Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 23. desember 2024 10:00 Síðustu daga hefur verið töluverð umræða um kaup Hafnarfjarðarbæjar á Skessunni, knatthúsi FH, sem á sér meira en sex ára sögu. Árið 2018 ákváðu bæjaryfirvöld að byggja knatthús á félagssvæði FH og var verkið boðið út. Aðeins þrjú tilboð bárust sem öllum var hafnað þar sem lægsta tilboð var 53% yfir kostnaðaráætlun. Málið keyrt í gegn af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks Þetta gerðist á vordögum 2018 og eftir kosningar tók við meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Meðal fyrstu verka meirihlutans var að ganga frá málum við FH og í miklum flýti var gengið frá rammasamkomulagi við félagið um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum á svæði FH fyrir 790 milljónir. Samkvæmt samkomulaginu átti andvirði sölu eigna að renna til byggingar knatthússins, sem FH átti að eiga og reka sjálft. Með því móti átti að nást hagkvæmni og samlegð við aðrar framkvæmdir við Kaplakrika. Þessu mótmæltu fulltrúar Samfylkingarinnar harðlega á sínum tíma, enda ekki talið í samræmi við ráðstöfun opinbers fjár og jafnframt kúvending á stefnu sveitarfélagsins um eignarhald á íþróttamannvirkjum sem samþykkt var árið 2017. Þá voru gerðar alvarlegar athugasemdir við eignarhlut eigna sem átti að kaupa af FH sem lá ekki að fullu fyrir. Rammasamkomulagið var samþykkt af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á bæjarráðsfundi um mitt sumar. Minnihlutinn kærði ákvörðunina til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Skessan eina íþróttamannvirkið í eigu félags Knatthús FH reis og var tekið í notkun haustið 2019 og fékk nafnið Skessan og bætti til muna aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. Fyrir rúmlega tveimur árum síðan var samþykkt að hefja byggingu knatthús Hauka fyrir rúma 4 milljarða sem verður tekið í notkun núna í byrjun árs. Húsið er byggt af Hafnarfjarðarbæ. Skessan er eina íþróttamannvirkið í Hafnarfirði sem er í eigu félags. Það er eðlilegt að öll íþróttafélög sitji við sama borð og njóti jafnræðis og það lendi ekki á foreldrum iðkenda að greiða fyrir rekstur íþróttamannvirkja. Því hófust samningaviðræður FH og Hafnarfjarðarbæjar um kaup bæjarins á Skessunni, en reksturinn hefur reynst félaginu þungur og auk þess var ráðist í byggingu nauðsynlegrar búningaaðstöðu við knatthúsið sem ekki var í fyrri áætlunum. Áætlaður kostnaður bæjarins vegna kaupa Skessunar er um 1.2 milljarður. Meirihlutinn slær ryki í augu bæjarbúa Niðurstaðan er að þegar allt er talið saman þá hefur bærinn lagt til Skessunar meira en 2 milljarða. Ef staðið hefði verið að uppbyggingu Skessunnar eins og Samfylkingin lagði til fyrir sex árum, þá væri staðan allt önnur. Það er ljóst að þessir fordæmalausu fjármálagjörningar sem gerðir voru fyrir sex árum eru að koma í bakið á bæjaryfirvöldum í dag og vitna um óráðsíu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í fjármálum bæjarins. Það vita fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og reyna því allt hvað þeir geta að slá ryki í augu bæjarbúa og víkja undan ábyrgði með því að skella skuldinni á forystu FH. Það er er ekki stórmannlegt. Ábyrgðin liggur hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði ber fulla ábyrgð á því hvernig komið er. Nú þarf að taka höndum saman um að ljúka þessu máli. Skessan er gott hús og hagkvæmt hús og mikil lyftistöng fyrir félags- og íþróttastarf í Hafnarfirði. Hvort meirihlutanum tekst að ljúka þessu máli af reisn fyrir Hafnarfjörð má stórlega efast um, nema að stefnubreyting eigi sér stað í störfum hans. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Hafnarfjörður FH Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur verið töluverð umræða um kaup Hafnarfjarðarbæjar á Skessunni, knatthúsi FH, sem á sér meira en sex ára sögu. Árið 2018 ákváðu bæjaryfirvöld að byggja knatthús á félagssvæði FH og var verkið boðið út. Aðeins þrjú tilboð bárust sem öllum var hafnað þar sem lægsta tilboð var 53% yfir kostnaðaráætlun. Málið keyrt í gegn af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks Þetta gerðist á vordögum 2018 og eftir kosningar tók við meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Meðal fyrstu verka meirihlutans var að ganga frá málum við FH og í miklum flýti var gengið frá rammasamkomulagi við félagið um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum á svæði FH fyrir 790 milljónir. Samkvæmt samkomulaginu átti andvirði sölu eigna að renna til byggingar knatthússins, sem FH átti að eiga og reka sjálft. Með því móti átti að nást hagkvæmni og samlegð við aðrar framkvæmdir við Kaplakrika. Þessu mótmæltu fulltrúar Samfylkingarinnar harðlega á sínum tíma, enda ekki talið í samræmi við ráðstöfun opinbers fjár og jafnframt kúvending á stefnu sveitarfélagsins um eignarhald á íþróttamannvirkjum sem samþykkt var árið 2017. Þá voru gerðar alvarlegar athugasemdir við eignarhlut eigna sem átti að kaupa af FH sem lá ekki að fullu fyrir. Rammasamkomulagið var samþykkt af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á bæjarráðsfundi um mitt sumar. Minnihlutinn kærði ákvörðunina til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Skessan eina íþróttamannvirkið í eigu félags Knatthús FH reis og var tekið í notkun haustið 2019 og fékk nafnið Skessan og bætti til muna aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. Fyrir rúmlega tveimur árum síðan var samþykkt að hefja byggingu knatthús Hauka fyrir rúma 4 milljarða sem verður tekið í notkun núna í byrjun árs. Húsið er byggt af Hafnarfjarðarbæ. Skessan er eina íþróttamannvirkið í Hafnarfirði sem er í eigu félags. Það er eðlilegt að öll íþróttafélög sitji við sama borð og njóti jafnræðis og það lendi ekki á foreldrum iðkenda að greiða fyrir rekstur íþróttamannvirkja. Því hófust samningaviðræður FH og Hafnarfjarðarbæjar um kaup bæjarins á Skessunni, en reksturinn hefur reynst félaginu þungur og auk þess var ráðist í byggingu nauðsynlegrar búningaaðstöðu við knatthúsið sem ekki var í fyrri áætlunum. Áætlaður kostnaður bæjarins vegna kaupa Skessunar er um 1.2 milljarður. Meirihlutinn slær ryki í augu bæjarbúa Niðurstaðan er að þegar allt er talið saman þá hefur bærinn lagt til Skessunar meira en 2 milljarða. Ef staðið hefði verið að uppbyggingu Skessunnar eins og Samfylkingin lagði til fyrir sex árum, þá væri staðan allt önnur. Það er ljóst að þessir fordæmalausu fjármálagjörningar sem gerðir voru fyrir sex árum eru að koma í bakið á bæjaryfirvöldum í dag og vitna um óráðsíu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í fjármálum bæjarins. Það vita fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og reyna því allt hvað þeir geta að slá ryki í augu bæjarbúa og víkja undan ábyrgði með því að skella skuldinni á forystu FH. Það er er ekki stórmannlegt. Ábyrgðin liggur hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði ber fulla ábyrgð á því hvernig komið er. Nú þarf að taka höndum saman um að ljúka þessu máli. Skessan er gott hús og hagkvæmt hús og mikil lyftistöng fyrir félags- og íþróttastarf í Hafnarfirði. Hvort meirihlutanum tekst að ljúka þessu máli af reisn fyrir Hafnarfjörð má stórlega efast um, nema að stefnubreyting eigi sér stað í störfum hans. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun