Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. desember 2024 22:10 Guðjón Friðriksson sagfræðingur hefur tekið saman sögu reykvískra barna en sagan spannar um hundrað ár. aðsend Uppi voru kenningar hér áður fyrr um að ævilöng vesælmennska biði þeirra barna sem ólust upp á „mölinni,“ eins og það var kallað, sem jafnvel legðist í ættir. Krakkaskarinn sem tók yfir götur Reykjavíkur á síðustu öld setti sterkan svip á borgina. Sagnfræðingur sem hefur ritað sögu reykvískra barna, sem spannar hundrað ár, segir börn dagsins í dag lifa mikla umbreytingartíma. Út er komin bókin Börn í Reykjavík (2024) eftir Guðjón Friðriksson, sagnfræðing og rithöfund. Bókin er skrifuð og gefin út í tilefni 100 ára afmælis Barnavinafélagsins Sumargjafar. „Ég naut þess mjög að skrifa hana og það er eiginlega svolítið skrýtið að það skuli ekki hafa verið skrifuð svona saga áður, því þetta er náttúrulega alveg heil veröld, barnaveröldin,“ segir Guðjón um sögu reykvískra barna. Guðjón segir að í hinu rótgróna bændasamfélagi hafi grasserað fordómar í garð þeirra barna sem ólust upp „á mölinni“. Ólík sjónarmið og alls konar hugmyndir og kenningar tókust á þegar þéttbýlismyndunin átti sér stað og það á ógnarhraða. Börn í Reykjavík er mikill gæðagripur og doðrantur mikill. Guðjón segist hafa haft mikla ánægju af því að taka saman sögu reykvískra barna.Vísir/Sigurjón „Börnin voru eftirlitslaus saman í hópum í alls konar óknyttum og það voru komnar upp kenningar um að þetta [að alast upp á mölinni] leiddi til ævilangrar vesælmennsku. Þarna voru þau utan sjónmáls foreldranna, í alls konar leikjum sem sumir höfðu ákveðna andúð á. Það, meira að segja, kemur fram í áliti frá Alþingisnefnd að þetta myndi leiða til ævilangrar vesælmennsku sem jafnvel legðist í ættir.“ Reykjavík stækkaði ört á síðustu öld og barnaskarinn á götum úti setti sterkan svip á borgarlífið. Börnin léku sér í alls kyns leikjum; París, knattleik og fallinni spýtu og svo fóru þau oft og tíðum með danskar þulur sem síðar voru þýddar yfir á íslensku. Eni, meni, mang, klang, ósi, bósi, bakke dí, eje, veje, væk með dig! „Það var jafnvel talað um að bílarnir þyrftu frekar að vara sig á börnunum en börnin á bílunum, þau hertóku alveg heilu göturnar,“ segir Guðjón. Yfirvöld reyndu hvað þau gátu til að hafa hemil á krökkunum. Lögreglusamþykkt Reykjavíkur árið 1880 kvað á um að börn mættu ekki leika sér úti á götunum en Guðjón segir að börnin hafi haft samþykktina að engu, enda gátu þau hvergi annars staðar verið en á mölinni. Helsti ógnvaldur barnanna var Þorvaldur „politi“, lögregluþjónn, sem í sífellu skipti sér af leik barnanna; tók af þeim bolta og sleða. Guðjón útskýrir að í þá daga hafi skóladagurinn verið stuttur og skólaskyldu ekki komið á fyrr en árið 1907. „Gatan var í rauninni eini staðurinn sem þau gátu verið á.“ Guðjón segir að götulífið hafi sjaldnast verið val barnanna. Fólk hafi búið þröngt og gríðarlegur húsnæðisvandi hafi verið í borginni lengst af. „Börnin lágu oft í kös á gólfinu á einhverjum dýnum og á morgnana voru þau bara sett út og þau höfð úti allan liðlangan daginn. Oft voru þau líka hungruð, sérstaklega fátæk börn í Reykjavík. Það var mikil stéttaskipting.“ Meira annríki hjá nútímabarni en foreldrum þess Þótt það sé ofarlega á óskalista nútímaforeldra að börnin í hverfinu leiki sér meira saman úti þá bendir Guðjón á að götulífið í Reykjavík hafi áður fyrr leitt til tíðra slysa á börnum. „Það dóu sex, sjö börn á ári í umferðarslysum í Reykjavík. Börn á aldrinum 5-7 ára voru send út eins og önnur börn og þau voru náttúrulega bara óvitar og urðu stundum bara fyrir bíl.“ Nú er af sem áður var og er svo komið að götulíf barnanna er svo gott sem horfið í nútímasamfélagi. „Við lifum í raun og veru á miklu meiri byltingartímum heldur en maður kannski gerir sér grein fyrir svona frá degi til dags út af þessari tækni meðal annars. Svo eru börn nú til dags svo upptekin. Nú er samfelldur vinnudagur hjá börnum má segja. Skóladagurinn er miklu lengri og svo eru þau bara upptekin í alls konar námskeiðum; dansi, tónlist og öðru. Venjulegt barn í Reykjavík er jafnvel uppteknara en foreldrarnir frá morgni til kvölds.“ Börn og uppeldi Reykjavík Bókmenntir Menning Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Sjá meira
Út er komin bókin Börn í Reykjavík (2024) eftir Guðjón Friðriksson, sagnfræðing og rithöfund. Bókin er skrifuð og gefin út í tilefni 100 ára afmælis Barnavinafélagsins Sumargjafar. „Ég naut þess mjög að skrifa hana og það er eiginlega svolítið skrýtið að það skuli ekki hafa verið skrifuð svona saga áður, því þetta er náttúrulega alveg heil veröld, barnaveröldin,“ segir Guðjón um sögu reykvískra barna. Guðjón segir að í hinu rótgróna bændasamfélagi hafi grasserað fordómar í garð þeirra barna sem ólust upp „á mölinni“. Ólík sjónarmið og alls konar hugmyndir og kenningar tókust á þegar þéttbýlismyndunin átti sér stað og það á ógnarhraða. Börn í Reykjavík er mikill gæðagripur og doðrantur mikill. Guðjón segist hafa haft mikla ánægju af því að taka saman sögu reykvískra barna.Vísir/Sigurjón „Börnin voru eftirlitslaus saman í hópum í alls konar óknyttum og það voru komnar upp kenningar um að þetta [að alast upp á mölinni] leiddi til ævilangrar vesælmennsku. Þarna voru þau utan sjónmáls foreldranna, í alls konar leikjum sem sumir höfðu ákveðna andúð á. Það, meira að segja, kemur fram í áliti frá Alþingisnefnd að þetta myndi leiða til ævilangrar vesælmennsku sem jafnvel legðist í ættir.“ Reykjavík stækkaði ört á síðustu öld og barnaskarinn á götum úti setti sterkan svip á borgarlífið. Börnin léku sér í alls kyns leikjum; París, knattleik og fallinni spýtu og svo fóru þau oft og tíðum með danskar þulur sem síðar voru þýddar yfir á íslensku. Eni, meni, mang, klang, ósi, bósi, bakke dí, eje, veje, væk með dig! „Það var jafnvel talað um að bílarnir þyrftu frekar að vara sig á börnunum en börnin á bílunum, þau hertóku alveg heilu göturnar,“ segir Guðjón. Yfirvöld reyndu hvað þau gátu til að hafa hemil á krökkunum. Lögreglusamþykkt Reykjavíkur árið 1880 kvað á um að börn mættu ekki leika sér úti á götunum en Guðjón segir að börnin hafi haft samþykktina að engu, enda gátu þau hvergi annars staðar verið en á mölinni. Helsti ógnvaldur barnanna var Þorvaldur „politi“, lögregluþjónn, sem í sífellu skipti sér af leik barnanna; tók af þeim bolta og sleða. Guðjón útskýrir að í þá daga hafi skóladagurinn verið stuttur og skólaskyldu ekki komið á fyrr en árið 1907. „Gatan var í rauninni eini staðurinn sem þau gátu verið á.“ Guðjón segir að götulífið hafi sjaldnast verið val barnanna. Fólk hafi búið þröngt og gríðarlegur húsnæðisvandi hafi verið í borginni lengst af. „Börnin lágu oft í kös á gólfinu á einhverjum dýnum og á morgnana voru þau bara sett út og þau höfð úti allan liðlangan daginn. Oft voru þau líka hungruð, sérstaklega fátæk börn í Reykjavík. Það var mikil stéttaskipting.“ Meira annríki hjá nútímabarni en foreldrum þess Þótt það sé ofarlega á óskalista nútímaforeldra að börnin í hverfinu leiki sér meira saman úti þá bendir Guðjón á að götulífið í Reykjavík hafi áður fyrr leitt til tíðra slysa á börnum. „Það dóu sex, sjö börn á ári í umferðarslysum í Reykjavík. Börn á aldrinum 5-7 ára voru send út eins og önnur börn og þau voru náttúrulega bara óvitar og urðu stundum bara fyrir bíl.“ Nú er af sem áður var og er svo komið að götulíf barnanna er svo gott sem horfið í nútímasamfélagi. „Við lifum í raun og veru á miklu meiri byltingartímum heldur en maður kannski gerir sér grein fyrir svona frá degi til dags út af þessari tækni meðal annars. Svo eru börn nú til dags svo upptekin. Nú er samfelldur vinnudagur hjá börnum má segja. Skóladagurinn er miklu lengri og svo eru þau bara upptekin í alls konar námskeiðum; dansi, tónlist og öðru. Venjulegt barn í Reykjavík er jafnvel uppteknara en foreldrarnir frá morgni til kvölds.“
Börn og uppeldi Reykjavík Bókmenntir Menning Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent