Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Jón Þór Stefánsson skrifar 17. desember 2024 16:35 Árásin var framin á gangstétt meðfram Reykjanesbraut, norðan við Bústaðaveg. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Ívar Aron Hill Ævarsson var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stunguárás og önnur brot. Það er niðurstaða Landsréttar, en áður hafði Ívar Aron hlotið tveggja ára dóm í Héraðsdómi Reykjaness í málinu. Á meðal þess sem hann var ákærður fyrir var sérstaklega hættuleg líkamsárás og tilraun til ráns á gangstétt meðfram Reykjanesbraut, norðan við Bústaðaveg þann 14. september 2022. Honum var gefið að sök að veitast að hjólreiðamanni með því að stinga hann þrisvar með hnífi, einu sinni í mjöðm og tvisvar í læri. Síðan hafi Ívar Aron reynt að taka reiðhól mannsins. Fyrir vikið hlaut hjólreiðamaðurinn þrjú stungusár og ýmsar útvortis- og innvortisblæðingar, þar á meðal slagæðablæðingu. Jafnramt fór hluti lærvöðva hans í sundur. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Hann var líka ákærður fyrir ýmis önnur brot: þjófnað, nytjastuld, akstur án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna, vörslur fíkniefna og fjársvik. Ívar játaði skýlaust sök í héraðsdómi, en líkt og áður segir hlaut hann 2 ára dóm þar. Þar var honum jafnframt gert að greiða hjólreiðamanninum tæplega 1,4 milljónir króna. Árás á tónleikum Guns N' Roses Ívar Aron á langan brotaferil að baki. Árið 2019 var hann dæmdur í 22 mánaða fangelsi fyrir brot í 24 ákæruliðum. Þar með talið var ofbeldisbrot þar sem honum var gefið að sök að slá einstakling í andlit og höfuð. Fyrir vikið féll sá sem varð fyrir árásinni til jarðar. Þá mun Ívar hafa sparkað í líkama og höfuð einstaklingsins sem hlaut heilarhristing og aðra áverka á líkama. Þetta brot var framið undir stúkunni á Laugardalsvelli þann 24. júlí 2018, sama dag og tónleikar hljómsveitarinnar Guns N' Roses fóru fram á Laugardalsvelli. Í dómi Landsréttar frá því í dag var vísað í þetta ofbeldisbrot Ívars frá árinu 2018. „Hvorki sakaferill ákærða né annað, sem komið hefur fram í málinu, ber vitni um að ákærði hafi reynt að bæta ráð sitt,“ segir í dómnum. Þá er bent á að árásin hafi verið framin með hníf og því verið sérstaklega hættuleg. Líkt og áður segir dæmdi Landsréttur hann í þriggja ára fangelsi. Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Á meðal þess sem hann var ákærður fyrir var sérstaklega hættuleg líkamsárás og tilraun til ráns á gangstétt meðfram Reykjanesbraut, norðan við Bústaðaveg þann 14. september 2022. Honum var gefið að sök að veitast að hjólreiðamanni með því að stinga hann þrisvar með hnífi, einu sinni í mjöðm og tvisvar í læri. Síðan hafi Ívar Aron reynt að taka reiðhól mannsins. Fyrir vikið hlaut hjólreiðamaðurinn þrjú stungusár og ýmsar útvortis- og innvortisblæðingar, þar á meðal slagæðablæðingu. Jafnramt fór hluti lærvöðva hans í sundur. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Hann var líka ákærður fyrir ýmis önnur brot: þjófnað, nytjastuld, akstur án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna, vörslur fíkniefna og fjársvik. Ívar játaði skýlaust sök í héraðsdómi, en líkt og áður segir hlaut hann 2 ára dóm þar. Þar var honum jafnframt gert að greiða hjólreiðamanninum tæplega 1,4 milljónir króna. Árás á tónleikum Guns N' Roses Ívar Aron á langan brotaferil að baki. Árið 2019 var hann dæmdur í 22 mánaða fangelsi fyrir brot í 24 ákæruliðum. Þar með talið var ofbeldisbrot þar sem honum var gefið að sök að slá einstakling í andlit og höfuð. Fyrir vikið féll sá sem varð fyrir árásinni til jarðar. Þá mun Ívar hafa sparkað í líkama og höfuð einstaklingsins sem hlaut heilarhristing og aðra áverka á líkama. Þetta brot var framið undir stúkunni á Laugardalsvelli þann 24. júlí 2018, sama dag og tónleikar hljómsveitarinnar Guns N' Roses fóru fram á Laugardalsvelli. Í dómi Landsréttar frá því í dag var vísað í þetta ofbeldisbrot Ívars frá árinu 2018. „Hvorki sakaferill ákærða né annað, sem komið hefur fram í málinu, ber vitni um að ákærði hafi reynt að bæta ráð sitt,“ segir í dómnum. Þá er bent á að árásin hafi verið framin með hníf og því verið sérstaklega hættuleg. Líkt og áður segir dæmdi Landsréttur hann í þriggja ára fangelsi.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira