Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. desember 2024 13:41 Liam Payne lést í Buenos Aires í október 2024. EPA/VICKIE FLORES Fimm manns hafa verið ákærðir fyrir andlát tónlistarmannsins Liam Payne. Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Liam Payne lést þann 16. október síðastliðinn eftir af hafa fallið af hótelsvölum á þriðju hæð. Payne var í fríi í Buenos Aires þegar hann lést og gisti á hótelinu CasaSur. Gilda Martin, hótelstjóri, Esteban Grassi, starfsmaður hótelsins og Roger Nores, vinur Payne, hafa verið ákærð fyrir manndráp. Þá hafa tveir aðrir starfsmenn hótelsins, Braian Paiz og Ezequiel Pereyre verið ákærðir fyrir að útvega Payne fíkniefni. Í umfjöllun breska miðilsins BBC kemur fram að tveir af þessum fimm hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þessir tveir aðilar þurfa að mæta í dómsal innan sólarhrings. Samkvæmt skrifstofu saksóknara var Payne nær meðvitundarlaus þegar atvikið átti sér stað. Því er talið að Payne hafi ekki vitað hvað hann væri að gera eða hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Samkvæmt rannsóknum lögreglu á svæðinu var Payne undir áhrifum áfengis, kókaín og þunglyndislyfja þegar hann lést. Kvöldið sem hann lést höfðu starfsmenn hótelsins hringt í neyðarlínuna vegna gests sem var fullur, undir áhrifum fíkniefna og að eyðileggja hótelherbergið sitt. Payne er helst þekktur fyrir að vera meðlimur strákahljómsveitarinnar One Direction. Þá hóf hann sólóferil eftir að hljómsveitin lagði upp laupana árið 2015. Andlát Liam Payne Argentína Tengdar fréttir Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Það var eðli málsins samkvæmt þungt yfir viðstöddum í bænum Amersham í Englandi í dag þar sem jarðarför bresku stórstjörnunnar og söngvarans Liam Payne fór fram. Payne lést fyrir um mánuði síðan eftir fall af svölum á hóteli sínu í Buenos Aires í Argentínu. 20. nóvember 2024 14:30 Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Þrír hafa verið handteknir í Argentínu og standa frammi fyrir ákærum vegna dauða Liam Payne, tónlistarmanns og fyrrverandi meðlims í One Direction. Payne lést í Buenos Aires í síðasta mánuði þegar hann féll fram af svölum á þriðju hæð. 7. nóvember 2024 22:35 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Sjá meira
Liam Payne lést þann 16. október síðastliðinn eftir af hafa fallið af hótelsvölum á þriðju hæð. Payne var í fríi í Buenos Aires þegar hann lést og gisti á hótelinu CasaSur. Gilda Martin, hótelstjóri, Esteban Grassi, starfsmaður hótelsins og Roger Nores, vinur Payne, hafa verið ákærð fyrir manndráp. Þá hafa tveir aðrir starfsmenn hótelsins, Braian Paiz og Ezequiel Pereyre verið ákærðir fyrir að útvega Payne fíkniefni. Í umfjöllun breska miðilsins BBC kemur fram að tveir af þessum fimm hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þessir tveir aðilar þurfa að mæta í dómsal innan sólarhrings. Samkvæmt skrifstofu saksóknara var Payne nær meðvitundarlaus þegar atvikið átti sér stað. Því er talið að Payne hafi ekki vitað hvað hann væri að gera eða hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Samkvæmt rannsóknum lögreglu á svæðinu var Payne undir áhrifum áfengis, kókaín og þunglyndislyfja þegar hann lést. Kvöldið sem hann lést höfðu starfsmenn hótelsins hringt í neyðarlínuna vegna gests sem var fullur, undir áhrifum fíkniefna og að eyðileggja hótelherbergið sitt. Payne er helst þekktur fyrir að vera meðlimur strákahljómsveitarinnar One Direction. Þá hóf hann sólóferil eftir að hljómsveitin lagði upp laupana árið 2015.
Andlát Liam Payne Argentína Tengdar fréttir Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Það var eðli málsins samkvæmt þungt yfir viðstöddum í bænum Amersham í Englandi í dag þar sem jarðarför bresku stórstjörnunnar og söngvarans Liam Payne fór fram. Payne lést fyrir um mánuði síðan eftir fall af svölum á hóteli sínu í Buenos Aires í Argentínu. 20. nóvember 2024 14:30 Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Þrír hafa verið handteknir í Argentínu og standa frammi fyrir ákærum vegna dauða Liam Payne, tónlistarmanns og fyrrverandi meðlims í One Direction. Payne lést í Buenos Aires í síðasta mánuði þegar hann féll fram af svölum á þriðju hæð. 7. nóvember 2024 22:35 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Sjá meira
Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Það var eðli málsins samkvæmt þungt yfir viðstöddum í bænum Amersham í Englandi í dag þar sem jarðarför bresku stórstjörnunnar og söngvarans Liam Payne fór fram. Payne lést fyrir um mánuði síðan eftir fall af svölum á hóteli sínu í Buenos Aires í Argentínu. 20. nóvember 2024 14:30
Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Þrír hafa verið handteknir í Argentínu og standa frammi fyrir ákærum vegna dauða Liam Payne, tónlistarmanns og fyrrverandi meðlims í One Direction. Payne lést í Buenos Aires í síðasta mánuði þegar hann féll fram af svölum á þriðju hæð. 7. nóvember 2024 22:35