Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. desember 2024 14:06 Falleg leiðisskreyting frá Kirkjugörðum Reykjavíkur, ásamt kerti úr tólg. Aðsend Kirkjugarðar Reykjavíkur hvetja aðstandendur til að nota umhverfisvænar skreytingar á leið ástvina sinna nú fyrir jól og um jólin. Alls ekki að nota plast, vír eða teygjur í skreytingarnar. Það er margir, sem vitja leiða ástvina sína fyrir jól og um jól í kirkjugörðum landsins. Margir fara með jólaleiðisskreytingar á leiðin en nú eru Kirkjugarðar Reykjavíkur í sérstöku átaki við að hvetja fólk að nota eingöngu umhverfisvænar skreytingar. Helena Sif Þorgeirsdóttir er sviðsstjóri umhirðu og jarðsetninga hjá kirkjugörðunum. „Við erum bara að hvetja fólk til að velja umhverfisvænar jólaskreytingar og sleppa öllu plasti, vír og teygjum og öllu þessu, sem fylgir oft á þessu skrauti,“ segir Helena. En hvað á Helena nákvæmlega við þegar hún talar um umhverfisvænar skreytingar? „Þá á ég bara við skreytingar, sem er síðan hægt að henda í lífrænt rusl eftir jólin og við tökum síðan þetta lífræna rusl, sem er hérna hjá okkur út í görðunum og kurlum það og notum það svo aftur til að laga leiðin í görðunum hjá okkur.“ Helena segir að það aukist alltaf og aukist að fólk komið með umhverfisvænar skreytingar í kirkjugarðana, annað hvort sem það gerir sjálft eða kaupir hjá Kirkjugörðunum en þær skreytingar hafa slegið í gegn í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði og Hólavallakirkjugarði. Bryndís Björgvinsdóttir með lífrænar leiðisskreytingar, sem Kirkjugarðar Reykjavíkur eru meðal annars að selja, auk þess að vera með kerti úr tólg. Gestum kirkjugarðann er líka boðið upp á kakó og piparkökur í tilefni jólanna.Aðsend Helena segir þennan tíma árs hjá kirkjugörðunum dásamlegan. „Já, já, það er mikið líf og mikið af fólki að koma. Það er mikið álag, bæði á starfsfólk og umhverfið þannig að það er líka mjög mikilvægt að nota bílastæðin og ganga frekar og vera líka með mannbrodda eins og færðin er núna.“ En lífrænt númer 1, 2 og 3 um jólin eða hvað? „Bara algjörlega og svo erum við líka með kerti til sölu en þau eru úr tólg og þá erum við einmitt að hugsa um fuglana, að þeir geta þá borðað afganginn og við svo bara týnt upp tómar kertadósir,“ segir Helena Sif. Það er alltaf heilmikið að gera og mikil umferð í kringum kirkjugarðana um jólin.Aðsend Heimasíða Kirkjugarða Reykjavíkur Reykjavík Þjóðkirkjan Jól Kirkjugarðar Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Það er margir, sem vitja leiða ástvina sína fyrir jól og um jól í kirkjugörðum landsins. Margir fara með jólaleiðisskreytingar á leiðin en nú eru Kirkjugarðar Reykjavíkur í sérstöku átaki við að hvetja fólk að nota eingöngu umhverfisvænar skreytingar. Helena Sif Þorgeirsdóttir er sviðsstjóri umhirðu og jarðsetninga hjá kirkjugörðunum. „Við erum bara að hvetja fólk til að velja umhverfisvænar jólaskreytingar og sleppa öllu plasti, vír og teygjum og öllu þessu, sem fylgir oft á þessu skrauti,“ segir Helena. En hvað á Helena nákvæmlega við þegar hún talar um umhverfisvænar skreytingar? „Þá á ég bara við skreytingar, sem er síðan hægt að henda í lífrænt rusl eftir jólin og við tökum síðan þetta lífræna rusl, sem er hérna hjá okkur út í görðunum og kurlum það og notum það svo aftur til að laga leiðin í görðunum hjá okkur.“ Helena segir að það aukist alltaf og aukist að fólk komið með umhverfisvænar skreytingar í kirkjugarðana, annað hvort sem það gerir sjálft eða kaupir hjá Kirkjugörðunum en þær skreytingar hafa slegið í gegn í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði og Hólavallakirkjugarði. Bryndís Björgvinsdóttir með lífrænar leiðisskreytingar, sem Kirkjugarðar Reykjavíkur eru meðal annars að selja, auk þess að vera með kerti úr tólg. Gestum kirkjugarðann er líka boðið upp á kakó og piparkökur í tilefni jólanna.Aðsend Helena segir þennan tíma árs hjá kirkjugörðunum dásamlegan. „Já, já, það er mikið líf og mikið af fólki að koma. Það er mikið álag, bæði á starfsfólk og umhverfið þannig að það er líka mjög mikilvægt að nota bílastæðin og ganga frekar og vera líka með mannbrodda eins og færðin er núna.“ En lífrænt númer 1, 2 og 3 um jólin eða hvað? „Bara algjörlega og svo erum við líka með kerti til sölu en þau eru úr tólg og þá erum við einmitt að hugsa um fuglana, að þeir geta þá borðað afganginn og við svo bara týnt upp tómar kertadósir,“ segir Helena Sif. Það er alltaf heilmikið að gera og mikil umferð í kringum kirkjugarðana um jólin.Aðsend Heimasíða Kirkjugarða Reykjavíkur
Reykjavík Þjóðkirkjan Jól Kirkjugarðar Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira