfélagið er mjög víðfeðmt með um tvö þúsund íbúa. Á Hellu byggist atvinnulífið að mestu á þjónustu við landbúnaðinn, auk þjónustu við íbúa svæðisins og ferðamenn. Þar er nú byggt og byggt enda fjölgar nýjum íbúum á Hellu hratt. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir situr í sveitarstjórn Rangárþings ytra í meiri hluta og er þar formaður byggðarráðs. „Það er mikill vöxtur í sveitarfélaginu, mikið byggt og svo eru náttúrulega virkjanaframkvæmdir í gangi, sem eru bara mjög spennandi þannig að það er bara ofsalega mikill vöxtur í sveitarfélaginu enda horfum við bara mjög bjartsýn til ársins 2025 og komandi ára,” segir Margrét Harpa og bætir við. „Fólk virðist sækja í að komast aðeins lengra frá höfuðborginni, koma til okkar því það er náttúrulega ofsalega gott að vera hérna. Svo erum við að byggja nýjan grunnskóla og hanna nýjan leikskóla.” Margrét Harpa segir að atvinnuástand í sveitarfélaginu sé mjög gott, allir geta fengið vinnu og menning og mannlíf blómstri í Rangárþingi ytra. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, formaður byggðarráðs Rangárþings ytra, sem segir mikinn vöxt í sveitarfélaginu enda byggt og byggt, ekki síst á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í sveitarfélagið? „Við fáum náttúrulega mikið af fólki, sem er af erlendu bergi brotið. Það er alltaf töluverður hópur, sem kemur í tengslum við ferðaþjónustu og önnur störf og svo líka Íslendingar sem sækja til okkar. Það er nokkuð jafnt hvort fólk sést að á Hellu eða í dreifbýlinu en það er líka mikill vöxtur í dreifbýlinu líka en við rekum tvo leik- og grunnskóla, einn á Laugalandi og einn á Hellu,” segir Margrét Harpa. En hvað er það við Rangárþing ytra, sem er svona heillandi ? „Það er kyrrð og það er stutt í marga staði og það eru margar náttúruperlur hérna, sem hægt er að njóta og eins og ég segi, mannlífð og fólkið hérna er gott. Það er mikið félagsstarf í gangi þannig að þú getur fundið eitthvað skemmtilegt að gera.” Og engin umferðarljós eða hvað? „Nei, það eru engin umferðarljós og held ég bara tvö hringtorg, það er nú ekki mikið,” segir Margrét Harpa skellihlæjandi. Hella er greinilega mjög heitur reitur á Suðurlandi enda mikið um nýbyggingar þar, sem eru á allskonar byggingarstigum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Rangárþings ytra
Rangárþing ytra Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira