Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Atli Ísleifsson skrifar 17. desember 2024 14:31 Ráðgert er að nýja þjóðarhöllin verði allt að 19.000 fermetrar að stærð, taki 8.600 manns í sæti og allt að 12.000 manns á tónleikum. Reykjavíkurborg Þrjú teymi hafa verið valin til þátttöku í samkeppnisútboði um hönnun og byggingu nýrrar Þjóðarhallar fyrir innanhússíþróttir í Laugardal í Reykjavík. Frá þessu segir á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að teymin sem taki þátt í samkeppnisútboðinu séu: Eykt ásamt T.ark arkitektum, HKS Architects, Verkís, Maffeis Engineering, Landslagi og Brekke & Strand Akustikk. ÍAV ásamt ASK arkitektum, COWI, LPO arkitektum, Ísloft, EOH og Landhönnun. Ístak ásamt Eflu ehf., Nordic Office of Architecture og Populus. Að loknu samkeppnisútboði verði gerður verksamningur við eitt teymi um fullnaðarhönnun og byggingu mannvirkisins. Á vef borgarinnar segir að forval hafi verið auglýst í vor og liggi niðurstöður þess fyrir. Samkeppnisgögnin hafu nú verið afhent teymunum og sæe samkeppnin formlega hafin. „Samkeppnisgögn byggja á vinnu framkvæmdanefndar og síðar Þjóðarhallar ehf. frá miðju ári 2022 og síðan með aðkomu Framkvæmdasýslu - Ríkiseigna. Þjóðarhöll ehf. er í eigu ríkis og borgar, sem skipa stjórn Þjóðarhallar ehf. Kostnaðarskipting milli ríkis og borgar liggur fyrir og er framkvæmdin fjármögnuð á fjárlögum, í fjármálaáætlun 2025–2029 og í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir þetta mikilvægt skref fyrir Reykjavíkurborg. „Með tilkomu Þjóðarhallar fjölgar æfingatímum barnanna í hverfinu verulega og Reykjavík styrkir sig mjög sem borg sem leggur áherslu á öflugt íþróttastarf og lýðheilsu. Þjóðarhöll verður mikið notað samfélagshús með góða tengingu við almenningssamgöngur og brýnt að höllin rísi hratt og örugglega,“ er haft eftir Einari. Fyrirhuguð staðsetning nýrra Þjóðarhallar Fram kemur að í samkeppnisgögnum sé lögð áhersla á að tryggja framúrskarandi gæði í hönnun, byggingu og rekstri Þjóðarhallar með áherslu á notagildi, útlit, frágang, aðgengi, sjálfbærni og hagkvæmni. „Ný Þjóðarhöll mun umbylta umgjörð í kringum landsliðsfólk í fjölmörgum íþróttagreinum, stórbæta aðstöðu fyrir börn og ungmenni og aðra íþróttaiðkendur auk þess að vera fjölnota hús fyrir þjóðina alla. Ráðgert er að hún verði allt að 19.000m2 að stærð, taki 8.600 manns í sæti og allt að 12.000 manns á tónleikum. Þjóðarhöllin mun rísa í hjarta Laugardals, sunnan Laugardalshallar, með góðri tengingu við borgarlínu, göngu- og hjólaleiðir og fyrirliggjandi mannvirki; Laugardalshöll og Frjálsíþróttahöll. Notendur verða íþróttafélög, landsliðshópar sérsambanda fyrir æfingar og keppni, skólar í nágrenninu, háskólar fyrir íþróttakennslu og ýmsir viðburðahaldarar. Þá er ætlunin að höllin sé aðgengileg öllum, vettvangur lýðheilsuverkefna og samkomustaður íþróttafólks og almennings með tilheyrandi veitingarekstri sem tengist safnsvæði áhorfenda,“ segir í tilkynningunni. Ný þjóðarhöll Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Frá þessu segir á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að teymin sem taki þátt í samkeppnisútboðinu séu: Eykt ásamt T.ark arkitektum, HKS Architects, Verkís, Maffeis Engineering, Landslagi og Brekke & Strand Akustikk. ÍAV ásamt ASK arkitektum, COWI, LPO arkitektum, Ísloft, EOH og Landhönnun. Ístak ásamt Eflu ehf., Nordic Office of Architecture og Populus. Að loknu samkeppnisútboði verði gerður verksamningur við eitt teymi um fullnaðarhönnun og byggingu mannvirkisins. Á vef borgarinnar segir að forval hafi verið auglýst í vor og liggi niðurstöður þess fyrir. Samkeppnisgögnin hafu nú verið afhent teymunum og sæe samkeppnin formlega hafin. „Samkeppnisgögn byggja á vinnu framkvæmdanefndar og síðar Þjóðarhallar ehf. frá miðju ári 2022 og síðan með aðkomu Framkvæmdasýslu - Ríkiseigna. Þjóðarhöll ehf. er í eigu ríkis og borgar, sem skipa stjórn Þjóðarhallar ehf. Kostnaðarskipting milli ríkis og borgar liggur fyrir og er framkvæmdin fjármögnuð á fjárlögum, í fjármálaáætlun 2025–2029 og í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir þetta mikilvægt skref fyrir Reykjavíkurborg. „Með tilkomu Þjóðarhallar fjölgar æfingatímum barnanna í hverfinu verulega og Reykjavík styrkir sig mjög sem borg sem leggur áherslu á öflugt íþróttastarf og lýðheilsu. Þjóðarhöll verður mikið notað samfélagshús með góða tengingu við almenningssamgöngur og brýnt að höllin rísi hratt og örugglega,“ er haft eftir Einari. Fyrirhuguð staðsetning nýrra Þjóðarhallar Fram kemur að í samkeppnisgögnum sé lögð áhersla á að tryggja framúrskarandi gæði í hönnun, byggingu og rekstri Þjóðarhallar með áherslu á notagildi, útlit, frágang, aðgengi, sjálfbærni og hagkvæmni. „Ný Þjóðarhöll mun umbylta umgjörð í kringum landsliðsfólk í fjölmörgum íþróttagreinum, stórbæta aðstöðu fyrir börn og ungmenni og aðra íþróttaiðkendur auk þess að vera fjölnota hús fyrir þjóðina alla. Ráðgert er að hún verði allt að 19.000m2 að stærð, taki 8.600 manns í sæti og allt að 12.000 manns á tónleikum. Þjóðarhöllin mun rísa í hjarta Laugardals, sunnan Laugardalshallar, með góðri tengingu við borgarlínu, göngu- og hjólaleiðir og fyrirliggjandi mannvirki; Laugardalshöll og Frjálsíþróttahöll. Notendur verða íþróttafélög, landsliðshópar sérsambanda fyrir æfingar og keppni, skólar í nágrenninu, háskólar fyrir íþróttakennslu og ýmsir viðburðahaldarar. Þá er ætlunin að höllin sé aðgengileg öllum, vettvangur lýðheilsuverkefna og samkomustaður íþróttafólks og almennings með tilheyrandi veitingarekstri sem tengist safnsvæði áhorfenda,“ segir í tilkynningunni.
Ný þjóðarhöll Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira