Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Jón Þór Stefánsson skrifar 17. desember 2024 16:35 Árásin var framin á gangstétt meðfram Reykjanesbraut, norðan við Bústaðaveg. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Ívar Aron Hill Ævarsson var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stunguárás og önnur brot. Það er niðurstaða Landsréttar, en áður hafði Ívar Aron hlotið tveggja ára dóm í Héraðsdómi Reykjaness í málinu. Á meðal þess sem hann var ákærður fyrir var sérstaklega hættuleg líkamsárás og tilraun til ráns á gangstétt meðfram Reykjanesbraut, norðan við Bústaðaveg þann 14. september 2022. Honum var gefið að sök að veitast að hjólreiðamanni með því að stinga hann þrisvar með hnífi, einu sinni í mjöðm og tvisvar í læri. Síðan hafi Ívar Aron reynt að taka reiðhól mannsins. Fyrir vikið hlaut hjólreiðamaðurinn þrjú stungusár og ýmsar útvortis- og innvortisblæðingar, þar á meðal slagæðablæðingu. Jafnramt fór hluti lærvöðva hans í sundur. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Hann var líka ákærður fyrir ýmis önnur brot: þjófnað, nytjastuld, akstur án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna, vörslur fíkniefna og fjársvik. Ívar játaði skýlaust sök í héraðsdómi, en líkt og áður segir hlaut hann 2 ára dóm þar. Þar var honum jafnframt gert að greiða hjólreiðamanninum tæplega 1,4 milljónir króna. Árás á tónleikum Guns N' Roses Ívar Aron á langan brotaferil að baki. Árið 2019 var hann dæmdur í 22 mánaða fangelsi fyrir brot í 24 ákæruliðum. Þar með talið var ofbeldisbrot þar sem honum var gefið að sök að slá einstakling í andlit og höfuð. Fyrir vikið féll sá sem varð fyrir árásinni til jarðar. Þá mun Ívar hafa sparkað í líkama og höfuð einstaklingsins sem hlaut heilarhristing og aðra áverka á líkama. Þetta brot var framið undir stúkunni á Laugardalsvelli þann 24. júlí 2018, sama dag og tónleikar hljómsveitarinnar Guns N' Roses fóru fram á Laugardalsvelli. Í dómi Landsréttar frá því í dag var vísað í þetta ofbeldisbrot Ívars frá árinu 2018. „Hvorki sakaferill ákærða né annað, sem komið hefur fram í málinu, ber vitni um að ákærði hafi reynt að bæta ráð sitt,“ segir í dómnum. Þá er bent á að árásin hafi verið framin með hníf og því verið sérstaklega hættuleg. Líkt og áður segir dæmdi Landsréttur hann í þriggja ára fangelsi. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Á meðal þess sem hann var ákærður fyrir var sérstaklega hættuleg líkamsárás og tilraun til ráns á gangstétt meðfram Reykjanesbraut, norðan við Bústaðaveg þann 14. september 2022. Honum var gefið að sök að veitast að hjólreiðamanni með því að stinga hann þrisvar með hnífi, einu sinni í mjöðm og tvisvar í læri. Síðan hafi Ívar Aron reynt að taka reiðhól mannsins. Fyrir vikið hlaut hjólreiðamaðurinn þrjú stungusár og ýmsar útvortis- og innvortisblæðingar, þar á meðal slagæðablæðingu. Jafnramt fór hluti lærvöðva hans í sundur. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Hann var líka ákærður fyrir ýmis önnur brot: þjófnað, nytjastuld, akstur án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna, vörslur fíkniefna og fjársvik. Ívar játaði skýlaust sök í héraðsdómi, en líkt og áður segir hlaut hann 2 ára dóm þar. Þar var honum jafnframt gert að greiða hjólreiðamanninum tæplega 1,4 milljónir króna. Árás á tónleikum Guns N' Roses Ívar Aron á langan brotaferil að baki. Árið 2019 var hann dæmdur í 22 mánaða fangelsi fyrir brot í 24 ákæruliðum. Þar með talið var ofbeldisbrot þar sem honum var gefið að sök að slá einstakling í andlit og höfuð. Fyrir vikið féll sá sem varð fyrir árásinni til jarðar. Þá mun Ívar hafa sparkað í líkama og höfuð einstaklingsins sem hlaut heilarhristing og aðra áverka á líkama. Þetta brot var framið undir stúkunni á Laugardalsvelli þann 24. júlí 2018, sama dag og tónleikar hljómsveitarinnar Guns N' Roses fóru fram á Laugardalsvelli. Í dómi Landsréttar frá því í dag var vísað í þetta ofbeldisbrot Ívars frá árinu 2018. „Hvorki sakaferill ákærða né annað, sem komið hefur fram í málinu, ber vitni um að ákærði hafi reynt að bæta ráð sitt,“ segir í dómnum. Þá er bent á að árásin hafi verið framin með hníf og því verið sérstaklega hættuleg. Líkt og áður segir dæmdi Landsréttur hann í þriggja ára fangelsi.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira