Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar 22. desember 2024 08:02 Þann 9. maí árið 2022 var Evrópuhreyfingin stofnuð og tók þá yfir eldri félög: Já Ísland og Evrópusamtökin. Evrópuhreyfingin hefur starfað af krafti síðan og unnið að því að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Ný ríkisstjórn hefur svarað kalli Evrópuhreyfingarinnar og raunar mikils meirihluta kjósenda sem sögðu skýrt og greinilega að það væri mikilvægt að halda á þessu kjörtímabili þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Ekki verður öðru trúað en að allir alþingismennirnir 63 afgreiði þingmál um slíka atkvæðagreiðslu fljótt og vel. Stjórnarsáttmáli „Með utanríkisstefnu sem byggir á mannréttindum, friði, virðingu fyrir alþjóðalögum og náinni samvinnu við Evrópusambandið, önnur norræn ríki og Atlantshafsbandalagið. Mótuð verður öryggis- og varnarmálastefna. Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fer fram eigi síðar en árið 2027. Í upphafi kjörtímabilsins verður óháðum erlendum sérfræðingum falið að vinna skýrslu um kosti og galla krónunnar og valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum“. Í fyrsta skipti í sögunni fá Íslendingar beina og milliliðalausa aðkomu að ákvörðunum um tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þeim tímamótum fagnar Evrópuhreyfingin og um leið pólitísku hugrekki ríkisstjórnarflokkanna þriggja sem hafa sameinast um að spyrja þjóðina og leysa þannig úr þeim pólitíska vanda, eða öllu heldur flokkspólitíska ómöguleika, sem sumum stjórnmálaforingjum hefur orðið tíðrætt um. Evrópuhreyfingin mun leggja sig fram við að stuðla að upplýstri og málefnalegri umfjöllun um af hverju atkvæðagreiðslan er mikilvæg. Sömuleiðis mikilvægi þess að meirihluti þjóðarinnar greiði atkvæði með því að aðildarsamningur verði leiddur til lykta. Með þessu móti leggur þjóðin blessun sína yfir að ferlið sem Alþingi hóf með þingsályktun árið 2009 verði klárað með því að leggja fullbúin samning fyrir í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar ræðst endanlega hvort Ísland verður eitt af aðildarríkum Evrópusambandsins. Evrópuhreyfingin hvetur alla til þess að ganga til liðs við sig svo hægt sé að fylgja þessu máli til farsælla lykta. Skráið ykkur hér: www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Jón Steindór Valdimarsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 9. maí árið 2022 var Evrópuhreyfingin stofnuð og tók þá yfir eldri félög: Já Ísland og Evrópusamtökin. Evrópuhreyfingin hefur starfað af krafti síðan og unnið að því að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Ný ríkisstjórn hefur svarað kalli Evrópuhreyfingarinnar og raunar mikils meirihluta kjósenda sem sögðu skýrt og greinilega að það væri mikilvægt að halda á þessu kjörtímabili þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Ekki verður öðru trúað en að allir alþingismennirnir 63 afgreiði þingmál um slíka atkvæðagreiðslu fljótt og vel. Stjórnarsáttmáli „Með utanríkisstefnu sem byggir á mannréttindum, friði, virðingu fyrir alþjóðalögum og náinni samvinnu við Evrópusambandið, önnur norræn ríki og Atlantshafsbandalagið. Mótuð verður öryggis- og varnarmálastefna. Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fer fram eigi síðar en árið 2027. Í upphafi kjörtímabilsins verður óháðum erlendum sérfræðingum falið að vinna skýrslu um kosti og galla krónunnar og valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum“. Í fyrsta skipti í sögunni fá Íslendingar beina og milliliðalausa aðkomu að ákvörðunum um tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þeim tímamótum fagnar Evrópuhreyfingin og um leið pólitísku hugrekki ríkisstjórnarflokkanna þriggja sem hafa sameinast um að spyrja þjóðina og leysa þannig úr þeim pólitíska vanda, eða öllu heldur flokkspólitíska ómöguleika, sem sumum stjórnmálaforingjum hefur orðið tíðrætt um. Evrópuhreyfingin mun leggja sig fram við að stuðla að upplýstri og málefnalegri umfjöllun um af hverju atkvæðagreiðslan er mikilvæg. Sömuleiðis mikilvægi þess að meirihluti þjóðarinnar greiði atkvæði með því að aðildarsamningur verði leiddur til lykta. Með þessu móti leggur þjóðin blessun sína yfir að ferlið sem Alþingi hóf með þingsályktun árið 2009 verði klárað með því að leggja fullbúin samning fyrir í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar ræðst endanlega hvort Ísland verður eitt af aðildarríkum Evrópusambandsins. Evrópuhreyfingin hvetur alla til þess að ganga til liðs við sig svo hægt sé að fylgja þessu máli til farsælla lykta. Skráið ykkur hér: www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar